Efnisorð: valli

Every Time I Die spila í Reykjavík í Nóvember! (FRESTAÐ)

Bandaríska harðkjarna hljómsveitin Every Time I Die kemur fram á Húrra ásamt Muck og Mercy Buckets áður en þeir snúa til Bandaríkjanna eftir tónleikarferðalag um Bretland með Muck. Alls eru 13 tónleikar bókaðir í Bretlandi og þar af þrennir í London og er nú þegar uppselt á þá alla og er að seljast upp á afganginn af tónleiknunum.

Hljómsveitin Every Time I Die var stofnuð árið 1998 í vesturhluta New York fylkis og hefur hljómsveitin gefið út 7 breiðskífur, fyrsta breiðskífa sveitarinnar Last Night in Town kom út árið 2001 og vakti mikla athygli og lukku meðal harðkjarna aðdáenda hér á landi. Síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar From Parts Unknown kom út í júlí 2014 og er þeirra besta útgáfa hingað til.

https://tix.is/is/event/1298/every-time-i-die/

Logn – Í sporum annarra

Hljómsveitin Logn var að senda frá sér nýja plötu sem ber nafnið „Í sporum annarra”.
Logn hefur starfað með hléum síðan um haustið 2008 og hefur sent frá sér nokkrar sjálfstæðar útgáfur. „Í sporum annarra” er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, en hljómsveitin spilar tilraunakennt þungarokk sem brúar bilið milli harðkjarna, svartmálms og dauðarokks.

Viðfangsefni plötunnar er einhverskonar samansafn texta sem snerta með einum eða öðrum hætti á samkennd, bæði persónulegri og almennri. Slæmri lífsreynslu nákominna, misskiptingu lífsgæða í heiminum og einnig hinum verstu hliðum mansins sem krauma á ólíklegustu stöðum.

Útgáfutónleikar verða auglýstir síðar en þar til að því verður mun sveitin spila á
tónlistarhátíðinni Norðanpaunk á Laugabakka um Verslunarmannahelgina.

Plötuna má nálgast endurgjaldslaust á www.logn.bandcamp.com

Hatebreed - The Rise of brutality

Hatebreed – The Rise of brutality (2003)

Universal/Stillborn –  2003

Þegar Perseverance var gefin út í fyrra voru 5 ár frá því að hatebreed höfðu áður sent frá sér efni. Sem betur fer var ekki endurtekning á þessarri bið og hefur hljómsveitin núna sent frá nýja plötu tæpu ári seinna. Að mínu mati er “The Rise of brutality” beint framhald af Perseverance, og þar að auki gott framhald. Að vissu leiti minnir platan mann frekar mikið á seinustu afurð sveitarinnar, en samt án þess að vera bein afritun af henni, en trúið mér ég ætla sko ekki að kvarta yfir því. Afhverju ætti bandið að fara breyta sér eitthvað, þeir eru fullkomnir eins og þeir eru, “If its not broken don’t fix it!”, Ef það væri eitthvað vandamál þá væru hljómsveitir eins og Iron Maiden og slayer lögnu dauðar.

Nokkur lög á plötunni standa fram úr að mínu mati, til að mynda lagið Doomsayer, sem inniheldur einn svakalegasta breakdown kafla í sögu sveitarinnar, Your doom awaits you..” Lögin Beholder of justice og This is now og í rauninni öll lögin (eins og á fyrri plötum sveitarinnar) eru eitthvað sem heldur manni við í gegnum allan diskinn. Það er óskup lítið sem ætti að koma á óvart á þessarri plötu, bara hatebreed eins og þeir gerast bestir.

valli

Face Tomorrow - The Closer You Get

Face Tomorrow – The Closer You Get (2004)

Reflections Records –  2004
http://www.facetomorrow.net

Hvað gerist þegar maður setur hljómsveitirnar Muse og Tool saman í einn kassa og reyndir að skapa eina heild.. án þess að þurfa að hugsa um það eitthvað nánar þá held ég að svarið sé Face Tomorrow, á þessum nýja disk má samt heyra ný áhrif sem eru kannski nær Placibo og meisturum Far. Þessi plata sveitarinnar, eins og fyrra efni er ákaflega grípandi og skemmtilegt. Samt sem áður heyrir maður mikla framför hjá sveitinni og þessi plata mun betur unnin á allan hátt og hafa lagasmíðar sveitarinnar farið fram hvað mest.

