Efnisorð: William DuVall

Alice In Chains með nýtt myndband

Hljómsveitin Alice In Chains sendi frá sér plötuna Rainer Fog í ágúst á þessu ári og hefur sveitin gefið út nokkrar smáskífur í kjölfarið til að kynna bæði plötuna og innihald hennar. Nýjasta myndband sveitarinnar er við lagið Never Fade, en myndbandið er beint framhald lagsins The One You Know, en það var Adam Mason sem leikstýrði báðum myndböndum.

Það voru þeir Jerry Cantrell og William DuVall sem sömdu textann við lagið, en Cantrell samdi bæði viðlagið og tónlistina á meðan Duvall sat frameftir nóttu í Studio X hljóðverinu í Seattle og samdi restina af textanum. Megin áhrif í textanum voru fengið úr andláti ömmu sinnar í viðbót við andlát söngvar hljómsveitarinnar Chris Cornell, en í viðtali við tímaritið Kerrang bætti hann við að hann hafi einnig hugsað til Layne Staley við gerð textans.

Giraffe Tongue Orchestra

Hljómsveitin Giraffe Tongue Orchestra, sem samanstendur af þeim William DuVall (Alice in Chains), Ben Weinman (Dillinger Escape Plan) og Brent Hinds (Mastodon), sendir frá sé nýja breiðskífu að nafni Broken Lines í lok september á þessu ári. Hljómsveitin spilar sína fyrstu tónleika á Reading og Leeds hátíðinni seinna á þessu ári, en með þeim þremur í hljómsveitinni eru einnig Pete Griffin (Dethklok) og Thomas Prigden (The Mars Volta).

Lagalisti plötunnar er eftirfarandi:
01. Adapt Or Die
02. Crucificion
03. No-One Is Innocent
04. Blood Moon
05. Fragments & Ashes
06. Back To The Light
07. All We Have Is Now
08. Everyone Gets Everything They Really Want
09. Thieves And Whores
10. Broken Lines

Hljómsveitin skellti laginu Crucificion á netið í vikunni og er hægt að hlusta á það hér: