Efnisorð: stebbi

Eistnaflugs upphitun.

Laugardaginn 19. maí á Classic Rock í Ármúla verður hin svokallaða Eistnaflugs upphitun.

Um er að ræða kynningu á tónleika hátíðinni Eistnaflug sem fer fram dagana 13 og 14. júlí á Neskaupsstað.
Bryddað verður uppá tónleikum og frumsýningu heimildarmyndar um Eistnaflugshátíðina sem fór fram í fyrra.

2 sýningar verða settar upp samdægurs, sú fyrri fyrir alla aldurshópa sem hefst um 18:00 leytið. 3 hljómsveitir munu
leika listir sínar og eftir það verður myndin sýnd. Seinni sýningin verður með sama sniði en að þessu sinni verður
20 ára aldurstakmark og ýmis tilboð á boðstólnum. Seinni sýningin hefst um 21:30.

Hljómsveitirnar sem leika eru Severed Crotch, Myra og Ask the Slave.

Einnig verður heimasíðan www.eistnaflug.is opnuð formlega og samstarfs samningur við krabbameinssjúk börn undirritaður.

Athugið að það er ókeypis aðgangur.