Efnisorð: Soundgarden

Chris Cornell látinn

Chris Cornell, söngvari Soundgarden, Temple of the dog og Audioslave, lést á miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn í Detroit borg. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvað var dánarmein hans, en hann var aðeins 52 ára. Cornell hefur tvisvar sinnum spilað hér á landi, í bæði skiptinn sem sólólistamaður, fyrst árið 2007 í Laugardalshöll og árið 2016 í Hörpu.

 

Ten Commandos með lag á netinu

Hljómsveit að nafni Ten Commandos skellti nýverið laginu “Staring Down The Dust“ á netið, en í hljómsveitinni eru nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn á borð við:

Matt Cameron (Soundgarden/Peal Jam)
Alain Johannes (Eleven/Queens Of The Stone Age)
Ben Shepherd (Soundgarden/Hater)
Dimitri Coats (OFF!/Burning Brides)

Í laginu (sem má hlusta á hér að neðan) singur enginn annar en íslandsvinurinn Mark Lanegan.

Ný plata frá Chris Cornell

Söngvarinn Chris Cornell, sem best er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden (já og Audioslave), sendir frá sér nýja sóló plötu um miðjan september mánuð. Platan hefur fengið nafnið “Higher Truth“ og var unnin í samvinnu við pródúsentinn Brendan O’Brien (Incubus, Mastodon). Hægt er að forpanta plötuna á heimasíðu kappans, www.Chriscornell.com en á henni verður að finna eftirfarandi lög:

01 – “Nearly Forgot My Broken Heart”
02 – “Dead Wishes”
03 – “Worried Moon”
04 – “Before We Disappear”
05 – “Through The Window”
06 – “Josephine”
07 – “Murderer Of Blue Skies”
08 – “Higher Truth”
09 – “Let Your Eyes Wander”
10 – “Only These Words”
11 – “Circling”
12 – “Our Time In The Universe”

En í viðhafnarútgáfu plötunnar verða eftirfarandi viðbætur:

13 – “Bend In The Road”
14 – “Wrong Side”
15 – “Misery Chain”
16 – “Our Time In The Universe” (Remix)

Soundgarden - Superunknown

Soundgarden – Superunknown (1994)

A&M Records –  1994

Soundgarden gáfu út þessa tímamótaplötu árið 1994 og náði platan miklum vinsældum. Það var þó
sérstaklega lagið “Black Hole Sun” sem náði athygli lýðsins, enda alveg feiknagott lag þar á ferð. En þetta er ekki eina góða lagið á plötunni, langt því frá!
Platan byrjar á laginu “Let Me Drown” sem er afskaplega skemmtilegt lag og alveg til seinasta lags, “She Likes Surprises” nær Soundgarden athygli manns fastri á tónlistinni, því það er EKKI EITT lélegt lag á þessari plötu!
Superunknown er líka svona ekta sumarplata……..vinirnir keyra eitthvert út á land í einhvern sumarbústað og blasta “Let Me Drown” og “My Wave” á leiðinni í sólskininu……….komnir á staðinn, bjórinn opnaður og grillið tekið fram, “Spoonman” og “Superunknown” sjá um undirleikinn. Þegar líða fer á kvöldið og fólk á leið í háttinn eru það lög eins og “4th of July” og “Fell on Black Days” sem koma mönnum í gírinn.
Þetta er alveg klassísk plata sem hentar við ÖLL tækifæri á öllum mannamótum, hvort sem fólk fílar blackmetal eða hardcore, það fíla allir Superunknown með Soungarden. Ef þú hefur ekki hugmynd um hvað ég er að tala, þá skaltu smella þér í Skífuna eða til Valda eins og skot og ljúga að afgreiðslumanninum að þú þurfir að kaupa plötuna því að þinni hafi verið stolið, bara svona til að halda andlitinu.

Einkunn: 10

Toppar: Öll platan er toppur!

skinkuorgel

Best Of Grunge

Best Of Grunge

Tribute hljómsveitir sem spila efni með: Pearl Jam, Alice In Chains, Nirvana, Smashing Pumpkins, Stone Temple Pilots, Soundgarden, ofl.

Hvar? Gaukur á stöng
Hvenær? 2012-01-13
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Gruggið er tónlistarstefna sem tröllreið tónlistarheiminum á níunda áratug síðustu aldar. Í grugginu þrífst rokk og höfuðstaður þess er fæðingastaðurinn, Seattle í Bandaríkjunum. Í tilefni þess að nokkrar þessara grugg sveita hafa verið heiðraðar á tónleikum hérlendis verður slegið upp allsherjar grugg veislu á Gauki á Stöng, föstudaginn 13. janúar 2012. Hljómsveitir sem verða heiðraðar eru Pearl Jam, Alice In Chains, Nirvana, Smashing Pumpkins, Stone Temple Pilots, Soundgarden og fleiri. Þetta er árshátíð þeirra sem standa að tónleikunum og að því tilefni verður frítt inn á tónleikana.

Fram koma:
Magni Ásgeirsson – söngur
Kristófer Jensson – söngur
Einar Vilberg – söngur / gítar
Bjarni Þór Jensson – söngur / gítar
Franz Gunnarsson – gítar
Helgi Rúnar Gunnarsson – gítar / söngur
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson – gítar / hljómborð / söngur
Birgir Kárason – bassi / söngur
Jón Svanur Sveinsson – bassi
Þórhallur Stefánsson – trommur
Stefán Ingimar Þórhallsson – trommur

Event:  http://www.facebook.com/events/116549908464226/?ref=ts
Miðasala: 

Soundgarden

Sveitin sígilda Frá Seattle, Soundgarden, hefur hleypt af stokkunum heimasíðuna www.soundgardenworld.com og tilkynnt að þeir muni verða eitt aðalbandið á Lollapalooza festivalinu í Bandaríkjunum. Þeir koma fyrst saman þann 8. ágúst í Chicago á þessu herrans ári.

Soundgarden

Stórsöngvarinn (og íslandsvinurinn) Chris Cornell staðfesti það á twitter síðunni sinni að gamalkunna hljómsveitin Soundgarden sé komin saman aftur! Færsla kappans má lesa hér að neðan:

“The 12 year break is over & school is back in session. Sign up now. Knights of the Soundtable ride again! www.soundgardenworld.com.”