Efnisorð: Zao

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Zao tilbúnir með nýja breiðskífu og nýtt lag! – Uppfært!

Bandaríska harðkjarnasveitin ZAO birti nýveirð mynd (sjá hér að ofan) sem verður að finna framan á næstu breiðskífu sveitarinnar, The Well-Intentioned Virus, en skífan verður gefin út í byrjun desember mánaðar og verður það þeirra eigin útgáfa, Observed Observer Recordings, sem gefur út plötuna. Ekki er mikið um upplýsingar um þessa skífu eins og stendur en búast má við því að eftirfarandi lög verði að finna á henni:

“Xenophobe”
“Weeping Vessel”
“A Well Intentioned Virus”
“Broken Pact Blues”
“Jiba Ittai”
“Apocalypse”
“Observed/Observer” – en þetta lag má heyra hér að neðan:

Zao með nýja plötu í desember

Bandaríska harðkjarnasveitin ZAO sendir frá sér nýja breiðskífu 9. desember næstkomandi að nafni “The Well-Intentioned Virus”. Platan er 11 breiðskífa sveitarinnar, en seinast sendi sveitin frá sér plötuna “Awake?” árið 2009. Eins og stendur er sveitin að undirbúa forpantanir fyrir útgáfuna, en hægt verður að fá plötuna á geisladiska, kassettu, stafrænni og vínil útgáfu.

Zao með nýja plötu

Hljómsveitin Zao eyddi dágóðum tíma í Treelady hljóðverinu núna í sumar og hefur væntanlega lokið upptökum á nýrri breiðskífu. Nýja platan hefur fengnið nafnið “The Well-Intentioned Virus” og á plötunni (Sem enn hefur ekki fengið útgáfudag) verður að finna eftirfarandi lög:

“The Weeping Vessel”
“A Well-Intentioned Virus”
“Broken Pact Blues”
“Jinba Ittai”
“Apocalypse”
“Xenophobe”
“Haunting Pools”
“Observed/Observer”
“The Sun Orbits Around Flat Earth Witch Trials”
“I Leave You In Peace”

Hljómsveitin lét þetta eftir sig liggja í vikunni um stöðu plötunnar:

<iframe src=”https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2FZAO.Official%2Fposts%2F10153880150813215&width=500″ width=”500″ height=”199″ style=”border:none;overflow:hidden” scrolling=”no” frameborder=”0″ allowTransparency=”true”></iframe>

Zao að ljúka upptökum á nýju efni.

Hljómsveitin ZAO sendi nýverið frá sér upplýsingar þar sem hún staðfesti að vera á loka metrunum í upptökuferli á nýju efni. Efni þetta verður gefið út á breiðskífu sem fengið hefur nafnið “The Well-Intentioned Virus“, en ekki er vitað hvenær platan verður gefin út. Á meðal laga á þessarri nýju plötu verður að finna eftirfarandi lög:

“The Weeping Vessel”
“A Well-Intentioned Virus”
“Broken Pact Blues”
“Jinba Ittai”
“Apocalypse”
“Xenophobe”
“Haunting Pools”
“Observed/Observer”
“The Sun Orbits Around Flat Earth Witch Trials”
“I Leave You In Peace”

Zao - Self-titled

Zao – Self-titled (2000)

Solid State –  2000

Ég mun aldrei skilja afhverju ég er ekki löngu búinn að fá mér þennan disk, þvílíkt og annað eins
meistara stykki. Alveg frá upphafi er maður hooked og vill helst ekki gera annað en að hlusta á bandið að eilífu. Rödd söngvara sveitarinnar er einstaklega skemmtileg og ólík því sem maður er vanur að heyra í metalcore bandi. Zao eru miklu meira en bara metalcore band, Zao eru snillingar. Fyrstu dagana eftir að ég hlustað á þennan disk gekk ég um allt syngjandi “Burn it down and walk away”. Hljómar kannski ekki vel komandi frá skeggjuðum tattúeruðum krúnurökuðum hardcore brjálæðingi…. en ég vona að ég hafi ekki hrætt neinn. Strax við í öðru lagi diskins kveður við annan tón, enda ekki sungið í laginu. Eftir rólega byrjun þriðja lags disksins kemur æsandi brjálæði sem minnir mann jafnvel á blackmetal band frekar en kristið hardcore band.

Dear Tiffany
You´ve made me nauseous for the last time
everything i´ve said to you
I will form into a spike (to drive through my throat)
In order to stop my words
This time I´ll put them in the ground
along with my memories and my feelings
I´ll burn it down and walk away
Let the fire warm my back
I wish you would say you hate me
It would make things so much easier
Burn it down and walk away.
Love, Daniel

-5 year winter, Zao

Lög eru mjög fjölbreytileg í gegnum allan diskinn og fjalla textar sveitarinnar um hluti frá internet fílfum að endalokum heimsins. Þessi diskur er vægast sagt góður og fær að sjálfsögðu besta dóm sem í boði er hér á harðkjarna.