Ég hlusta ekki mikið á útvarp, og þá sérstaklega útaf því að tónlist á öldum ljósvakans er ekki mitt áhugamál, en af og til koma hljómsveitir sem standa uppúr og allir taka eftir. Hljómsveitin Face Tomorrow gæti vel verið ein af þessum sveitum sökum þess að þessi diskur sveitarinnar (The Closer You Get) er eitthvað sem höfðar til mun stærri hlustendana en okkur harðhausana sem viljum sem mestann hávaðann.

Tónlist sveitarinnar er gítardrifin rokk tónlist sem ber nokkur merki áhrifavalda sveitarinnar. Það fer ekki á milli mála að sögvari sveitarinnar er góður söngvari og restin af sveitinni tel ég vera vel spilandi tónlistarmenn. Það er fullt af lögum á þessum disk sem eru rosalega góð, en að mínu mati standa lögin My World Within og Paralysed framar öðrum. Þetta er ung sveit og ég býst við miklu af þessarri sveit í framtíðinni.

valli

Biohazard - Reborn in Defiance

Biohazard – Reborn in Defiance (2012)

Nuclear Blast –  2012

Ég byrjaði að fylgjast með hljómsveitinni Biohazard árið 1992, þá staddur í Breiðholtinu fullur af stolti, pungsvita og síðu hári. Því má gera ráð fyrir að þessi dómur minn sé svolítið smitaður af mér sem fylgimanni sveitarinnar og miklum áhugamanni um harða tónlist frá New York borg. “Reborn in Defiance” markar mörg tímamót í sögu sveitarinnar, þetta er endurkomuplata sveitarinnar, en sveitin hætti starfsemi árið 2005. Sveitin kom saman aðeins þrem árum eftir það en í þetta skiptið voru allir upprunalegir meðlimir sveitarinnar komnir aftur á kreik. Eftir að hafa sagt skilið við upprunalegan gítarleikara sveitarinnar árið 1994 gaf sveitin út 5 þrælfínar skífur, en fólk hefur alltaf að leita að upprunalega hljómnum, þessarri hráu, taktföstu, öskurröppuðu, hardcore blönduðu tónjöfnu sem gerði sveitinni kleypt að selja milljónir breiðskína í nafni Brooklyn hverfsins í New York. Hefur þeim tekist að ná því fram með Reborn in Defiance?

Platan hefst á innslagi sem virðist vera vísun í titil plötunnar, en í þessu innslagi virðist vera vitnað í fortíð sveitarinnar og sögu hennar með einhverjum hrærigraut af fyrra efni eða einhverju slíku, því næst fylgir dauðatónn sjúkrahústækja. Platan springur svo í gang með laginu Vengance Is Mine sem hljómar eins og uppfærð útgáfa af efni Urban Discipline (þeirra besta efni) og því væntanlega ekkert nema gott í minni bók. Ég náði þessarri tengingu ekki fyrr en ég hlustaði fyrst á þessa plötu í heyrnatólum. Frá þessu frábæra lagi fer platan yfir í melódískari tóna lagsins Decay, sem gæti verið þeirra tilraun að ná til almennings, en þrátt fyrir léttari lagasmíði er mikið af Biohazard í laginu, fyrsta almennilega tilfinningin að Bobby Hambel sé komið í bandið heyrist í gítarsóló lagsins. Lagið sem greip mig strax í upphafi, Reborn, tekur við og bíður upp á allt sem gott Biohazard lag hefur: hraðinn og hráleikinn (ala Mata Leo) með smá poppívafi. – Frábært lag í alla staði. Maður heyrir vel í þessu lagi þroskan sem sveitarmeðlimir hafa gengið í gegnum þessi 20 ár, þó ekki nema bara líkamlega, þar sem raddsvið Billy G. hefur breyst gríðarlega mikið.

