Efnisorð: Will Haven

Will Haven með kynningarbrot af tilvonandi plötu

Bandaríska rokksveitin Will Haven deildi nýverið kynningarbroti sem inniheldur tónlist af tilvonandi skífu sveitarinnar, en umrædd skífa hefur fengið nafnið Muerte (Dauði/Andlát) og verður gefin út í september á þessu ári. Á plötunni verður meðal annars að finna Stephen Carpenter, gítarleikara hljómsveitarinnar Deftones, en hann mun spila með sveitinni í laginu “The sun, en umrætt lag á víst að vera fyrsta smáskífa plötunnar.

Will Haven - WHVN

Will Haven – WHVN (1999)

Music For Nations –  1999
Pródúser Eric Stenmann

Þá er komið að því, plata númer tvö frá Sacramento bandinu Will Haven og allir bíða spenntir. Ég verð að segja að hér hefur átt sér stað akkúrat rétta þróunin frá síðustu plötu þessa bands, þar sem hún var alls ekkert svo spes (að mínu mati)… Allt og flöt fyrir minn smekk og skildi ég aldrei þetta “buzz” í kringum þá plötu.

Hér er strax komið miklu betra sánd, fjölbreyttari lög og bara allt betra, en þó ekki fullkomið. Það sem mér finnst einkenna þessa plötu eru brilliant riffarnir og treidmark hljómsveitarinnar, söngurinn.

En þótt að riffarnir séu oftast nokkuð brilliant þá eru þeir ansi oft keimlíkir, sem gerir það að verkum að lögin verða allt of lík á köflum, mættu vera fleiri lög eins og “Bored Miguel”. En eflaust eru margir sem eiga eftir að slefa yfir þessari plötu og skil ég það útaf mjög svo góðum lögum inn á milli. Það er nú allt gott og blessað en þetta er að sjálfsögðu bara mitt álit [þú segir ekki “Mr. reviewer” Birkir].

Toppar:
If She Could Speak
Slopez
Death Us Do Part
Bored Miguel

Stu

Will Haven – Carpe Diem (2001)

Revelation –  2001

Þriðja plata Will Haven hjá Revelation er besta plata þeirra til þessa.

Það er hljómurinn sem gerir hardcore-kennda rokktónlist Will Haven svo sérstaka og dásamlega heillandi. Hljómur þeirra er svo loðinn og teygjanlegur einhvernveginn í stað þess að þeir séu að rembast við að vera harðara en allir hinir. Gítarinn ómar, bergmálar og sveiflast milli hátalara og sækir jafnmikið í smiðju angurværra tóna og rífandi hráleika. Án þess að vera hraðir eru þeir drífandi og keyra upp stemningu innra með hlustandanum, svo fremi að hann eða hún sé komin á Will Haven bragðið á annað borð.
Þeir fíflast aðeins með rafhljóð í lögum eins og “BATS” án þess að láta það menga lagasmíðina sjálfa, hvað sem því líður að Revelation eru komnir í dreifingu hjá Music For Nations eru þeir ekkert að veiklast og söngröddin er jafn gróf og áður. Ég skil samt ekki afhverju þeir eru með léttklætt módel á kápunni. Ég hélt að það væri einkennismerki lélegra Black Metal banda.
Með Carpe Diem hafa strákarnir tekið allt það besta af fyrri plötum sínum; El Diablo og WHVN, og sett saman magnaða og heildræna plötu sem slær jafnframt út þeirra fyrri útgáfur í gæðum.

S.Punk

Will Haven

Meðlimir hljómsveitarinnar Will Haven vonast til að komast í hljóðver fyrir lok ársins til þess að taka upp nýtt efni, hér að neðan má lesa nokkur orð frá sveitinni:

We have been staying busy, we are working on a new will haven record, songs are being worked on and hope to record later at the end of the year, we will be playing at Hevy Fest in England in August which we are pretty excited about. Chris [Fehn] will be heading out with his Slipknot brothers this summer for the Rockstar Mayhem tour in the US. In the meantime we have a few side projects that we will be releasing while Chris is on tour. Anthony [Paganelli] has his band Horseneck which has just put out an EP and is playing shows. The other project features Jeff [Irwin], Adrien [Contreras] and Mitch [Wheeler] along with good friend Sean Bivins called Goodbye Black Sky. They will be recording in the next month and shortly after playing some shows. So thats the newest from here, keep an eye out for new music from the Haven boys.”

