Efnisorð: Velvet Revolver

Velvet Revolver

Sala á Velvet Revolver hefst sunnudaginn 24 april í útibúum Íslandsbanka í Kringlunni og Smáralind kl 12.00.á hádegi.

Sala á landinu verður í Pennanum Akranesi og Vestmannaeyjum, Dagsljósi Akureyri, Hljomsýn Keflavík og Hljóðhúsinu Selfossi.Netsala verður á www.farfuglinn.is.

Egishöll verður skipt í tvennt, A og B svæði, A svæði verður á 6500 kr og B á 5500 kr. Mínus hitar upp, seinni upphitunarhljomsveit tilkynnt síðar..

Velvet revolver

Það hefur verið staðfest að Mínus verður aðalupphitunar hljómsveit fyrir tónleika Velvet revolver sem haldnir verða í Egilshöll 7 Júlí 05. Mínus drengir hafa lengi þekkt Slash og félaga og var það einlæg ósk Velvet revolver að Mínus spilaði með þeim. Seinni upphitunarhljómsveitin verður tilkynnt síðar.

Velvet revolver munu stíga á stokk í þætti Jay Leno mánudaginn 10 april á Skjá einum. Þeir fengu nýlega Grammy verðlaunin sem besta Hard rokk performance sveitin, það er, bestir á tónleikum þannig að þeir ættu engan að svíkja.

Sala á tónleikana hefst 24 april en nánari upplýsingar koma seinna um það.

Velvet Revolver

Loksins hefur það verið staðfest að fyrrum meðlimir hljómsveitarinnar Guns N’ Roses (þeir Slash, Duff McKagan og Matt Sorum) séu komnir með söngvara. Að vísu vissu það flest allir að söngvarinn sem um er að ræða er Scott Weiland, söngvari Stone Temple Pilots. Hljómsveit þeirra drengja hefur fengið nafnið Velvet Revolver.