Efnisorð: Soilwork

Soilwork - Natural born chaos

Soilwork – Natural born chaos (2002)

Nuclear Blast –  2002
http://www.soilwork.org
hinn kanadíski “Hevy” Devy Townsend (Strappingyounglad)pródúserar og gestar á tveimur lögum.

Hljómsveitin “Jarðvegsrof” er frá Helsingborg á V-strönd Svíþjóðar. Þeir hafa kannski staðið í skugganum á öðrum sænskum böndum en nú er engin ástæða til þess. Hérna ná þeir jafnvel að toppa síðustu plötu sem var afbragð eða allavega að jafna hana. Hafa þeir þróast til hins betra & eru búnir að svo að segja “finna” sjálfa sig.
Þetta byrjar keimlíkt In Flames í laginu “follow the hollow” ásamt dauðarokksáhrifum en Björn “Speed” Strid söngvari beitir röddu sinni á svo margvíslegan máta að furðu sætir; bæði brútal og englarödd og allt þar á milli.
Clean söngur er í flestum viðlögum sem grípa þig og sleppa þér ekki, glamra í hausnum lengi vel eftir á. Hið ærslafulla og undurblíða skapa skemmtilegar og skarpar andstæður heyrist það einna best í laginu “Black Star deceiver”
Flott gítarsóló eru á sínum stað, og hljómborðskaflar sem þó ekki yfirgnæfa um of. Allt er til fyrirmyndar og ef þeir verða eitthvað betri þá verða þeir barasta verri!
hápunktar eru langflest lögin.
Einkunn 9,5/10

hljóðdæmi:
black star deceiver

Bessi Egilsson

Soilwork

Mikið er í gangi hjá hljómsveitinni Soilwork þessa dagana, en fyrrum gítarleikari sveitarinnar, Peter Wichers, er nú gengin aftur til liðs við bandið. Það þýðir að staðgengill hans Daniel Anonsson er hættur í bandinu. Sessio og tónleikagítarleikari sveitarinnar, Sylvian Coudret hefur í viðbót við þetta fengið fasta setu í bandnu og telst nú fullgildur meðlimur.

Soilwork

Soilwork hafa verið að túra með nýjum gítarleikara; Daniel Antonsson [fyrrverandi bönd: Dimension Zero, Pathos. Björn Strid söngvari bandsins vill þó ekki staðfesta hann sem fullgilfdan meðlim heldur sjá hvernig málin þróast.

Soilwork

Gítarleikari bandsins Soilwork, Peter Wichers hefur hætt eftir 10 ára samstarf. Ástæða brotthvarfs hans er sökum of mikils álags á tónleikaferðalögum. Wichers hættir þó ekki að vera viðriðinn tónlist því hann ætlar sér að pródúsera músík í framtíðinni.
Trommuleikarinn Dirk Verbeuren sem er meðlimur í frönsku hljómsveitinni Scarve er nú orðinn fullgildur meðlimur Soilwork en hann hefur trommað fyrir bandið á undanförnum misserum. Dirk hættir þó ekki að sinna skyldum sínum við Scarve.

Soilwork

Hljómsveitin Soilwork mun væntanlega nefna tilvonandi plötuna sína “Stabbing the Drama”. Platan verður gefin út af Nuclear Blast útáfunni snemma á næsta ári. Meðal laga á plötunni verða væntanlega eftirfarandi titlar: ‘Stabbing The Drama’, ‘Nerve’, ‘Distance’, ‘The Crestfallen’, ‘Observation Slave’, ‘If Possible’, ‘Blind Eye Halo’, ‘Weapon Of Vanity’, ‘One With The Flies’, ‘Stalemate’ og ‘Wherever Thorns May Grow’.

Soilwork

Soilwork eru að semja efni fyrir sjöttu plötu sína. Þeir fara í hljóðver í Örebro í september með upptökustjóranum Daniel Bergstrand(Meshuggah, SYL, In Flames, Thyrfing ofl.). Björn Strid söngvari segir efnið vera blöndu af 2 síðustu plötum plötunum Natural born Chaos og Figure Number Five með áhugaverðri þróun inn á milli. Platan mun líta dagsins ljós í janúar/febrúar 2005. Í öðrum fréttum er að segja að Soilwork(ásamt m.a. In Flames og Mnemic)eru með lög í komandi mynd Alone in the Dark með Christian Slater í aðalhlutverki. www.alone-in-the-dark.com . Aukinheldur er er Björn Strid að fara að giftast japanskri kærustu sinni í haust.

Soilwork

Soilwork gefa út minidisk, sem ber heitið ‘The Early Chapters’í gegnum Listenable Records þann 25 nóvember. Á disknum verða lög sem áður hafa verið ófáanleg í N-Ameríku og Evrópu og eru frá Steelbath Suicide/Chainheart Machine tímabilinu

1. Burn (DEEP PURPLE cover)
2. Disingrated Skies
3. Shadow Child (first version)
4. Egypt (MERCYFUL FATE cover)
5. The Aardvark Trail (live)