Efnisorð: Walter Schreifels

Quicksand með nýja plötu á þessu ári.- Uppfært

Bandaríska rokksveitin Quicksand sendir frá sér plötuna Interiors á þessu ári, en þetta er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan 1995, en hin stórkostlega “Manic Compression” var gefin út í febrúar það árið. Í hljómsveitinni eru engir viðvaningar, en í henni má finna þá Walter Schreifels (Gorilla Biscuits, Rival Schools ofl.), Tom Capone (Gorilla Biscuits, Handsome, Beyond, Bold, Shelter,Crippled Youth, ofl.) Alan Cage (Burn, Beyond) og Sergio Vega (bassaleikari Deftones). Á facebook síðu sveitarinnar má finna smá örlítið sýnishorn af því sem við má búast.

Uppfært: 15:00
Nýtt lag með sveitinni er nú komið í spilun á Spotify:

Vanishing Life með nýja plötu

Bandaríska rokksveitin Vanishing Life sendir frá sér nýja breiðskífu í nóvember mánuði með hjálp Dine Alone útgáfunnar. Platan hefur fengið nafnið “Surveillance” og þykir áfar áhugaverð þarð sem í sveitinni er að finna eftirfarandi einstaklinga:

Walter Schreifels (Quicksand/Rival Schools, etc.) – Gítar/söngur
Zach Blair (Rise Against) – Gítar
Autry Fulbright (…And You Will Know Us By The Trail Of Dead) – Bassi
Jamie Miller (Bad Religion, …And You Will Know Us By The Trail Of Dead) – Trommur

Hér að neðan má heyra lagið Realist af umræddri plötu