Gamla Biohazard grúvið er enn til og einnig fyrirfinnst í flestum lögunum, allt frá þessum rólegri og yfirveguðu lögum yfir í þessi harðari og grófari. Í fortíð sveitarinnar er líka til svo mikið af tilraunarstarfsemi, hvort sem það sé hipp hopp eða píanó, og sveitin nýtir sér sína reynslu á þeim sviðum til hins ýtrasta, nema hvað hér virðist það bara passa sveitinni einstaklega vel (ekki að það hafi ekki gert það áður). Mikið svakalega er líka gaman að heyra svona færan gítarleikara setja sína mynd á lögin með fyrirferðamiklum gítarsólóum hér og þar í lögunum, svona án þess að vera þreytandi eða yfirþyrmandi.

Það er heill hellingur af vel heppnuðum lögum á þessarri plötu, lög sem munu heilla alla sanna aðdáendur sveitarinnar. Þetta er platan sem átti að koma út strax á eftir Mata Leo eða New World Disorder. Platan er betri en ég þorði að vona, og hún batnar við hverja hlustun. Ég get því gert lítið annað en brosa út að eyrum á meðan ég loft-tromma, og loft spila öll hljóðfæri sveitarinnar en ætli sveitin hitti ekki beint í mark.

Þegar yfir heildina er litið er lítið hægt að segja annað en að sveitin hafi fullkomnað verkið með þessarri endurkomu. Það er því leiðinlegt að Evan Seinfeld bassaleikari og annar söngvari sveitarinnar hafi hætt í sveitinni strax eftir að upptökum lauk, því að með þetta efni í fartöskunni geri ég ekki ráð fyrir öðru en að sveitin geti haldið áfram að gleðja gamla kalla eins og mig. Frábær plata í alla staði.

Valli

Pearl Jam - Lost dogs

Pearl Jam – Lost dogs (2003)

Sony –  2003

Fyrir stuttu kom út tvöfaldur safndiskur frá hljómsveitinni Pearl Jam. Á þessum disk er að finna stóran hluta af þeim lögum sem erfitt hefur verið að nálgast (tildæmis lög úr kvikmynum, af B-hliðum smáskífa, og margt áður óútgefið efni). Ég hef verið lengi mikill Pearl Jam aðdáandi og tel mig vera það alveg frá upphafi sveitarinnar. Á sínum tíma var ég líka mikill safnari af efni með þeim og downloadaði/safnaði öllu efni sem ég mögulega fann með sveitinni. Þetta nýja safn sveitarinnar er að mínu mati eitt besta safn af svona upptökum sem ég hef komist yfir. Ég á að vísu hluta af þessu á smáskífum og safnplötum, en það er rosalega gott að eiga þetta á svona flottum disk. Það kemur mér á óvart að að mikið af þessum lögum hafi ekki endað á alvöru plötum sveitarinnar, því að sum laganna eru bara svo rosalega vel gerð og bara í alla staði frábær. Lög eins og Yellow ledbetter (sem var í myndinni Singles), Alone, Brother, Last Kiss (sem sló í gegn á sínum tíma og er vinsælasta lag sveitarinnar frá upphafi, þó svo að þetta sé bara coverlag) gera þennan disk svo einstaklega góðann, ekki talandi um að á diskunum er að finna 30 lög (plús 1 auka falið lagi.

Með disknum (sem er pakkaður inn í mjög flott digipack hlustur) fylgir líka góður bæklingur um lögin. Þar eru tilvitnanir í sveitarmeðlimi, þar sem talað er um eða sagt er frá lögunum á einhvern hátt. Mér fannst gaman að lesa hvernig lagið Bee Girl varð til og hvernig það var tekið upp (en spilaði þetta lag á sínum tíma mjög mikið, en ég átti það á Bootlegdisk). Ekki er það verra að eftir að hafa hlustað á þessa diska samfleitt líður mér bara nokkuð vel, eins og ég sé að heimsækja hluta af síðstaliðnum 10 árum eða svo. Það er eins og ég fari á eitthvað nostalgíu tripp við þetta. Á disknum getur maður nokkurvegin fylgt þróun sveitarinnar frá byrjun til dagsins í dag, og er skemmtilegt að heyra muninn frá lögunum sem þeir sömdu í byrjun ferilsins og lögunum sem þeir semja í dag… ætli þroski sé ekki svarið þar? Ef þú ert Pearl Jam aðdáandi þá er þessi diskur algjör skildueign.

