Efnisorð: The Acacia Strain

The Acacia Strain kynna nýtt lag: Big Sleep

Bandaríska deathcore sveitin The Acacia Strain sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Gravebloom í lok júní mánaðar, en platan verður gefin út af Rise útgáfunni. Sveitin hefur um leið skellt laginu Big Sleep á netið, en í laginu má einnig heyra í söngvaranum Matt Honeycutt sem syngur í hljómsveitinni Kublai Khan.

Lagalisti plötunnar:
01. Worthless
02. Plague Doctor
03. Bitter Pill
04. Big Sleep
05. Grave bloom
06. Abyssal Depths
07. Model Citizen
08. Calloused Mouth
09. Dark Harvest
10. Walled City
11. Cold Gloom

The Acacia Strain ljúka upptökum á nýrri skífu

Bandaríska deathcore bandið The Acacia Strain er langt komin með upptökur á nýrri breiðskífu, en eins og Body Count hefur sveitin fengið Will Putney (Thy Art Is Murder, Body Count) til að pródúsera plötuna. Vincent Bennett, söngvari sveitarinnar, sagði nýverið frá því á twitter að hann hefði lokið upptökum á söng sem þýðir væntanlega að ekki sé mikið eftir þar til gripurinn sé tilbúinn.

The Acacia Strain - The Dead Walk

The Acacia Strain – The Dead Walk (2006)

Prosthetic Rec. –  2006
http://www.theacaciastrainmusic.com/

Með það að takmarki að semja eins þunga tónlist og hægt er vekur strax áhuga minn á hljómsveitinni Acacia Strain. Þetta er þriðji diskur sveitarinnar, en sveitin fékk nokkuð mikla athygli fyrir seinasta diskinn sinn “3750” þar sem þá var að finna í sveitinni 3 gítarleikara. Í þetta skiptið eru þeir bara 2 en ekki virðist það hafa nein áhrif á útkomuna. Hljómsveitin spilar ofsafengið og gróft metalcore sem minnir mig á köflum á blöndu hljómsveitanna Disembodied og Blood has been shed + downtune’aðir gítarar og vel staðsett breakdown. Söngvari sveitarinnar er heldur ekkert að slaka á á þessum disk og skiptir vel á milli venjulegrar metalcore öskur raddar (sem eru áberandi vel heppnuð) og dýpri öskra sem geta alveg örugglega fengið jörðina til að skjálfa undan álagi. Fyrir fólk sem fílar gróft og einfalt metalcore þá er þetta málið, einnig er þetta málið ef þú vilt losna við mikla innbyrða reiði eða bara vilt refsa nágrönnum sem þú þolir ekki (spila hátt snemma á laugardagsmorgun).

Á þessum disk fékk hljómsveitinn Adam Dutkiewicz (gítarleikara Killswitch Engage) til að pródúsera gripinn og virðist það hafa verið góð hugmynd, þar sem það er ekker hægt að setja út á hljóminn á þessum disk frekar en diskinn sjálfan í heild sinni. Það er mikið af góðum lögum á disknum, en þau sem standa uppúr þegar ég skrifa þetta eru “Burn Face”, “As if set afire” og “Predator; Never Prey”, en sá listi getur verið allt annar ef ég er spurður á morgun.

valli

The Acacia Strain

Í byrjun janúar mánaðar á næsta ári er von á tónleikamynddisk frá hljómsveitinni The Acacia Strain. Efnið hefur núþegar fengið nafnið “The Most Known Unknown” og eru upptökurnar frá tónleikum sveitarinnar Worcester í Massachusetts fylki. Í viðbót við tónleikaupptökurnar verður á disknum að finna heimildarmynd um sveitina.