Efnisorð: Why not make today legendary

Why not? Make today legendary! safnplata komin á netið

Hljómasveitirnar World Narcosis, Dead Herring, Grit Teeth, Godchilla, Morð, Brött brekka og Brák hafa sent frá sér lag á nýrri safnplötu sem Why not? plötuútgáfan hefur gefið út.

Á disknum er að finna mikið af þeim hljómsveitum sem þykja sérstaklega áhugaverða í íslensku harðkjarna / þungarokks / neðanjarðar tónlistarstarfsemi og vonum við hér á Harðkjarna að þetta endi á vínil eða cd til að gera þetta að enn merkilegri útgáfu.

I adapt - Why not make today legendary

I adapt – Why not make today legendary (2002)

Gagnaugað –  2002
http://www.dordingull.com/iadapt

Fyrsti alvöru diskur hljómsveitarinnar hefur loksins litið dagsins ljós, og ég veit að margir aðdáendur sveitarinnar voru búnir að bíða mikið eftir að heyra eitthvað með sveitinni á plasti, ég að sjálfsögðu er einn þeirra. I adapt er ein af þeim hljómsveitum sem ná að halda uppi alveg gríðarlega góðri stemmingu á tónleikum, sem er oft erfitt að ná þegar komið er saman í hljóðver. Það virðist ekki hafa verið erfitt hjá bandinu því að þetta er alveg frábær diskur. Í fyrsta lagi plötunnar “Six feet under (but it is worth it)” heppnast vel gestasöngur Sigga Odds í blandi við I adapt kórinn sem mér finnst koma helvíti vel á þessum disk. Það er gaman að heyra þessi lög sem maður hefur all oft hlustað á á tónleikum, þau hljóma betur núna enda heyrir maður hljómfæraleik þeirra i adapt manna mjög vel á plötunni. Ekki ert verra að hafa Birki á trommunum, enda er hann einn af betri trommuleikurum landsins. Mér finnst þetta bara æðislegur diskur og vel samansettur. Mér finnst samt að sveitin hefði átt að reyna að gefa út “alvöru” í stað þess að gefa diskinn út á skrifanlegum disk, það kostar ekki mikið meira og verður bæði mun eigulegri gripur en áður. Þetta er samt örugglega besta íslenska útgáfa sem ég hef heyrt í langan tíma.

Valli