Efnisorð: The Devil wears Prada

The Devil Wears Prada - With Roots Above And Branches Below

The Devil Wears Prada – With Roots Above And Branches Below (2009)

Ferret –  2009
http://www.tdwpband.com/

Hér er á ferð þriðja breiðskífa kristnu metalcore sveitarinnar The Devil Wears Prada, og er þetta í annað skiptið sem ég skrifa um plötu sveitarinnar. Fyrir ykkur sem ekki þekkið þá er þetta ein fremsta metalcore sveit heimsins í dag og þykir afar vinsæl, eins og sjá mátti á sölutölum á þessarri breiðskífu þegar hún kom út.

Gallinn við sveitina er sá að hér er á ferð staðlað metalcore blandað með öskrum og söng til skiptis. Sveitin hefur náð að þróast nokkuð mikið frá fyrri plötu og er hér um að ræða mun þroskaðri útgáfu en það sem sveitin hefur sent frá sér áður. Bæði er platan þyngri og “dekkri” en fyrra efnið, meiri metall minna core og virðist það vera heppnast nokkuð vel. Eins og við má búast þá er lítið um nýjungar á plötunni, en það sem sveitin gerir er mjög vel gert.. það vel gert að ég fyrirgef sveitinni sönginn í flestum tilfellum… það er eins og gaurinn kunni að syngja (svona nokkurveginn), en samt sem áður er allt of mikið af svoleiðis rugli á plötunni. Einnig finnst mér hljómborðsleikari sveitarinnar koma með smá innlegg á plötuna sem gengur alveg ágætlega upp. Ég ætla nú ekki að vera of jákvæður með plötuna, (þrátt fyrir að vera besta plata sveitarinnar frá upphafi), því að hér er enn verið að tala um ofur staðlað metal”core”. Það verður spennandi að heyra hvort sveitin haldi áfram að þróast eins og hún hefur gert með þessarri breiðskífu og ætli maður haldi ekki því áfram að fylgjast með öðru auganu hvað sveitin gerir af sér næst.

Valli

The Devil wears Prada - Plagues

The Devil wears Prada – Plagues (2007)

Ferret –  2007
http://www.myspace.com/TDWP
http://www.ferretstyle.com

Það virðist vera eitthvað í vatninu þarna vestanhafs, en mikil bylgja af kristnu metalkor’i hefur verið að riðja sér til rúms þar í landi. Hljómsveitin The Devil wears Prada fellur undir þennan flokk hljómsveita, þó svo að textar sveitarinnar fjalli nú ekki beint um málefni trúarinnar… þó svo að þeir séu vissulega á andlegu nótunum (eins og við má búast við hljósmveit sem skilgreinir sig á þennnan máta). Hljómsveitin spilar Metalcore án þess að falla í venjulegar popp uppstillingar á lögum, segja má að hljómsveitin spili meira en bara hreint metalcore, heldur má á köflum finnan dýpri metal pælingar í viðbót við eitthvað allt annað… eins og emo eða eitthvað í þá áttina. Söngstíll söngvarans er allt frá háum öskrum niður til mun dýpri öskra, þetta blandast með stöðluðum öskurstíl metalcoresins og hreinum söng sem fylgir melódíu lagsins… eitthvað sem ég er þekktur fyrir að lítill aðdáandi af, munurinn er bara að þeir gera þetta betur en aðrar sveitir og verð ég að gefa þeim smá kredit fyrir það (nema að ég sé bara farinn að vera svo gamall að ég sé farinn að fíla eitthvað af þessu rugli?). Efni sveitarinnar er eitthvað fyrir aðdáendur sveita á borð við Norma Jean og As I Lay Dying, á meðan aðrir kunna að finna eitt og eitt lag til að geta ruggað sér yfir. Fínt rokk, en skilur lítið eftir sig (ja nema andlega fyrir kristna fólki).

valli

The Devil Wears Prada

Hljómsveitin The Devil Wears Prada heldur í hljóðver í næsta mánuði til þess að hefja upptökur á þeirra fyrsu plötu fyrir Roadrunner útgáfuna. Áætlað er að upptökur hefjist 22. apríl og hefur Matt Goldman verið fenginn til vinna að plötunni á meðan Adam Dutkiewicz áætlar eitthvað að hjálpa til. Von er á að platan verið gefin út næsta haust.

The Devil Wears Prada

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar The Devil Wears Prada, With Roots Above and Branches Below, seldist í 30 þúsund eintökum fyrstu vikuna eftir útgáfu. Þetta telst ansi góð sala fyrir svona lítið metalcore band, ekki síst kristilegt metalcore band. Þessi góða sala færði sveitinni 11. sætið á bandaríska top 200 Billboard listanum.