Efnisorð: twitter.com

Fear Factory – Genexus

Fyrsta sýnishornið af tilvoandi breiðskífu hljómsveitarinnar Fear Factory er komið á netið (og má sjá hér að neðan), en platan hefur fengið nafnið Genexus og verður gefin út í byrjun ágúst mánaðar.

Lagalisti plötunnar:
1. “Autonomous Combat System”
2. “Anodized”
3. “Dielectric”
4. “Soul Hacker”
5. “Protomech”
6. “Genexus”
7. “Church of Execution”
8. “Regenerate”
9. “Battle for Utopia”
10. “Expiration Date”
Aukalög á viðhafnarútgáfu:
11. “Mandatory Sacrifice” (Genexus Remix)
12. “Enhanced Reality”

Faith no more tvíta

Hljómsveitin Faith no more gerðist svo fræg nýverið að stofna Twitter reikning og hóf tilveru sína á miðlinum með eftirfarandi skilaboðum: “Endurkoman var skemmtileg, en nú er kominn tími til að vera örlítið skapandi.” Margt bendir til að sveitin sé að vinna að nýju efni, sem ætti að teljast mikið gleðiefni fyrir heiminn.

Eistnaflug 2012

Fyrst böndin á Eistnaflug árið 2012 hafa verið tilkynnt og eru það hljómsveitirnar I Adapt, Severed Crotch, Celestine og Vintage Caravan. All nokkur ár eru liðin frá því að hljómsveitin I adapt var lögð í gröf, og því teljast þessar fréttir ansi hressandi. Fleiri bönd verða tilkynnt á næstu dögum.

Strife með nýja plötu.

Hljómsveitin Strife er að undirbúa nýjar upptökur á nýrri breiðskífu og er áætlað upptökur hefjist í næstu viku. Hljómsveitin hefur fengið til liðs við sig fyrrum trommara hljómsveitarinnar Sepultura (og núverandi trommara Cavalera Conspiracy), Igor Cavalera, til að berja húðir á plötunni, en upptökurnar fara fram í heimalandi tommarans. Strife hefur ákveðið að vinna með pródúsernum Nick Jett, en nick þessi er einnig trommuleikari hljómsveitarinnar Terror og var áður meðlimur hljómsveita á borð við Carry On, S.O.S, Wings og Donnybrook og þess til viðbótar verður Matt Hyde (sem unnið hefur með sveitum á borð við Slayer og Hatebreed) til að mastera gripinn. Andrew Kline gítarleikari hafði þetta um plötuna að segja:

“This record is more along the lines of In This Defiance, but with a harder and a little more modern edge…”

Ekki er enn komið á hreint hvenær né af hvaða útgáfu platan verður gefin út af.

Eistnaflug

Þær hljómsveitir sem hafa áhuga á því að spila á helstu tónlistarveislu íslenkra rokkara þetta árið, Eistnaflugi, verða að hafa hraðann á því að umsóknarfresti er að ljúka. Eistnaflug verður haldið hátíðlegt þetta árið 12 – 14. júlí.

Fear Factory að taka upp demo

Hljómsveitin Fear Factory er þessa dagana að vinna að demo upptökum fyrir nýja breiðskífu. Seinasta breiðskífa sveitarinnar var gefin út í fyrra (Mechanize, 2010) og var það fyrsta breiðskífa sveitarinnar síðan árið 2002 með gítarleikaranum Dino Cazares, en sveitin hafði um tíð gengið í gegnum miklar mannabreytingar. Gera má ráð fyrir því að næsta breiðskífa sveitarinnar verði gefin út árið 2012.