Tag: Today is the day

Today Is The Day: In The Eyes Of God endurútgefin með aukefni.

Hljómsveitin Today Is The Day mun endurútgefa meistarverkið In the Eyes of god á næstunni, en áætlaður útgáfudagur er 22.september. Í hljómsveitinni á þessum tíma voru þeir Brann Dailor (trommur) og Bill Kelliher (Bassi) meðlimir sveitarinnar í viðbót við Steve Austin, en þessir drengir eru meðlimir Mastodon í dag. Steve Austin í viðbót við Maor Appelbaum sáu um endurmasteringu á plötunni og fyrir áhugasama má heyra nýju útgáfurnar af Spotting A Unicorn, Possession og In The Eyes Of God hér að neðan:

Diskur 1 (Endur masteraðaðar útgáfur)
1. In The Eyes Of God
2. Going To Hell
3. Spotting A Unicorn
4. Possession
5. The Color Of Psychic Power
6. Mayari
7. Soldier Of Fortune
8. Bionic Cock
9. Argali
10. Afterlife
11. Himself
12. Daddy
13. Who Is The Black Angel
14. Martial Law
15. False Reality
16. The Russian Child Porn Ballet
17. The Cold Harshness Of Being Wrong Throughout Your Entire Life
18. Honor
19. Worn Out
20. There Is No End

Diskur 2
1. In The Eyes Of God (Demo)
2. Going To Hell (Demo)
3. Spotting A Unicorn (Demo)
4. Possession (Demo)
5. The Color Of Psychic Power (Demo)
6. Mayari (Demo)
7. Soldier Of Fortune (Demo)
8. Bionic Cock (Demo)
9. Argali (Demo)
10. Afterlife (Demo)
11. Himself (Demo)
12. Daddy (Demo)
13. Who Is The Black Angel (Demo)
14. Martial Law (Demo)
15. False Reality (Demo)
16. The Russian Child Porn Ballet (Demo)
17. The Cold Harshness Of Being Wrong Throughout Your Entire Life (Demo)
18. Honor (Demo)
19. Worn Out (Demo)
20. There Is No End (Demo)Today is the day - Live till you Die

Today is the day – Live till you Die (2000)

Relapse –  2000

Hérna er 15 laga safn af ýmsum upptökum frá hljómsveitinni Today is the Day sem samanstendur
mestmegnis af Steve Austin. Upptökurnar eru héðan og þaðan og koma allar skemmtilega út, einnig fyrir þá sem eru lítið eða ekki kunnugir Today is the day en fyrir þá/þær sem eru þegar búin að tattóvera logo þeirra yfir hjartastað og hafa aðlagað lífsstíl sinn þeim boðskap sem kemur fram í textunum er þessi diskur ómetanlegur.
Sum lögin eru af tónleikum, tekin upp hér og þar á túrum, tvö lög er tekin frá unplugged útvarpsuppákomu og flutt á kassagítar, bongó og lítið hljómborð. Ein þrjú af lögunum á plötunni eru ónýttur hluti af upptökum fyrir “In the eyes of God”, eitt lag er tekið af “Ripped Off”demoinu frá ’96 og annað er instrumental lag sem Steve Austin samdi til minningar um föður sinn. Svo eru rokkuð upp þrjú lög eftir aðra, m.a. “Why don’t we do it in the road” eftir Lennon og McCartney.
Tónleikaupptökurnar skila nokkuð vel kraftinum í tónleikunum og sumar aðrar upptökur koma til skila þeim sársauka sem óneitanlega kemur víða fram í lagasmíðum Steve Austin (t.d. í “Temple of the morning star” í útvarpsþættinum). Hann er greinilega mikill listamaður og óhræddur við að gera tilraunir eins og ein rafloopa sem hann átti einhversstaðar og skellir inní þetta safn og minningarlagið um föður hans sem hann tekur upp heima og er frekar minimaliskt og fallegt. Steve getur líka fíflast eins og heyrist á þessum útgáfum af bítlunum og unplugged útvarpsútgáfunum þar sem rifin rödd hans fær sérstaklega að njóta sín.

Hérna ætlar Valli að skella inn hnefa (ráðlegg þér að kíkja nánar á þennan)

Siggi Pönk

Today is the day - Kiss The Pig

Today is the day – Kiss The Pig (2004)

Relapse –  2004
www.relapse.com

Today Is The Day er stofnun. Stofnun sem er búin að vera starfandi í ára raðir og eru nokkuð sér á báti í geðveiki sinni og hafa náð að hræða og heilla undirritaðann oft og mörgum sinnum. Þeir virðast þó á Kiss The Pig, vera komnir heilhring. Fæ það einhvernveginn á tilfinninguna að meistari Steve Austin sé búinn að tæma vopnabúrið. Kiss The Pig er vissulega ein af mest brútal og ljótustu plötum TITD fyrr og síðar og mun gleðja þá sem kjósa öfugnuð í miklu mæli. Hins vegar er hún ekki eins spennandi og draugaleg og Temple Of The Morningstar. Heldur ekki eins vel útfærð og beitt sem In The Eys Of God. Þau eru ekki mörg lögin hér sem fá mig til að sperra eyrun og hlusta með athygli. Topparnir eru án efa “Outland”, “Don’t Tread On Hope” og “Bee’s Wax and Star Wars.
Austin er geðveikur og skósveinar hans á hraðri leið til helvítis.

Birkir

Today Is the Day

Black Market Activities útgáfan tilkynnti það nýverið að tilvonandi íslandsvinirnir í Today Is The Day hafi lokið upptökum á nýrri breiðskífu. Skífan hefur fengið nafnið “Pain Is A Warning” og er núþegar hafin hljóðblöndun á gripnum. Það er því von að sveitin geti spilað eitthvað af nýju efni á tónleikum sínum sér á landi í apríl. Von er því á nýrri breiðskífu frá sveitinni núna í ár.

Today is the Day

Hin fornfræga öfgarokksveit Today is the Day kemur loksins til íslands. Frægust er sveitin fyrir plötur sínar “Temple of the Morning Star” (Relapse, 1997) og “In the Eyes of God” (Relapse, 1999), en á þeirri síðarnefndu spiluðu Brann Dailior og Bill Kelliher, núverandi meðlimir Mastodon.
Um upphitun sjá hljómsveitirnar Klink, Momentum og Celestine, sem eru allar að koma úr mis löngum lævpásum, og frumflytja því nýtt efni á þessum tónleikum.

Nánari upplýsingar um þessa tónleika er að finna hér: http://www.hardkjarni.com/gigs/gig.php?n_id=1655

Today is the Day

Today is the Day,
Klink
Momentum
Celestine

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-04-02
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hin fornfræga öfgarokksveit Today is the Day kemur loksins til íslands. Frægust er sveitin fyrir plötur sínar “Temple of the Morning Star” (Relapse, 1997) og “In the Eyes of God” (Relapse, 1999), en á þeirri síðarnefndu spiluðu Brann Dailior og Bill Kelliher, núverandi meðlimir Mastodon.
Um upphitun sjá hljómsveitirnar Klink, Momentum og Celestine, sem eru allar að koma úr mis löngum lævpásum, og frumflytja því nýtt efni á þessum tónleikum.

Event:  
Miðasala: