Tag: Unsane

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu erlendu útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega ánægjulegt tónlistar ár og hefði veirð nokkuð auðvelt að safna saman lista yfir 100 bestu útgáfur ársins, en fólk yrði fljótt að hætta að nenna að lesa slíkan lista, og því látum við hefðbundin 20 útgáfna lista duga um sinn. Hér að neðan má sjá lista útvarpsþáttarins dordinguls og heimasíðunnar Harðkjarna á 20 bestu erlendu útgáfum ársins.

1. Code Orange – Forever
– Alveg frá því að þessi plata kom út var ég alveg viss um stöðu hennar á lista ársins. Frábær og fjölbreytt skífa frá byrjun til enda.
2. Axis – Shift
– Axis er ein af þessum sveitum sem fá mig til að trúa á hardcore tónlist, þessi sveit stígur ekki feil skref.
3. Pyrrhon – What Passes for Survival
– Hrein sturlun frá upphafi til enda.
4. Godflesh – Post Self
– Nostalgía án klisju eða klaufaskapar. Sérstaklega vel heppnuð plata frá Justin Broadrick og G. C. Green
5. Kublai Khan – Nomad
– Kom lítið annað til greina eftir að hafa hlustað á þessa drengi gjörsamlega rústa reykjavíkurborg þegar þeir spiluðu hér á landi núna í ár. Frábær skífa.
6. Pallbearer – Heartless
– Thorns er eitt af lögum ársins og ef plata með eitt af lögum ársins kemst ekki hátt á listann þá er hann ekki marktækur.
7. END – From the Unforgiving Arms of God
– Stjörnuband með stjörnuplötu, meðlimir Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted og Fit For An Autopsy með frábæra smáplötu.
8. Converge – The Dusk In Us
– Þessi plata á örugglega eftir að hækka enn meira í áliti því meira sem lítur á næsta ár, eins og við má búast. Titil lag plötunnar kítlar mig sérstaklega mikið.
9. Unsane – Sterilize
– Ein af þessum plötum sem maður getur ekki verið án, gerir árið betra.
10. God Mother – Vilseledd
– Harðkjarni frá Stokkhólmi, uppbyggjandi niðurrifsstarfsemi.

 

11. Body Count – Bloodlust
– Body Count kom örugglega flestum á óvart með gjörsamlega frábærri plötu, mikið af virkielga góðum lögum á örugglega bestu plötu sveitarinnar.
12. Left Behind – Blessed By The Burn
– Djúp og truflandi sagan á bakvið plötuna ýtir manni enn lengra inn í vonleysið og truflunina sem lífiði getur fært manni.
13. Mutoid Man – War Moans
– Hvað gerist ef maður hrærir saman Cave In og Converge meðlimum? Sönnunn á því að hægt er að syngja (ekki öskra) í þungarokki.
14. Amenra – Mass VI
– Ein af þessum hljómsveitum sem gerir ekki mistök, furða mig enn á því að þetta sé hljómsveit sem ekki allir þekkja.
15. Exhumed – Death Revenge
– Klassísk dauðarokksveit að gefa út plötu sem endar örugglega sem eitt þeirra besta verk.
16. Rancid – Trouble Maker
– Rancid spila pönk betur í dag en þeir hafa gert í áratug. Frábær plata.
17. Blood Command – Cult Drugs
– Norsk hljómsveit sem spilar sturlað popp í bland við harðkjarna og hávaða, afhverju er þetta ekki spilað í útvarpinu?
18. Mastodon – Emperor of Sand
– Enginn er árslisti án Mastodon.
19. Zao – Pyrrihc Victory
– Ég held að þeir gætu prumpað á plötu og ég myndi fíla það..
20. Iron Monkey – 9-13
– Eftirlifandi meðlimir í skítug fenið enn einusinni, stílhreint og ljótt.

Unsane – Lambhouse (2003)

Relapse –  2003
www.relapse.com

Það hlaut að koma að því. Löngu orðið tímabært að þetta cult-NYC band fengi almennilega “greatest hits” útgáfu. Sérstaklega í ljósi þess að það er býsna erfitt að nálgast efni þeirra. Og ég skal bara segja það strax að lagavalið á þessum disk er til fyrirmyndar og sýnir vel hversu megnugir þeir voru. Og til að auðvelda þetta fyrir ykkur, þá segi ég bara að ef þið hafið vott af áhuga á þessu bandi eða viljið fræðast um sérstakt, sóðalegt New York neðanjarðarband sem var algerlega sér á báti, þá er þessi diskur skyldueign! Oft eru greatesT hits diskar ekkert eins góðir og flestir segja þá vera til að kynna sér e-ð ákveðið band. En Lambhouse er alveg tilvalinn diskur fyrir slíkt. Þetta er sóðalegt, kalt og myrkt helvíti, framreitt á þungan, einfaldan og groovy hátt. Maður finnur skítalyktinu úr ræsum New York borgar, sér fyrir sér slagsmál á vafasömum samkomustöðum, sér fyrir sér skuggalegar persónur á villigötum. Ég man þegar ég sá þá spila árið 95. Ég skyldi ekki hvernig 3 gaurar gætu valtað svona yfir mig. Maður nötraði allur. Gleymi þessu aldrei. Eina sem ég finn af þessu magnaða safni lagi er að ég hefði viljað sjá fleiri lög af eftirlætisplötu minni Total Destruction. Og koverið. Jú að sjálfsögðu er það alblóðug mynd…votta ofbeldinu og dauðanum virðingu sína, smekklega. Enn og aftur. Líki af einhverjum óheppnum dúdda sem liggur í blóði sínu í einhverjum tröppum. Fallegur suddi.

Birkir

Unsane - Occupational Hazard

Unsane – Occupational Hazard (2004)

Relapse –  2004
www.relapse.com

Relapse fá prik í kladdann fyrir að endurútgefa plötur költ hljómsveitarinnar Unsane. Ég er nýbúinn að fjalla um Lambhouse plötuna sem var einskonar best off Unsane, þannig að endilega skoðið þau skrif til að fá nánari mynd af kuldarokksbandinu Unsane. Eins og áður segir er um þunga og skítuga tóna að ræða. Mid tempó valtara sudda sem er samt í föstum skörðum en grúvar mikið. Occupational Hazard er þeirra þektasta verk, dáð af stónerrokkurum, post hardcore hausum, fólki sem fýlar fráhrindandi tónlist o.s.frv. Fín plata en rís ekki eins hátt og t.d. Total Destruction sem er alger bomba og ef út í samanburð er farið þá átti Scattered, Smothered & Covered einnig fleirri toppa en hér heyrast. En það er ekkert grín að verða fyrir barðinu á lögum eins og “This Plan”, “Lead”, “Humidifier” og “Understand”. Umtalið lifir með þessum endurútgáfum. –Birkir

birkir