Efnisorð: The Dillinger Escape Plan

Eistnaflug 2017

Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005. Þetta er innihátíð í Neskaupstað, vinalegum litlum bæ á Austfjörðum, sirka jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Aðra helgina í júlí tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistaraðdáendur hópast til Norðfjarðar að njóta lifandi tónlistar við bestu hugsanlegu aðstæður.

Þegar hafa eftirfarandi hljómsvetiri verið bókaðar: The Dillinger Escape Plan [USA] Neurosis [USA] Bloodbath [SWE] Sólstafir [ICE] Skálmöld [ICE] Dimma [ICE] Zatokrev [SWI] Sinistro [POR] Naga [ITA] Misþyrming [ICE] Innvortis [ICE] Morðingjarnir [ICE] Auðn [ICE] Churchhouse Creepers [ICE] Kronika [ICE] Kælan Mikla [ICE] Hubris [ICE] Cult of Lilith [ICE] Grave Superior [ICE] og Oni [ICE]

www.eistnaflug.is // www.facebook.com/EistnaflugFestival // @Eistnaflug

ÞAÐ ER 18 ÁRA ALDURSTAKMARK Á EISTNAFLUG OG MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER AFMÆLISDAGURINN ÞINN SEM GILDIR

Munum svo að það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!!!!

The Dillinger Escape Plan

Bandaríska rokksveitin The Dillinger Escape Plan sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Dissociation“ núna um miðjan október, en margt bendir til þess að þetta verði þeirra síðasta breiðskífa. Hér að neðan má heyra brot af nýju lagi sveitarinnar “Honey Suckle” en lagið verður að finna umræddri skífu:

Dissociation. 10.14.

A video posted by THE DILLINGER ESCAPE PLAN (@dillingerescapeplan) on

Tilvonandi breiðskífa The Dillinger Escape Plan þeirra síðasta?

Í nýlegu viðtali við tímaritið Noisey sagði gítarleikari sveitarinnar The Dillinger Escape Plan, Ben Weinman, að tilvonandi plata sveitarinnar, Dissociation, verði jafnfram loka útgáfa sveitarinnar og að sveitin muni væntanlega hætta eftir að tónleikaferðlögum tengdum útgáfunni líkur. Í viðtalinu minnist hann meðal annars á að á næsta ári haldi sveitin upp á 20 ára afmæli sitt sem hljómveit.

Hægt er að lesa viðtalið hér á heimasíðu Noisey:
http://noisey.vice.com/en_ca/blog/the-end-of-dillinger-escape-plan-ben-weinman-interview

Lagalisti nýju plötunnar er eftirfarandi:

01 – “Limerent Death”
02 – “Symptom Of Terminal Illness”
03 – “Wanting Not So Much As To”
04 – “Fugue”
05 – “Low Feelds Blvd”
06 – “Surrogate”
07 – “Honeysuckle”
08 – “Manufacturing Discontent”
09 – “Apologies Not Included”
10 – “Nothing To Forget”
11 – “Dissociation”

The Dillinger Escape Plan

Hljómsveitin Dillinger Escape Plan er þessa dagana að ljúka við að semja nýtt efni fyrir sína næstu breiðskífu. Plata þessi hefur fengið nafnið “Option Paralysis” og verður tekin upp af Steve Evettes, en upptökur hefjast væntanlega í lok ágústmánaðar. Þetta verður fyrsta útgáfa sveitarinnar á Party Smasher Inc, útgáfunni en útgáfan er í eigu sveitarinnar sjálfrar. Party Smasher útgáfan er undirfyrirtæki Season Of Mist útgáfunnar og ætti það því að tryggja sveitinni góða dreifingu.

The dillinger escape plan

Hljómsveitin the dillinger escape plan mun gefa út plötuna Miss Machine 20.júlí næstkomandi á Relapse útgáfunni.
01 – “Panasonic Youth”
02 – “Sunshine The Werewolf”
03 – “Highway Robbery”
04 – “Van Damsel”
05 – “Phone Home”
06 – “We Are The Storm”
07 – “Crutch Field Tongs”
08 – “Setting Fire To Sleeping Giants”
09 – “Baby¹s First Coffin”
10 – “Unretrofied”
11 – “The Perfect Design”

The Dillinger Escape Plan

Hljómsveitin The Dillinger Escape Plan skellti nýlega laginu “Panasonic Youth” á netið fyrir aðdáendur sveitarinnar. Lagið er tekið af tilvonandi plötu sveitarinnar “miss Machine” sem gefin verður út í lok júlí (í byrjun ágúst í evrópu). Á plötunni, sem pródúseruð er af snillingnum Steve Evetts, verður að finna eftirfarandi lög “Baby’s First Coffin”, “Bipolar Bear”, “Apollos Creed” og “Universal Beauty”. Til að hlusta á lagið, smellið á hér.