Efnisorð: vofa

Bell Witch tónleikar

Ameríska doom metal hljómsveitin Bell Witch heimsækir landið tuttugasta og áttunda nóvember næstkomandi og heldur tónleika á Gauknum. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi og þeir fyrstu á túr hljómsveitarinnar um Evrópu þar sem Bell Witch mun flytja síðustu hljómplötu sína, Mirror Reaper, í heild sinni undir myndverki sem Taylor Bednarz bjó til sérstaklega fyrir þessa plötu.

Hljómsveitin var stofnuð 2010 af Dylan Desmond og Adrian Guerra og saman tóku þeir upp tvær plötur, Longing og Four Phantoms, sem Profound Lore gaf út, áður en Guerra yfirgaf sveitina 2016 og Jesse Shreibman tók við kjuðunum.

Stuttu eftir brotthvarfið úr Bell Witch deyr Adrian Guerra og má segja að það hafi haft mikil áhrif á þá Desmond og Shreibman sem tóku Mirror Reaper upp nokkrum mánuðum síðar og inniheldur sú plata meðal annars upptökur af söng Guerra sem ekki var notaður þegar hljómsveitin tók upp Four Phantoms.

Hljómsveitirnar Bell Witch, Vofa og Heift spila á gauknum, miðvikudaginn 28. nóvember 2018 frá klukkan 20:30, en hægt er að nálgast miða á tix.is

Bölzer, Sinmara og vofa með tónleika á fimmtudaginn.

Fimmtudagskvöldið 3 ágúst næstkomandi verða haldnir tónleikar á Gauknum með svissnesku dauðarokksveitinni Bölzer, en sveitin er ein af mörgum erlendum hljómsveitum á Norðanpaunki í ár, og kvöldið fyrir hátíðina verður hitað upp með baneitruðum dauðarokkstónleikum á Gauknum.

Bölzer eru Íslendingum að góðu kunnir eftir að hafa spilað hér á Eistnaflugi 2014, en nú gefst höfuðborgarbúum tækifæri á að bera þá augum. Bölzer eru eitt stærsta nafnið í neðanjarðar dauðarokki í dag, en þeirra nýjasta plata “Hero” kom út í fyrra og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn. Bölzer eru rómaðir fyrir tónleika sína þar sem söngur, trommur og einn tíu strengja gítar framkallar stærri og þyngri hljóðheim en flest bönd gera með fullri liðsskipan, enda er ekkert til sparað í því að nýta hljóðkerfið til hins ítrasta. Óhætt er að lofa að þetta verði þyngstu tónleikar á Gauknum síðan Sleep.

Sinmara er ein helsta black metal hljómsveit landsins, en í kjölfarið á útgáfu þeirra fyrstu plötu “Aphotic Womb” árið 2014 hafa þeir verið iðnir við tónleikahald hér heima og erlendis. Sinmara gefur út nýtt MLP að nafni “Within the Weaves of Infinity” 24. ágúst., og mun túra fyrir þá plötu í desember ásamt I I, íslensku sveitinni Almyrkva og öðru tvíeyki að nafni Sortilegia.

Vofa er ný sveit sem hefur vakið mikla athygli á skömmum tíma fyrir þungan og biksvartan doom metal, en þeir spila einnig á Norðanpaunki í ár. Vofa er að taka upp sína fyrstu plötu um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á plötunna HERO hér að neðan:
.

Within the Weaves of Infinity: Sinmara