Valli

Zao - Parade of Chaos

Zao – Parade of Chaos (2002)

Solid state –  2002
http://www.solidstaterecords.com

Er til lélegt efni með þessu bandi? Ég held ekki, þessi diskur er að mínu mati beint framhald frá seinasta disk (self-titled), en þessi er kannski meira rokk og ról miðað við hinn, en engu að síður eðal gripur. Á köflum finnst manni Zao vera illir, þrá fyrir að vera á kristnu útgáfufyrirtæki, en ætli það sé ekki frábær söngstíll söngvarans. Þetta er einn af þeim diskum sem ég vill ekki að endi þegar ég set hann í spilarann. Að mínu mati er ekkert band eins og Zao, þeir hafa sinn eiginn stíl, sem enginn (eða að minnstakosti mjög fáir) ná að herma eftir. Myndskreytingarnar sem fylgja disknum í bæklingnum eru einkar vel gerða og eitthvað sem maður tók strax eftir þegar maður fékk diskinn í hendur. Frábær diskur!

Valli

Zao - Legendary

Zao – Legendary (2003)

Solid state –  2003

Það hlaut að koma að því að lögum hljómsveitarinnar Zao yrði komið saman í einn fallegan safndisk pakka, sérstaklega þar sem það virtist á tíma vikulegar fréttir að sveitin væri annaðhvort hætt eða komin saman á ný. Það var samt ekki fyrr en á Self titled disknum sem ég gjörsamlega féll fyrir bandinu. Ekki tók verra við því að Parade of Chaos diskurinn er einn af mínum uppáhalds diskum. Það er gaman fyrir mig sem seinnitíma aðdáanda að kynnast bandinu svona í einum litlum og nettum pakka. Hvernig er annars hægt að dæma best of disk? Annaðhvort er diskurinn góður eða slæmur, þá fer það væntanlega eftir lagavali eða hvort að maður fíli bandið til að byrja með.. ég geri það og ekki set ég út á lagavalið…. og því væntanlega fær þessi diskur topp einkun frá mér.

Lögin á disknum eru (að ég held) frá öllum plötum sveitarinnar og er þetta því frábær yfirsín yfir feril sveitarinnar. Hvernig tónlist spilar annars þessi hljómsveit? Ég veit eiginlega ekki hvernig er hægt að lýsa Zao ánþess að skella disknum í græjurnar og segja.. svona.. er ‘etta ekki cool? Á sínum tíma þegar allar metalcore hljómsveitir hljómuðu eins kom Zao fram á sjónarsviðið og breytti öllu. Framtíð metalcore tónlistar var frá þeirri stund breytt að eylífu. Söngstíll söngvarans finnst mér eitt sá skemmtilegasti og illasti sem fyrirfinnst í rokkinu. Hljómsveitin nær svo skemmtilega að blanda rólegum aflöppuðum gítartónum við brjálæði thrash sveita og jafnvel sveita á borið við Carcass… Ég efast að þið skiljið eitthvað af því sem ég er að reyna koma frá mér hérna..

Í lok diskins er að finna 2 lög með söngvara sem tók við af Dan (söngvara sveitarinnar) í stuttan tíma. Lögin eru demo upptökur fyrir næsta disk (sem gefin verður út af Ferret).. Það verður spennandi að heyra hvað þessi sveit gerir í framtíðinni.

valli

Zao - funeral of god

Zao – funeral of god (2004)

Ferret –  2004
www.zaoonline.com

Hvað myndi gerast fyrir mannkynið ef Guð gæfist upp á gjörðum mannana og færi einfaldlega að sofa… eða enn vera hvað myndi gerast ef Guð myndi deyja? Umfjöllunarefni nýjustu plötu Zao, funeral of god, fjallar einmitt um þetta, og er augljóst á skoðunum sveitarmeðlima (sem eru allir kristnir) að ekki væri von á góðu. Sama hvort þú ert kristinn eða and-kristinn þá er ekki hægt að komast yfir hversu mikil snilld þessi diskur er. Það er ekki oft sem ég fell svona rosalega mikið fyrir hljómsveitum, en Zao hefur svo sannarlega skipað sér í hóp þeirra sveita sem hef hlustað hvað mest á síðastliðin ár. Ég held barasta að söngvari sveitarinnar Dan Weyandt sé með flottustu öskur sem fyrirfinnast í heimi hardcore tónlistar… fyrr og síðar. Í dag er enginn upprunalegur meðlimur sveitarinnar enn í sveitinni, þó svo að Dan hafi verið hvað lengst meðal sveitarmeðlima, en fyrir útgáfu hætti eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar (trommarinn Jessie Smith) í sveitinni þar sem hann var kominn með leið á bæði hardcorei og í rauninni á þungri tónlist í heild sinni. Síðastliðnar plötur sveitarinnar hafa verið nokkuð tilraunakenndar, þar sem meira var um rokk og ról heldur er “hardcore”. Eitt er víst að þessi plata er þung, og brúal. Breakdown kaflar í lögum eins “The Last Song From Zion” gefa lífi mínu tilgang, ég bara sturlast þegar ég heyri svona flott efni. Hvert einasta lag á þessum disk er gott og fær mig til að vilja að hlusta á meira. Ég held samt að lagið “Psalm of the City of the Dead” sé með betri lögum sveitarinnar. Það er eitthvað þetta lag sem fær mig til að fá ótrúlegustu tilfinnigar í um allan líkama bæði góðar og slæmar, fær mig til að hugsa.. um allt. Í heild sinni á ég rosalega erfitt með að gera upp hvaða lög mér finnst standa framar öðrum og í rauninni get ég það enganveginn.. þessi plata verður örugglega í fyrsta sæti topp lista ársins hjá mér þetta árið.

valli