Efnisorð: smnnews

Decapitated

Eftir tveggja ára hlé hefur pólska dauðarokkssveitin Decapitated boðað endurkomu sína. Hljómsveitin lenti í bílslysi árið 2007 með þeim afleiðingum að trommari hljómsveitarinnar lést og söngvarinn, Covan, hefur verið í dái síðan. Vogg, gítarleikari og stofnmeðlimur bandsins og bróðir Viteks sem lést, tók þessa ákvörðun.

Hljómsveitin er á leið í Ástralíutúr á næsta ári og ætlar að spila á sumarfestivölum í Evrópu einnig. Liðskipan verður tilkynnt í desember mánuði.

Nirvana

Þann 7. nóvember kemur út DVD-ið “Live! Tonight! Sold Out!” með Nirvana. Þetta er samansafn af efni sem var áður gefið út á VHS ’94. Megnið af efninu er frá 91-92 Nevermind túrnum.

Dying fetus

Dying fetus eru á leið í stúdíó til að taka upp nýtt efni en þeir gáfu síðast út plötuna Stop at nothing árið 2003. Plata þessi ónefnda kemur út snemma á næsta ári. Nýr trommari Duane Timlin hefur gengið til liðs við grúppuna. Meðal nýrra laga: “Parasites of Catastrophe,” “Unadulterated Hatred,” “Raping The System,” og “The Ancient Rivalry.”
D.F. eru á leiðinni á tónleikaferðalag með Cannibal Corpse og Necrophagist í Ameríku.

Iron maiden

Ný plata með öldungunum A Matter of Life And Death lítur dagsins ljós 5. september á Sanctuary Records. Smáskífan “The Reincarnation of Benjamin Breeg” kemur út 14.ágúst.
Bandið er ánægt með útkomuna og verða lögin í epískum stíl.
Lög:
1. “Different Worlds” Smith/Harris (4:17)
2. “These Colours Don’t Run” Smith/Harris/Dickinson (6:52)
3. “Brighter Than a Thousand Suns” Smith/Harris/Dickinson (8:44)
4. “The Pilgrim” Gers/Harris (5:07)
5. “The Longest Day” Smith/Harris/Dickinson (7:48)
6. “Out Of the Shadows” Dickinson/Harris (5:36)
7. “The Reincarnation of Benjamin Breeg” Murray/Harris (7:21)
8. “For The Greater Good of God” Harris (9:24)
9. “Lord Of Light” Smith/Harris/Dickinson (7:23)
10. “The Legacy” Gers/Harris (9:20)

Plötukoverið:
http://www.ironmaiden.com/media/images/IID00002173.JPG

Mars Volta

Þriðja plata Mars Volta Amputechture. kemur út 22. ágúst og inniheldur 8 lög.
Diskurinn er 76 mínútur og er með nokkur lög sem fara yfir 10 mínútur.
John Frusciante, gítarleikari Red hot Chili peppers spilar á einu lagi. Bandið er einmitt að túra með Chili Peppers núna.
Lög plötunnar:
“Vicarious Atonement”
“Tetragrammaton”
“Vermicide”
“Meccamputechture”
“Asilos Magdalena”
“Viscera Eyes”
“Day of the Baphomets”
“El Ciervo Vulnerado”