Efnisorð: Tónleikar

Bölzer, Sinmara og vofa með tónleika á fimmtudaginn.

Fimmtudagskvöldið 3 ágúst næstkomandi verða haldnir tónleikar á Gauknum með svissnesku dauðarokksveitinni Bölzer, en sveitin er ein af mörgum erlendum hljómsveitum á Norðanpaunki í ár, og kvöldið fyrir hátíðina verður hitað upp með baneitruðum dauðarokkstónleikum á Gauknum.

Bölzer eru Íslendingum að góðu kunnir eftir að hafa spilað hér á Eistnaflugi 2014, en nú gefst höfuðborgarbúum tækifæri á að bera þá augum. Bölzer eru eitt stærsta nafnið í neðanjarðar dauðarokki í dag, en þeirra nýjasta plata “Hero” kom út í fyrra og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn. Bölzer eru rómaðir fyrir tónleika sína þar sem söngur, trommur og einn tíu strengja gítar framkallar stærri og þyngri hljóðheim en flest bönd gera með fullri liðsskipan, enda er ekkert til sparað í því að nýta hljóðkerfið til hins ítrasta. Óhætt er að lofa að þetta verði þyngstu tónleikar á Gauknum síðan Sleep.

Sinmara er ein helsta black metal hljómsveit landsins, en í kjölfarið á útgáfu þeirra fyrstu plötu “Aphotic Womb” árið 2014 hafa þeir verið iðnir við tónleikahald hér heima og erlendis. Sinmara gefur út nýtt MLP að nafni “Within the Weaves of Infinity” 24. ágúst., og mun túra fyrir þá plötu í desember ásamt I I, íslensku sveitinni Almyrkva og öðru tvíeyki að nafni Sortilegia.

Vofa er ný sveit sem hefur vakið mikla athygli á skömmum tíma fyrir þungan og biksvartan doom metal, en þeir spila einnig á Norðanpaunki í ár. Vofa er að taka upp sína fyrstu plötu um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á plötunna HERO hér að neðan:
.

Within the Weaves of Infinity: Sinmara

Angist tónleikar

Hljómsveitin Angist, sem ekki hefur spilað á tónleikum hér á landi í all nokkurn tíma, skellti nýverið mynd af sér á netið. Myndin er tekin af sveitarmeðlimum sjálfum á hljómsveitaræfingu og með myndinni fylgdi eftirfarandi texti: Sjáumst 10. júní, en þá spilar Angist ásamt sænsku hljómsveitinni Age of Woe á tvennum tónleikum hér á landi. (sjá nánari upplýsingar í tónleikar)

Sveitirnar mun ekki aðeins spila á Gauknum 10.júní, heldur  munu sveitirnar einnig spila í pakkhúsinu, Selfossi daginn eftir (11.júní) ásamt Future Figment og Gasoline Spill

Every Time I Die spila í Reykjavík í Nóvember! (FRESTAÐ)

Bandaríska harðkjarna hljómsveitin Every Time I Die kemur fram á Húrra ásamt Muck og Mercy Buckets áður en þeir snúa til Bandaríkjanna eftir tónleikarferðalag um Bretland með Muck. Alls eru 13 tónleikar bókaðir í Bretlandi og þar af þrennir í London og er nú þegar uppselt á þá alla og er að seljast upp á afganginn af tónleiknunum.

Hljómsveitin Every Time I Die var stofnuð árið 1998 í vesturhluta New York fylkis og hefur hljómsveitin gefið út 7 breiðskífur, fyrsta breiðskífa sveitarinnar Last Night in Town kom út árið 2001 og vakti mikla athygli og lukku meðal harðkjarna aðdáenda hér á landi. Síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar From Parts Unknown kom út í júlí 2014 og er þeirra besta útgáfa hingað til.

https://tix.is/is/event/1298/every-time-i-die/

MH, tónleikar

Hydropiocuz
Moussaieff
Mannamúll
Potentiam
Andlát
Forgarður Helvítis
Sólstafir
Betrefi

Hvar? 
Hvenær? 2001-01-18
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Fimmtudagskvöldið 18. janúar. Frá klukkan 19:30 til 23:30. Það kostar 400-500 kall inn og er ekkert aldurstakmark (miðast við framhaldskóla aldurinn).

Event:  
Miðasala: 

Tónleikar!!!

Þá styttist í stóru stundina, þar sem klukkan 18:00 opnar húsið á tónleikum sem enginn má missa af. Hljómsveitin Give Up the Ghost (áður þekkt sem American Nightmare) spilar þar í kvöld ásamt, Maus, I adapt, Andlát og DYS. ÞAÐ BARA GERIST EKKI BETRA! Þetta er eitthvað sem allir verða að kíkja á, og er þetta því tilvalinn hvíldartími fyrir ykkur sem eruð í prófum og komin með ógeð af bókunum.. Það er ekkert eins og góðir tónleikar til að eyða prófkvíðanum! Það kostar 1000 kall inn og ekkert aldurstakmark.. MÆTIÐ SNEMMA!

Tónleikar!

Jæja eins og þið ættuð öll að vita þá spilar hljómsveitin INSTIL (frá Hollandi) sína fyrstu tónleika í kvöld. Tónleikarnir verða haldnir á Grandrokk en hljómsveitirnar DYS og CHANGER munu einnig spila. Það kostar 800kr inn og það er 20 ára aldurstakmark. Daginn eftir (á morgun, laugardaginn 29. mars) veður svo haldið upp á afmæli dordingull.com með stæl. Hljómsveitin Instil mun þar spila á tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa, og verða þeir tónleikar haldnir í MIÐBERGI (Breiðholti). Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og munu hljómsveitirnar DENVER, I ADAPT og ANDLÁT einnig spila. Seinna um kvöldið er von á því öðru heljarinnar tónleikum á Grandrokk en þá spila hljómsveitirnar SÓLSTAFIR, DARK HARVEST (að sjálfsögðu í viðbót við INSTIL). Ég vona að sem flestir mæti og að sem flestir taki vini sína með sér svo að það verði nú vel mætt á þessa sérstöku tónleika.

Tónleikar

Fyrr í morgun skellti ég í gang upplýsinga síðu um tilvonandi tónleika hljómsveitarinnar Artimus Pyle hér á landi. Þetta er eitthvað sem þið verðið að kíkja á til að kynna ykkur bandið nánar. Þetta er mikilvægt! Endilega látið alla vita af þessum tónleikum svo að það verði örugglega vel mætt. Heimasíðu tónleikanna er að finna hér: http://www.dordingull.com/tonleikar Fljótlega verður að finna á sömu síðu nánari upplýsingar um tilvonandi tónleikaferðalag hljómsveitarinanr Instil hér á landi.