Efnisorð: Suicidal Tendencies

Suicidal Tendencies með myndband við Living for life

Hin magnaða hljómsveit Suicidal Tendencies hefur unnið nýtt myndband við lagið Living For Life, en lagið er að finna á seinstu breiðskífu sveitarinnar “World Gone Mad”. Hljómsveitin hefur verið nokkuð lítið fyrir að gefa út nýtt efni, en trommari sveitarinnar, Dave Lambardo, er að hjálpa til við að breyta því og má því búast við nýrri EP plötu frá sveitinni áður en árið er liðið. Hér að neðan má sjá umtalað myndband:

Heimur versnandi fer hjá Suicidal Tendencies

Bandaríska rokksveitin Suicidal Tendencies sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “World Gone Mad” 20. september næstkomandi. Seinasta útgáfa sveitarinnar bar nafnið 13 og var gefin út árið 2013, en á þessarri nýju plötu má finna nokkrar breytingar. Þar á meðal trommarann Dave Lombardo (Slayer, Fantomas ofl) og gítarleikarann Jeff Pogan (sem áður spilaði með Oneironaut). Á nýju plötunni má finna eftirfarandi lög:

01. Clap Like Ozzy
02. The New Degeneration
03. Living For Life
04. Get Your Fight On!
05. World Gone Mad
06. Happy Never After
07. One Finger Salute
08. Damage Control
09. The Struggle Is Real
10. Still Dying To Live
11. This World

Ný plata með Suicidal Tendencies (ásamt Dave Lombardo)

Hljómsveitin Suicidal Tendencies mun senda frá sér nýja breiðskífu 30. september næstkomandi, en það mun vera fyrsta breiðskífa sveitarinnar með trommaranum Dave Lombardo, best þekktur fyrir að vera meðlimur í Slayer (í viðbót við Grip Inc. og Fantômas). Sveitin sendi seinast frá sér plötu árið 2013 að nafni 13, en þótt ótrúlegt megi viriðast þá mun nýja platan vera 12 breiðskífa sveitarinnar frá upphafi.

Hér að neðan má sjá myndband af Dave í hljóðverinu:

Suicidal Tendencies - 13

Suicidal Tendencies – 13 (2013)

Suicidal Records –  2013
www.suicidaltendencies.com

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Suicidal Tendencies í heil 13 ár er orðin að veruleika. Sem mikill aðdáandi sveitarinnar er ég lengi búinn að bíða eftir nýju efni frá Suicidal og segja má að lítil gleðisprengja hafi sprungið í hjarta mér þegar loksins komu staðfestar fréttir að von væri á nýrri breiðskífu frá sveitinni. Fréttir af þessarri breiðsífu hafa verið reglulegar síðastliðinn áratug og því afar mikil ánægja að fá að upplifa þessa stund loksins.

En við hverju má búast? Hér er ekki að tala um klassíska liðiskipan sveitarinnar, og í rauninni er Mike Muir söngvari eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar. Enginn af klassíska liðinskipan sveitarinnar er lengur í sveitinni, enginn, Robert Trujillo, enginn Rocky George, enginn Mike Clark! Á plötunni er að finna menn á borð við Dean Pleasants (gítar) sem hefurverið fastur meðlimir í sveitinni síðastliðin 15 ár að minnstakosti og tekið upp heilan helling með Mike í formi Suicidal og Infectious Grooves.

Hvað sem manni finnst um liðiskipan sveitarinnar í dag (ja eða á morgun) þá skiptir mestu máli að Mike Muir er segull á hæfileika. Eric More trommari í bland við Tim “RAWBIZ” Williams bassaleikara eru greinilega hæfileikamenn miklir og er satt best að segja hrein unun að hlusta á hljóðfæraleik þessarra drengja á plötunni.

Þegar á heildina er litið er hér sitt lítið að hverju, seinni tíma Suicidal í bland við klassíska tóna sem gætu þessvegna verið lög frá 1990 – 1993 tíma sveitarinnar. Pönk, Fönk, “hart rokk”, Metall, Thrash og bara einstök blanda sem aðeins er hægt að heyra frá Mike Muir og félögum. Einstakur hrynjandi sveitarinnar, oftast ofhlaðinn gítarsólóum, skemmtilegum bassalykjum og furðulegum söngmelódíum fullkomna verkið.

