Efnisorð: Soulfly

Soulfly - Primitive

Soulfly – Primitive (2000)

Roadrunner Records –  2000

Það voru ansi margir búnir að jarða þennan disk löngu áður en hann kom út. En eitt er ljóst, þetta
er ekki alslæmur gripur. Það er öruggt mál að þeir sem voru hrifnir að fyrsta disk Soulfly koma til með að taka Primitive opnum örmum. Þeir sem þoldu ekki Soulfly halda þá væntanlega áfram að vera súrir í þeirra garð.

Hér er Da Max fucking Cavalera kominn með nýja meðlimi í bandið sitt og búinn að slá um sig með fjölda þekktra gesta. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af svona miklu gestaprangi eins og Max, það verður oftar en ekki tilgerðarlegt og óþarft (gestir geta þó stundum gert gott betra…) og svo er tilfellið að mestu hér. Tom vinur okkar Araya úr Slayer er bara eins og óþarfa skrautfjöður í laginu “Terrorist” og það sama mætti segja um hinn ágæta Corey “drullusokk” Taylor úr Slipknot en hann er eins belja á svelli í laginu “Jump Tha Fuck Up” þar sem hann og Max tala mikið um að fokka upp hinu og þessu í frekar lummulegu lagi. Lagið “Pain” er sæmilegur jömpari þar sem gestirni Chino Moreno(Deftones) og Grady Avenell(Will Haven) virka þrátt fyrir allt.

Þrátt fyrir yfirlýsta ævintýramennsku Max í lagasmíðum á þessari plötu er mest efni hennar frekar fyrirsjánlegt og í þessum Nu-Metal heimi þá er það leið sem margir fara til þess falla ekki úr þessum stóra hóp hljómsveita sem í þessum geira eru. Það gerir það hinsvegar að verkum að fyrrverandi frumkvöðlar eins og Max hverfa bara inní hópinn. En Max þarf ekki að hafa áhyggjur af því þar sem hann er á mála hjá Roadrunner og á að baki afar glæsta tónlistalega fortíð. En þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Primitive verður ekki eins spennandi og ég vonaði og er þar af leiðandi eru vonbrigðin nokkur mikil.

Það eru lög eins og “Son Song” með syni John Lennon, Sean Lennon, “Fly High”og “Boom” sem lyfta Soulfly uppúr algeri meðalmennsku í þetta skiptið því þar eru þeir félagar að daðra við skemmtilega hluti og þar gengur “ævintýramenskan” upp. Þá sperrir maður eyrun…

Birkir

Soulfly - Prophecy

Soulfly – Prophecy (2004)

Roadrunner –  2004

Brasilíumaðurinn Max Cavalera hefur löngum verið hátt metinn í þungarokksbransanum. Hann sló rækilega í gegn sem aðaldriffjöður hljómsveitarinnar Sepultura sem sendi frá sér hverja snilldarskífuna á fætur annarri. Nægir þar að nefna Roots sem að þykir enn í dag tímamótaverk í rokksögunni. Árið 1996 fór allt í háaloft í sveitinni sem gerði það að verkum að Max sagði skilið við bandið og stofnaði Soulfly.
Soulfly hefur verið iðin við kolann í útgáfumálum og er Prophecy fjórða breiðskífa hennar á 6 árum. Misvel hefur Soulfly-mönnum gengið hingað til en ná hér að toppa sín fyrri verk. Platan er frá upphafi til enda alveg ágæt, gamalkunnir Sepultura-taktar heyrast hér og þar og Max sýnir beitta frammistöðu. Það sem væri einna helst hægt að tuða yfir er það að Max hefur lítið sem ekkert þróast frá Sepultura-hljómnum og Prophecy hefði þess vegna geta verið gefin út fyrir 10 árum síðan og sómað sér vel sem ein af plötum Sepultura. Hins vegar vill svo skemmtilega til að eyru þess sem þetta skrifar eru ansi veik fyrir títtnefndri hljómsveit og upplifi því ansi margt við að hlusta á Max og félaga gefa allt í sölurnar á Prophecy. Lög eins og Execution Style (hefði alveg eins getað verið af Beneath The Remains eða Chaos A.D.), Mars (þar sem Mark Rizzo fer á kostum á flamengo-gítar) og Moses (með áður óþekktum reggí-fíling) kveiktu töluvert í gömlum Sepultura-taugum og þó svo að Max sé fastur í fortíðinni hvað tónlistina snertir þá er hann fullfær um þetta ennþá. Hins vegar er stórmunur á Spur-Cola og Coke. Sem þýðir einfaldega; Í Sepultura með þig aftur, drengur! En hvað um það, fín plata.

Smári

Soulfly

Hægt er að hlusta á nýtt lag hljómsveitarinnar Soulfly á heimasíðu Roadrunner http://www.roadrunnerrecords.com/riseofthefallen/ – með sveitinni í þessu lagi syngur söngvari hljómsveitarinnar The Dillinger Escape Plan, Greg Puciato.

Lagið er að vinna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar Omen, en von er á skífunni í búðir 25. maí. Sérstök útgáfa af plötunni verður einnig gefin út þar sem bæði verður að finna auka lög og tónleikaupptökur á DVD mynddisk.

