Efnisorð: s/t

Sunflower Kids - s/t

Sunflower Kids – s/t (2000)

Lighthouse –  2000
http://www.lighthouserecordings.nu

Fyrsta almennilega útgáfa þessara norsku hljómsveitar. Flott 7″ skal ég ykkur segja, þykkur myndavýnill sem meikar nálina á spilaranum hér á Tofustígnum. Damn hvað fyrsta lagið “Entitled” byrjar vel. Góður hraði og klassa riff. Fínt lag sem missir sig stundum í smá osta-metalspælingum sem virka ekki alltaf. “Abandoned” er svo bara all out metalcore í anda Belgíubandana en það lag er sem betur fer brotið upp með smá hraða og einu Strife-legu riffi. Þegar þau tjilla á metalnum þá minna þau mig oft á Strife sem er ekkert nema gott. Síðasta lagið er ansi hreint epískt með mörgum köflum, gítarslaufum og er um réttindi dýra. Almennilegt! Tvö lög sem tileinkuð eru málefnum dýra og náttúru. Það þykir mér gott að heyra. Veitir ekki af. En ekki láta það fæla ykkur (af hverju ætti það að gera það??) því að þetta band lofar mjög góðu og ef þau mixa meiri hraða í lögin og ná að mynda góða heild þá er fjandinn laus. Eins og ég segi þá er eðall að tékka á böndum með að næla sér í sjö tommu. Hlakka til að heyra meira. Já þau kovera “Diehard” með Integrity. Gott mál.

Birkir

The Reaction - s/t

The Reaction – s/t (2000)

Acme –  2000
http://www.acmerecords.bizland.com

Mér fannst þetta nú ekki merkilegur diskur í fyrstu. Samt búinn að renna honum nokkuð oft í gegn og get með sanni sagt að ef þú fílar The Ramones og Motörhead og værir til í að mixa þeim saman ásamt smá The Hives (bara meira dirty og pönk) þá væri það væntanlega ekki hægt… Uh. En þú kemst ansi nálægt því með því að hlusta á The Reaction. Mér finnst þeir einhæfir en samt ekki einhæfir. Þeir eru alla vega að breyta tempóinu nokkuð oft sérstaklega á seinni helming disksins, sem er alveg til fyrirmyndar. Rennið niður glugganum á bílnum blasstið þetta, þá kemur pottþétt eitthvað gerpi sem vill berja ykkur fyrir að vera ræflarokkarar. Tja, kannski ekki, en þetta er alveg sántrakkið fyrir það, jú og sándtrakk til að eyðileggja eitthvað menntaskóla Júróvisjónpartý. Rokk og *hrækj*

Birkir

Limp Wrist - s/t

Limp Wrist – s/t (2000)

La Vida Es Un Mus –  2000

ALLT Í LAGI! Allt í farkings lagi!!!! Limp Wrist er eitt af betri hardcore böndum sem ég hef á ævinni heyrt í. Lastu þetta?? Já, þeir eru svona góðir. Sjötomman gerði mig kex ruglaðann og þessi plata í fullri lengd gerir ekkert annað en að tjúlla mig ennþá meira upp og gera mig snaróðann. Ég meina það. Ég brjálast á því að hlusta á þetta. Þið vitið hvað Gagnaugað þykir vænt um Limp Wrist. Farið þá að drullast til að kaupa plöturnar þeirra. Hardcorepunk sem gerir gat á dansskóna þína á innan við 10 mínútum og lætur mann taka dómgreindarskorts-stagedive, syngjandi hástöfum með mörgum af beinskettustu textum sem maður hefur lesið. Þessir gaurar eru allir hommar, og farkings éta allt hommafælið fólk með húð og hári. Hér er ekkert verið að læðast eins og köttur í kringum heitan graut. Ekkert fjölmiðlasamþykkt gay pride hér á ferð… Þetta er almennilegt! Textabókin sem fylgir með er in your face. Tvímálalaust ein af betri plötum ársins ef ekki sú besta. Limp Wrist verður án efa minnst í framtíðinni sem eitt af mikilvægustu böndum sem hardcore/punk hefur alið… og þeir eru rétt að byrja. Go!

Birkir

Killswitch engage - s/t

Killswitch engage – s/t (2000)

Ferret –  2000
http://www.ferretstyle.com

ég fékk etta hjá Birki(hvar er distróið dud???)farið til hans og tjékkið hvort hann eigi einhver eintök ettir og lesið kannski etta rugl hjá mér líka

Jáhá!!! hérna höfum við “ALL-STAR” lið í metalcorinu! gaurar úr Aftershock(gítarleikararnir) Corrin/ nothing stays gold(söngvarinn) og Overcast(MEISTARAR!…bassaleikarinn) allavega ef þið fílið eitthvað af þessum böndum þá kíkið á etta. Klikkað sánd!!! ógeðslega þétt spil og alveg fáranlega fjölhæfur söngvari. Gaurinn er ekkert að grínast með etta syngur eina stundina eins og kórdrengur svo hina stundina öskrar hann eins og 20 tonna belja eða eins og geldur skátadrengur, skil samt ekkert hvað hann er að syngja um, ehm örugglega öll dánu gæludýrin hans og gamlar kærustur(það er í tísku). Mér finnst trommarinn Brjálaður hefur alveg klikkað vald á essu öllu saman. Þetta eru málmkallar sem lyfta,fá sér tattú, lemja scenedropouts og semja metal í Álverinu! Jája metalgoð eins og Ingi járnapi hlusta á svona dót(fillerý ettir kúrinn?)

Nenni ekki skrifa meira. Þetta er söluhæsti diskur sem Ferret hafa gefið út og þeir eru komnir á roadrunner(hmz???) kíktu bara á þetta ef þér finnst gaman að hlusta á góðan metal meðan þú lyftir fyrir framan spegilinn!

Jónas

DESOLATION - s/t

DESOLATION – s/t (2005)

Prank –  2005
www.prankrecords.com

Hvernig verður útkoman úr ný-crust og dýrslegum meta? Jú, eins og fokkings Desolation. Hvað ég var ekki að elska þennan disk við fyrstu hlustun. Fannst hann bara of mikil einstefna og skítugur metall. Ég veit ekki hvað gerðist en allt í einu var þetta diskurinn sem var í fyrsta sæti spilunarlista míns í svona tvo mánuði. Jú, ég var ægilega þungur og myrkrið og sjálfsvorkunin var að leika mig grátt og því passaði kuldi, gengdar og smekkleysi Desolation kom eins og vönduð sending neðan úr helvíti fyrir mig. Desolation er fyrir crust það sem Angel Corpse er fyrir black- og thrashmetal. En það er auðvitað mikill munur á tónlistinni. Tónlist Desolation er afskaplega dramatísk á köflum og melódíuarnar fá að fljúga út um allt á meðan gengdarlaus d-beat keyrslan veltur áfram eins og snjóflóð og valtar yfir allar pælingar um flóknar kaflaskiptingar og taktpælingar. Andrúmsloftið sem tónlistin og röddin gera er eitthvað illt, samt ekki… svona heimsendisbragur yfir þessu án sprengnanna (sbr. His Hero Is Gone) heldur meira svona lemstraður maður sem ríður á hest sínum yfir auðnina sem er þakin líkömum dauðra manneskna sem margar hverjar eru grafnar undir hrundum byggingum.
…Og Desolation eru ennþá í spilaranum mínum. Sama hvernig viðrar. Ekki aðeins að hún hafi unnið á og náð mér heldur eldist hún hrikalega vel. Já, þetta er mögulega jafn mikið fyrir aðdáendur Tragedy (melódíurnar, d-beat og vigt textagerðarinnar) sem og kjallararottur á kaf í savage black metal og thrash’i (án blast beat’anna). Ekki fyrir viðkvæma.

Birkir

Plastic Gods - s/t

Plastic Gods – s/t (2011)

Eigin útgáfa –  2011

Mér hefur alltaf fundist það aðdáunarvert og spennandi þegar hljómsveitir eru færar um að víkja lauslega milli tónlistarstefna á tónleikum, eða að “að taka sitthvort settið.” Ég varð til dæmis gersamlega heillaður á Roadburn hátíðinni eitt sinn þegar ég rambaði á tónleika Króatísku sveitarinnar “Seven That Spells.” Hún var fengin til að spila þrjú ólík sett í einum rykk. Það var mögnuð upplifun.

Plastic Gods er ein önnur hljómsveit sem getur sveiflað sér milli tónlistarstefna eftir því hvað meðlimum finnst viðeigandi að taka “hraða settið sitt” eða skella sér í deepdoom metal pælingarnar.

Þessi breiðskífa þeirra félaga einkennist nokkuð af þessu. Hún byrjar á grípandi ofbeldisrokki í “80 pounds of shit”, rétt eins og járnapinn sé upprisinn. Síðan hægist á í Doom metal pælingunni “Zero Tolerance” og hægist enn frekar á í “Plastic God”, alveg unaðslega angurværu þunglyndisrokki. Angurværðin er einnig til staðar í minningarsöng þeirra um félagann Heiðar meðan ofbeldið tekur aftur við í “Bad Trip Generator” sem fer jafnframt út í heillandi psychadelískan tilraunastoner í millikafla.
Rödd Ingó fer víða með tónlistinni. Eins og brjáluð bytta í Iron Monkey tribute til þess að hljóma eins og grimmur úlfur í Doom pælingunum.

Það verður að segjast eins og er að undirritaður hefur ekkert vit á tónlist. Ég nýt hennar eða ekki. Ég get ekkert skrifað gáfulegt um hljómgæði plötunnar en verð þó að segja að mér finnst að hún hefði alveg getað verið þyngri og breiðvirkari, meira distortuð og ljót. Miðað við afar ánægjulega upplifun mína af ofur þungum og tuddalegum tónleikum Plastig Gods allt frá upphafi, finnst mér aðeins vanta upp á klofsparkið á þessum upptökum. En það kemur ekki í veg fyrir að ég sé búinn að hlusta oft á hana og muni gera oft svo lengi sem ég lifi.

Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri staðreynd að Plastic Gods gefa plötuna út og dreifa henni að öllu leyti sjálfir. Mjög sjálfbærir og sjálfbjarga tónlistarmenn sem neita að sitja heima og bíða eftir að verða uppgötvaðir.

Siggi Pönk