Það eru mjög mörg skemmtileg á plötunni og mikið um fjölbreytileika, það sem stendur upp úr á plötunni hjá mér eru lögin Smash it! Cyco Style, This World og This Ain’t a Celebration en þegar á heildina er litið finnst mér þetta allt skemmtilegt og eitthvað sem ég sé mig alveg hlusta á næstu árin án þess að kjánahroll eða “hvað var ég að hugsa?” rugl, þar sem þetta er bara góður diskur. Það hefði verið gaman að hafa Mike Clark á plötunni þar sem Thrash levelið hefði verið meira og harðara.

sæka,sæka,sæka,sæka,sækó

valli

Valli

Suicidal Tendencies - Freedumb

Suicidal Tendencies – Freedumb (1999)

Side One Dummy/Suicidal Records –  1999
Produced af Paul Notrhfield og Suicidal Tendencies – 14 lög

LOKSINS. Nýr Suicidal Tendencies diskur eftir 5 ára bið. Þeir eru að vísu búnir að gefa út eina EP plötu, safndisk, og Suicidal Records sampler disk á þessum 5 árum. Það er semsagt nóg búið að vera að gerast hjá Suicidal gaurunum. Fyrir rúmum 5 árum var það í rokk blöðunum um allan heim að Suicidal væru hættir, og þeir voru það, Mike Muir söngvari prufaði solo ferilinn og það gekk ágætlega, en það var bara ekki nóg, hann endurvakti þetta frábæraband og er bandið í raun og veru búið að vera til frá 1981 held ég. Þeir hafa þróast mikið á þessum tíma en halda alltaf þessum ákveðna Suicidal hljóm. Ekki bregst þeim bogalistin frekar en vanalega því að þetta er killer diskur. Allt frá því geðveikt hröðum hardcore pönk lögum í það að vera lög í rólegri kanntinum. Fyrir ykkur sem fíla Suicidal Tendencies þá er þetta 100% fyrir ykkur. þið hin.. Það gæti tekið ykkur aðeinslengri tíma að fíla hann, en ég efast varla að það gerist. Nýji bassaleikarinn (sem er að vísu núna hættur) er brjálaður á bassanum og fyllir vel upp í fóstspor Roberts Turillio. Titill plötunar er líklega tilvísun í það að þeir eru ekki lengur hjá EPIC plötufyrirtækinu sem fór frekar illa með þá. (sem dæmi um það, þá hét EP platan þeirra “the EPICescape”. Ég er mjög sáttur við þennan disk

Toppar:
Freedumb
Scream out
Cyco Vision
Heaven

valli

Suicidal Tendencies

Nýtt lag hefur ratað á netið með hljómsveitinni Suicidal Tendenies, en sveitin sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni, 13, á næstu dögum. Nýja platan var unnin af Paul Northfield og Mike Muir söngvara sveitarinnar. Nýja lagið ber nafnið The World og var birt á heimasíðu Grammýverðlaunanna, en sveitin hefur í líftímasínum verið tilnefnt til verðlaunanna fyrir lagið Institutionalized árið 1994.

Suicidal Tendencies

Í lok mánaðarins er von á fyrstu DVD útgáfu hljómsveitarinnar Suicidal Tendencies. Diskurinn er tónleikadiskur og verður gefinn út af Suicidal Records úgáfunni, en útgáfan er í eigu sveitarinnar sjálfrar. Meðal efnis sem finna má disknum er eftirfarandi:

01. Intro
02. I Shot Reagan
03. War Inside My Head
04. Subliminal
05. Ain’t Gonna Take It
06. Suicidal Failure
07. We Are Family
08. Possessed To Skate
09. I Saw Your Mommy
10. Waking The Dead
11. Show Some Love…Tear It Down!
12. Cyco Vision
13. Two-Sided Politics
14. Won’t Fall In Love Today
15. Institutionalized
16. Pledge Your Allegiance

Suicidal Tendencies

Von er á nýrri plötu frá hljómsveitinni Suicidal Tendencies í byrjun næsta árs. Þetta kom fram í hlaðvarpi headbangers ball, en í þessu hálftíma viðtali við söngvara sveitarinnar, Mike Muir, var farið yfir sögu sveitarinnar og fréttir af sveitinni. Einnig er von á safndisk frá köppunum sem ber nafnið “Year of the Cycos” og mun meðal annars innihalda efni með Infectious Grooves, Suicidal Tendencies, Cyco Miko og fleiri sveitum. Hæg er að hlusta á viðtalið hérna: Suicidal @ HeadbangersBlog.

Suicidal Tendencies

Hljómsveitin Sui! Sui! SUICIDAL (Tendencies) tilkynnti nýverið nýjan trommuleikara að nafni Eric Moore. Kappinn hefur meðal annars túrað með hljómsveitinni Infectious Grooves, þeir sem þekkja til sveitarinnar vita að í dag er það funky útgáfa af Suicidal Tendencies (enda í dag með sömu meðlimum að mestu). Dave Hildago Jr. er kvaddur með söknuði á heimasíðu suicidal, enda verið hluti af sveitinni í nokkur mörg ár.