MSK Records – 1999
Pródúsað af hljómsveitunum sjálfum
Loksins er diskurinn, sem ég er búinn að bíða eftir í allt sumar, kominn út. Flest allir sem lesa þessar síður kannst við þessi bönd, og segja má að þetta sé brot af því besta. Það eina sem vantar á diskinn eru fleiri lög og jafnvel bönd eins og mínus, vígspá og muffan, en það verður örugglega bætt upp síðar. En að disknum sjálfum:
Fyrsta lagið er með hljómsveitinni Bisund og er þetta lag alveg einstaklega flott, og gaman að eiga þetta á plasti loksins eftir að hafa hlustað á bandið spila þetta á tónleikum. Lag númer á 2 disknum er með Brain Police, og hafði ég aldrei áður heyrt í þessu bandi, en djöfull vona ég að ég muni fá að sjá þá á tónleikum því að þetta er eðal efni sem þeir eru með á þessum disk. Ég hafði heldur aldrei heyrt í Toy Machine áður, en “happy when you cry” er ekki nærri því eins gott og “i still don’t know you” sem er seinna lagið þeirra á disknum. Það er lag er alveg drullu flott og ég vona bara að það fái einhverja spilun í útvarpi (X-inu) því að ég ímynda mér að það hinn venjulegi X hlustandi eigi eftir að fíla það lag í botn. Shiva eru þarna með 2 lög að sinni einstöku snilld og eru líklegast best uppteknu lögin á disknum ásamt því að vera drullu góð metal lög, að heyra svona metal fluttan af íslensku bandi fær mann til að líða alveg einstaklega vel. Að vísu má segja að Brain Police sé með fullkomna upptöku líka. Soundið hjá þeim er hrátt og fallegt og hæfir þeim einstaklega vel.
Krummi söngvari Mínus syngur sem gestasöngvari í 2 lögum á disknum. Fyrra lagið skiptast hann og Aggi sögnvari Bisund að öskra af sinnu einstöku snilld í “Partý Hér”. Krummi syngur einnig með Brain Police í laginu “Iron Mask Finger” og má segja í einu orði að það lag sé FRÁBÆRT.
Shiva taka svo við með sitt besta lag Scarred og eftir það er einstakur bónus fyrir rokkaðdáendur, því að gamli sorinn (Sororicide) fá þann heiður að ljúka þessum disk með lagi sem þeir tóku upp fyrir löngu síðan en var aldrei gefið út. Þetta er drullu flott lag.
Best er að hlusta á diskinn hátt, til að njóta hans sem best, frábært framtak og vel þess virði að borga 1500 fyrir þessa hágæða tónlist.
Toppar:
BrainPolice
Bisund
Shiva
Sororicide
Toy Machine
(hvernig í anskotanum á ég að geta valið hvað er toppurinn á þessum disk?)
valli