Valli

Gavin Portland - IV: Hand In Hand With Traitors

Gavin Portland – IV: Hand In Hand With Traitors, Back To Back With Whores (2010)

We Deliver The Guts –  2010

Ein besta plata árins 2010 fór einhvernveginn fram hjá mér þegar hún var loksins gefin út, en ætli það sé ekki bara vegna þess að ég hafi hlustað á hana frá árinu 2008, en þá fékk ég ómasteraða útgáfu af gripnum. Að mínu mati var og er þessi plata tímamótaverk í Íslenskri rokk sögu. Grípandi og hörð í viðbót við að vera aðgengileg og ekki talandi um skemmtileg.

Upphafslag plötunnar er grípandi og kraftmikið, springur í gang með harðneskju, grófleika og þroska. Það er alltaf gaman að heyra svona sterka byrjun á disk, ekki talandi um disk sem rétt skríður yfir hálftíma markið. Við tekur eitt mest grípandi lag plötunnar, Lungs of Brass and leather, tvíraddað öskur og mikil vídd. Algjör synd að þessi lög seu ekki lengri til að njóta þeirra enn meira.. en kannski er það bara snilldin, ég vill meira. February og Dead Ends taka við áður en meistaraverkið Seven Coils heltekur mann með fáheyrðri snilld. Örugglega eitt af betri lögum sem samin hefur verið af íslenskum tónlistarmönnum; treginn og dramað í öskrunum söngvarans eru engu lík.

Eftir svona lag er mikilvægt að ná hlustendanum aftur á réttan kjöl, sem tekst afar vel með Holy Terror Hidden hand, grípandi bassalína í einstaklega grípandi lagi.

Þegar á heildina litið er ekki hægt að segja að þessi plata sé unnin unnin úr þeim skóla sem ég kem frá (hardcorelegaséð), en hún fullkomnar einhvernvegin hardcore tónlist og fjölbreytileikann sem hardcoreið getur boðið upp á, en orðið fjölbreytni og orka eru eitthvað sem standa upp úr á plötunni.’

Magnaður gripur frá upphafi til enda.

Valli

Each Passing Moment - Let her sleep no more

Each Passing Moment – Let her sleep no more (2003)

Forsaken Recordings –  2003
http://www.eachpassingmoment.com/

Það getur verið einstaklega gaman að flakka um á netinu að leita að nýrri tónlist. Í einum af þeim skiptum var ég það heppinn að finna mp3 skrá með hljómsveitinni Each Passing Moment. Frá þeirri stundu varð ég gjörsamlega “húkkt” og því ákvað ég að fjárfesta í disk sveitarinnar. Eitthvað sem ég sé alls ekki eftir þar sem þessi 5 laga diskur er búinn að gera mig að þvílíkum aðdáanda. Á límmiða sem finna mátti á disknum stóð að þetta væri diskur fyrir þá sem fíla bönd á borð við Chimaira, Bleeding Through, Unearth eða Darkest Hour, og ætli það sé ekki bara mjög góð lýsing á tónlist sveitarinnar. Kannski svona metalcore með brjálæðum breakdownköflum (eða Valla köflum eins og vinir mínir kalla það). Fyrsta lagið á þessum disk er svo gott að ég á það til að missa stjórn á mér stundum þegar ég er að hlusta á það, en það er einmitt fyrsta lagið sem ég heyrði með þessu bandi. Do you know what nemesis means? og killer breakdown kafli.. vá svona á sko að gera þetta. Restin af plötunni stendur líka vel undir væntingum. Það kemur mér samt á óvart að í bandinu er hljómborðsleikari, en maður er ekki vanur slíku í svona böndum. Því oftar sem ég hlusta á þennan disk því betri finnst mér hann og mér fannst hann frábær í fyrsta skiptið sem ég hlustaði á hann.

valli

Logn - Í fráhvarfi ljóss

Logn – Í fráhvarfi ljóss, myrkrið lifnar við (2011)

Logn –  2011

Hljómsveitin Logn var stofnuð árið í október árið 2008 og aðeins nokkrum mánuðum síðar var fólk farið að taka vel eftir sveitinni, sökum dugnaðar og orku sveitarmeðlima. Þetta kemur manni nú ekkert sérstaklega á óvart þar sem sveitarmeðlimir eru ungir og eiga framtíðina fyrir sér. En tímarnir breytast og fólkið með og er gaman að heyra muninn á þeim frá því að ég heyrði fyrst í þeim snemma árið 2009.

