Efnisorð: Walls of Jericho

Walls of Jericho - All hail the dead

Walls of Jericho – All hail the dead (2004)

Trustkill/Roadrunner –  2004

Eftir að hafa beðið í nokkur ár eftir nýju efni frá Walls Of Jericho var er loksins komið að því! Hljómsveitin hafði hætt um tíma og var maður ekki viss að það kæmi nokkurntíman nýtt efni frá þessarri fersku hardcore/metalcore sveit Hljómsveitin sannar það með miklum krafti að ekki eru allar æðar dauðar í járni blönduðum hardcore heimi.

Þvílík byrjun á disk! Titil lag disksins All Hail the dead byrjar á sýrunugítarvæli og breytist yfir í skrímsli sem er ekki hægt að stoppa. Þvílíkar riffamaskínur! Þvílíkur kraftur! Að hlusta á hana Candace öskra með þessa vélbyssugítarriffa á bakvið sig er adrenalín kick sem fær ekki að slaka fyrr en næsta lag tekur við. Með There’s No I in Fuck you fylgir meiri oldschool fílingur meira eins og maður bjóst við að diskurinn myndi hljóma í heild sinni, sem er ekki fjarri lagi. Besta lag disksins að mínu mati tekur síðan við (A little piece of me) með vélbyssuriffum í bland við smá Slayer takta. A day and a thousand years er lag sem upprunalega var að finna á EP plötusveitarinnar og er nokkuð gaman að heyra þessa upptöku miðað við hvernig þetta hljómaði upprunalega, lagið er eins, nema hvað.. upptökurnar gera lagið miklu harðara og kjölfarið betra. Þetta er bara frábær diskur sem ég ráðlegg öllum að tékka á.

valli

Walls Of Jericho

Hljómsveitin Walls Of Jericho er núna að undirbúa nýtt efni fyrir sína næstu plötu, en sveitin gaf seinast út plötuna “The Bound Feed The Gagged” árið 2000. Nýja platan verður tekin upp í september mánuði og hefur platan fengið nafnið “All Hail The Dead”. Sveitin hætti starfsemi um nokkurn tíma, en ákvað að koma saman aftur (YESSS!!!) sem þykja afar góðar fréttir að mínu mati. “All Hail The Dead” er væntanleg í búðir í janúar á næsta ári, en þangað til ælar sveitin að fara í heljarinnar tónleikaferðalag ásamt Undying um evrópu og bandaríkin.

Walls of Jericho

Ekki nóg með að hljómsveitin Walls of Jericho sé komin saman til að spila á Hellfest hátíðinni núna í ár, heldur er áætlunin að taka þetta skrifinu lengra og taka upp nýja plötu í leiðinni. Hljómsveitin hætti í ágúst 2001, þrátt fyrir miklar vinsældir. Nýja platan verður að öllum tekin upp núna í sumar og jafnframt gefin út stuttu eftir það á Trustkill útgáfunni.