Efnisorð: Strife – Witness a Rebirth!

Strife – Witness a Rebirth!

Hljómsveitin Strife hefur skrifað undir útgáfusamning við 6131 útgáfuna um útáfu á tilvonandi breiðskífu. Skífan hefur fengið nafnið Witness a Rebirth og verður gefin út sem geisladiskur, stafræn útgáfa og vínyl plata. Sveitin hefur fengið Igor Cavalera (fyrrum meðlimur Sepultura) til að tromma á nýja efninu, en einnig má heyra í gestum á borð við Billy Graziadei (Biohazard), Scott Vogel (Terror) og Marc Rizzo (Soulfly) á nýju lögunum. Efnið er væntanlegt til útgáfu í núna í haust, en hér að neðan má sjá smá sýnishorn af því sem koma skal: