Efnisorð: youtube

Foo Fighters með nýtt lag og myndband

Hljómsveitin kom rokkheiminum á óvart í dag er hún skellti laginu Run á netið bæði á youtube í formi myndbands og aðra miðla á borð við Spotify, Itunes og fleira. Lagið er öllu þyngra en sveitin hefur verið þekkt fyrir síðastliðin á og myndbandið afar vel unnið. Hægt er að hlusta á lagið eitt og sér hér að neðan, og einnig horfa á umtalað myndband:

Skurk: Heimildarmynd um gerð nýju plötunnar: Blóðbragð.

Í kvöld klukkan átta (Föstudagskvöldið 31.mars) munu hljómsveitin SKURK opna streymi á youtube af heimildarmynd um gerð plötunnar Blóðbragð. Í myndinni er farið yfir 2 1/2 ára ferli að gerð plötunnar allt frá Skíðadal að stúdíóinu í Hofi. streymið má finna á vefslóðinni https://youtu.be/ebbWvOV_vOc

Fyrir áhugasama er hægt að hlusta á plötuna í heild sinni á miðlum eins Spotify, í viðbót við að versla gripinn beint frá sveitinni.