Will Haven

Nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar Will Haven, Voir Dire, verður gefin út á vínil í lok janúar á næsta ári. Útgáfan sem sér um vínilinn heitir Holy Roar Records og er áætlunin að gefa hana út í þremur útgáfum, þar á meðal delux pakningu í viðbót við litaðann vínil.

Will Haven

Hljómsveitin Will Haven er á fullu að undirbúa nýtt efni fyrir sína næstu plötu. Meðlimir sveitarinnar höfðu eftirfarandi um málið:

“just a little update, we are back in the practice room and have been hard at work on the new record. We are playing the new songs over and over, making changes here and there and just getting them down tight. Seems like this record is taking forever but when we look back we are happy we are taking our time because the songs just keep getting better.

We will continue to write until we figure out our recording situation. Im hoping we will find out soon where we are going to do this record, quite a few options at the moment. The main thing is to just make this record as good as it can be and its definately on the right track, the heaviest darkest stuff I have ever heard. Some shows in the works and we will let you know when we get some dates together…”

Will Haven

Upprunalegur söngvari hljómsveitarinnar Will Haven hefur nú gengið aftur til liðs við bandið, en söngvarinn yfirgaf bandið seint árið 2007. Hér á neðan má lesa það sem bandið hefur um málið að segja:

“After a little time off and doing a few benefit shows for our brother Chi Cheng of the Deftones, we are back to work. As some of you may have seen Grady did join us for a few of the benefit shows we did for Chi and also an amazing show in San Francisco a few months ago. After those shows we had a few dicussions about will havens future and Grady expressed that he would like to be a part of it. So after working out details I am very happy to say that we are currently working on a new record with Grady handling the vocal duties. Jeff Jaworski will still be a big part of the band and helping with the writting process on the new record. So we are more than excited to be all working together on making an amazing record.

“We have been demoing a few songs and I can say that I could not be happier. We will continue to keep everyone up to date on when we expect to have a record out, hopefully in January next year or earlier. We may do one or two shows while we are working on the record so we will post them up when we figure out when and where; definately look for us to be in the Los Angeles area soon. That will most likely mark our first ‘official’ show with Grady. So we are more than excited to have Grady back with us, the time away has done him good because he is back with more rage than ever.”

Will Haven

Fyrir nokkru var það ljóst að hljómsveitin Will Haven hefur ákveðið að koma saman aftur! Í sveitinni eru upprunalegir meðlimir sveitarinnar Grady Avenell (söngur), Jeff Irwin (gítar), Mike Martin (bass) og Mitch Wheeler (trommur) og ætla sveitarmeðlimir að gefa út efni á næstunni. Sveitin er þessa dagana að semja nýtt efni og er von á því að sveitin sendi frá sér 5 laga EP plötu (ásamt nokkrum Bhliðar lögum). Eftir að hljóðversvinnu hefur verið lokið er áætlað að fara spila á nokkrum tónleikum, ef það fer allt vel þá mun hljómsveitin sjá hvort að haldið verður í stærri tónleikaferðalög.

Will Haven

Hljómsveitin Will Haven, mun senda frá sér DVD disk í apríl/maí mánuði. Á disknum (sem fengið hefur nafnið Foreign Films) veðrur að finna heilan helling af efni, Þar á meðal; heimildarmynd um tónleikasveitarinnar allt frá London, til Sydney og Tokyo til Bandaríkjanna. Á disknum verður einnig að finna upptökur af seinustu tónleikum sveitarinnar. Í viðbót við þetta verður myndbandið við lagið Carpe Diem og sýnishorn frá upptökum myndbandins. Einnig er von á því að fyrsta EP plata sveitarinnar verði endur-útgefin á sama tíma a Plastichead útgáfunni í bretlandi. Þar sem hljómsveitin hætti fyrir skömmu, þegar söngvari sveitarinnar ákvað að taka sér ótakmarkað frí frá sveitinni, hafa hefur restin af sveitinni ekki setið auðum höndum. Því að búast má við nýju efni frá þeim á næstunni. Sveitin hefur bætt við nýjum söngvara í viðbót við nýjan gítarleikara, en nánari upplýsingar um nýju meðlimi sveitarinnar verða birtar hér á harðkjarna um leið og þær berast. Hljómsveitin mun taka upp 4 laga demo á næstunni og búast má við fréttum af sveitinni fljótlega.