Tag: www.hljomsveitir.is

Nýr vefur fyrir tónlistarfólk lítur dagsins ljós

Nú á dögunum var opnaður vefurinn Hljomsveitir.is sem ætlaður er tónlistarfólki á Íslandi. Þar er hægt að leita að hljóðfæraleikurum og hljómsveitum og geta notendur skráð sína eigin auglýsingu og hverju þeir eru að leita að.

Leitarvél vefsins er hönnuð með það í huga að sem einfaldast sé að finna það sem verið að leita að og er vonin sú að þetta muni auðvelda og auka samstarf tónlistarfólks á landinu.

Jón Dal Kristbjörnsson, ábyrgðarmaður og hugmyndasmiður, segir hugmyndina hafa komið til sín eftir að hafa kynnst fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum í leit hvort að öðru en ekki vitað hvar skuli hefja leitina. Hann segist vona að Hljomsveitir.is leysi þetta vandamál og að eftir því sem notendum á vefnum fjölgi muni skapast þar samfélag tónlistarfólks úr öllum áttum.