Efnisorð: Smashing Pumpkins Tribute

Smashing Pumpkins tribute

Ákveðið hefur verið að Smashing Pumpkins tribute diskurinn, “The Killer In You: A Tribute To Smashing Pumpkins”, verður loksins gefinn út í lok janúar á næsta ári. Áður en að því verður verður væntanlega hægt að downloada lögum af plötunni hjá flestum mp3 download þjónustum og má búast við einhverju gjaldi fyrir hvert lag.Á plötunni er að finna Smashing Pumkins lög í útfærslum Poison The Well, Vaux, Eighteen Visions og fleirri þekktra sveita.