Efnisorð: Svavar

Emmure-bræðurnir hættir

Ekki virðist Amerísku sveitinni Emmure ganga vel þessa dagana en fréttir herma að trommuleikarinn Joe Lionetti og gítarleikarinn Ben Lionetti hafi hætt í sveitinni og séu farnir heim af yfirstandandi tónleikaferð sveitarinnar.

Ekki er orðið ljóst hvort og þá með hverjum sveitin muni klára tónleikaferðalagið en búist er við fréttatilkynningu fljótlega.

Palmprint In Blood hættir

Íslenska metalcore sveitin Palmprint In Blood hefur nú ákveðið að segja þetta gott, og er hætt.

Í samtali við Harðkjarna segja meðlimir að þetta hafi einfaldlega verið orðið þreytt og að bandið hafi bara ekki átt meira inni.

Meðlimir sveitarinnar eru þó ekki dauðir úr öllum æðum því Aron gítarleikari er á fullu að semja nýtt efni með Embrace The Plague og Svavar trommuleikari gekk nú á dögunum til liðs við strákana í Dormah.

God Seed

God Seed, sem inniheldur fyrrum Gorgoroth meðlimina Gaahl og King Ov Hell hefur upplýst hverjir muni spila með sveitinni á næsta tónleikaferðalagi hennar.

Fyrir utan þá tvo verða þessir á sviðinu:
Teloch – Gitar
Ice Dale – Gitar
Dani “Garghuf” Robnik – Trommur