Meðal efnis á Omen verða eftirfarandi lög:
01 – “Bloodbath & Beyond”
02 – “Rise Of The Fallen”
03 – “Great Depression”
04 – “Lethal Injection”
05 – “Kingdom”
06 – “Jeffrey Dahmer”
07 – “Off With Their Heads”
08 – “Vulture Culture”
09 – “Mega-Doom”
10 – “Counter Sabotage”
11 – “Soulfly VII”
12 – “Four Sticks” (Led Zeppelin lag) (aukalag)
13 – “Refuse/Resist” (Sepultura lag) (aukalag)
14 – “Your Life, My Life” (Excel lag) (aukalag)

Mynddiskurinn verður veglegur og mun meðal annars innihalda upptökur frá Full Force hátíðinni í þýskalandi frá árinu 2009. Í viðbót við það verður myndband við lagið unleasch og eitthvað viðbótar gotterí:
01 – “Blood Fire War Hate”
02 – “Sanctuary”
03 – “Prophecy”
04 – “Back To The Primitive”
05 – “Seek ‘N’ Strike”
06 – “Living Sacrifice”
07 – “Enemy Ghost”
08 – “Refuse/Resist”
09 – “Doom”
10 – “L.O.T.M.”
11 – “Molotov”
12 – “Drums”
13 – “Warmageddon”
14 – “Policia”
15 – “Unleash”
16 – “Roots Bloody Roots”
17 – “Eye For An Eye”

Soulfly

Hljómsveitin Soulfly hefur lokið upptökum á sjöunduplötunni breiðskífu sinni Omen. Platan var tekin upp af Logan Mader (fyrrum gítarleikara Machine Head) í The Earth Studios í Hollywood borg. Sveitin hefur fengið nokkra félaga sína til að taka upp efni mér sér, þar á meðal Greg Puciato (Dillinger Escape Plan) og Tommy Victor (Prong).

Hljómsveitin ákvað að taka einnig upp þrjú coverlög, Your Life, My Life; eftir hljómsveitina Excel og “Refuse/Resist”; eftir fyrrum félaga Max, Sepultura og að lokum lagið “Four Sticks” eftir Led Zeppelin.

Meðal laga sem verður að finna á nýju plötunni:

01. Bloodbath & Beyond
02. Rise of the Fallen
03. Counter Sabotage
04. Jeffrey Dahmer
05. Lethal Injection
06. Great Depression
07. Mega-Doom
08. Kingdom
09. Off With Their Heads
10. Vulture Culture
11. Soulfly 7

Auka lögin:

* Four Sticks (Led Zeppelin)
* Refuse/Resist (Sepultura)
* Your Life, My Life (Excel)

Soulfly

Hljómsveitin Soulfly er þessa dagana að taka upp nýtt efni og er áætlað að gefa það út einhverntímann á næsta ári. Vinnuheiti nýju plötunnar er Omen og hefur sveitin fengið Logan Mader (Gojira, Divine Heresy, Five Finger Death Punch, Cavalera Conspiracy og fyrrum gítarleikara Machine Head) til að pródúsa plötuna.

Soulfly

Soulfly með Max Cavalera fremstan í flokki tilkynnti nú á dögunum að sveitin ætli að henda sér í hljóðver síðar á þessu ári.

Ekki fylgdi neitt meira með tilkynningunni þannig að við verðum að bíða og sjá.

Soulfly

Hljómsveitin Soulfly heldur til evrópu í mars mánuði og heldur í kjölfarið heilan halling af tónleikum á meginlandinu. Ásamt Soulfly verður bandaríska hljómsveitin Incite, en til að kynna asér þá sveit nánar er hægt að smella hér: www.myspace.com/incite1

Soulfly

Hljómsveitin Solfly mun senda frá sér plötuna “Prophecy” í mars mánuði næstkomandi.þ Til að byrja með mun diskurinn vera gefinn út í sérstakri tvöfaldri útgáfu, en á aukadisknum verður að finna tónleikaupptökur frá árinu 2001. Nýji diskurinn var tekinn upp af Max Cavalera sjálfum en hann fékk Terry Date til að hljóðblanda gripinn fyrir sig. Hér að neðan má sá nánari upplýsingar um hvað er að finna á þessum diskum:

Diskur 1:
01. Prophecy
02. Living Sacrifice
03. Execution Style
04. Defeat U
05. Mars
06. I Believe
07. Moses
08. Born Again Anarchist
09. Porrada
10. Soulfly IV
11. In The Meantime
12. Wings

Diskur 2:
Tekið upp á Hultsfred Festivalinu, í Svíðþjóð 15. júní 2001:
01. Back To The Primitive
02. No Hope = No Fear
03. Spit
04. Jumpdafuckup/Bring It
05. Bleed
06. The Song Remains Insane
07. Arise/Dead Embryonic Cells
08. Straighthate
09. Quilombo/Fire/Umbabarauma/Drum Jam
10. Tribe/Boom
11. Roots Bloody Roots
12. Eye For An Eye

Soulfly

Hljómsveitin Soulfly hefur haldið sig í hljóðveri síðastliðnar vikur við upptökur á nýju efni. Á disknum mun fyrrum bassaleikari Megadeth David Ellefson spila í fjórum lögum á meðan nýji bassaleikari sveitarinnar (Bobby Burns mun væntanlega sjá um restinga. Búast má við nýjum disk frá sveitinni einhverntíman á næsta ári.