Upphaf þessarrar breiðskífu gefur manni sterka mynd af þjóðfélaginu eins og við þekkjum það í dag. Skífan hefst á laginu klofnun sakleysis og er um leið nokkuð átakanleg byrjun á grófri og dimmri ferð um hugarástand þjóðarinnar. Strax í upphafi heltaka textar sveitarinnar mig, ljóðræn og grípandi hæfni textahöfundar kemur af stað tilfinningaflæði og fær mann til að finna fyrir umfjöllunarefninu. Eftir rólega og angurværa byrjun hefst hraðinn og ljótleikinn, en á yfirvegaðan og afar grípandi máta. Svarthvítt siðferði hljómar eins og bein lýsing útrásarvíkingum og viðhorfi landands til þeirra, en það er að minnstakosti mín túlkun á textanum. Blóðormar er að mínu mati mest grípandi lag plötunnar, hljómar eins og afsteypa hráleikans sem finna mátti í gömlu harðkjarnasenunni fyrir all mörgum árum. Taktfast og grípandi og í alla staði frábært lag.

Það er ekki mikið um gleði og upplífgandi texta á plötunni, það blandað við hráleikann og hraðann sem hljómsveitin býður upp á ætti ekki að koma á óvart þar sem platan beri nafnið “Í fráhvarfi ljóss, myrkrið lifnar við”. Ekki lifnar gleðin yfir plötunni þegar Salt í sárin fer í gang, en það lag nær samt einhvernveginn anda plötunnar, gráturinn og eymdin. Það er nokkuð upplífagandi að þegar hávaðinn og öskrin byrja á ný, þrátt fyrir að sungið sé um rotinn persónuleika og ljótleika manneskjunnar. Þegar á heildina er litið tel eg þetta einn af bestu diskum ársins í fyrra, frábær og hrár í alla staði. Ég er bara hissa, þessi plata kom mér bara virklega á óvart.

Það er nú varla hægt að tala um þennan disk án þess að minnast á umgjörðina, því að hún er einstaklega vel gerð og vel heppnuð. Myndskreyting, frágangur og umbort með allra besta móti.

Valli

World Narcosis - World Narcosis

World Narcosis – World Narcosis (2011)

Eigin útgáfa –  2011
http://worldnarcosis.bandcamp.com/

Íslenska hljómsveitin World Narcosis sendi frá sér sýna fyrstu útgáfu í nóvember í fyrra og er afar ánægjulegt að svona ung hljómsveit sendi frá sér svona áhugaverða plötu á vínil formatti. Á plötunni er að finna 9 lög og er platan í held sinni rétt yfir 10 mínútur.

Líkt og aðrar hljómsveitir í þessum geira (powerviolence/grind og þannig háttar) spilar sveitin hröð, hörð og stutt lög. Oft á tíðum finnst manni þessi skipulagði glunduroði sem einkennir lög sveitarinnar nokkuð grípandi og þá sérstaklega í lögum á borð við Brainscam, sem er um leið upphafslag plötunnar. Það sem mér finnst áhugavert við þessa plötu er víddin í öskrum og hávaða. Það er gaman að heyra tví ef ekki þrírödduð öskur og virðist það ýta undir brjálæðina og grófleikann, ef ekki sársaukann í tónlistinni.

Það er eitthvað heillandi við þessa smáplötu sem ég efast ekki að fleiri en bara ég geti notið. Það er einnig augljóst að á meðan svona útgáfur eru mögulegar er enn von fyrir íslenska neðanjarðar tónlist.

Valli