Efnisorð: Slipknot

Joey Jordison kynnir Vimic

Hljómsveitin VIMIC (sem inniheldur fyrrum tommara hljómsveitarinnar Slipknot, Joey Jordison, ásamt fyrrum meðlimum Scar The Martyr og Strapping Young Lad) sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu seinna á þessu ári.  Hljómsveitin gefur út sitt efni á Roadrunner útgáfunni og hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband við lagið My Fate, sem verður að finna á umræddri útgáfu frá Roadrunner, en ótgáfan hefur fengið nafnið Open Your Omen.

Slipknot - Slipknot

Slipknot – Slipknot (1999)

Roadrunner Records –  1999
Produced af Ross Robinson, 15 lög

Það er erfitt að fíla þetta ekki, þetta er brjálaður slayermetall spilaður af 9 manns. Ég fíla að vísu ekki að gaurarnir séu allir klæddir í einhverjar brjálaðar grímur og hlakka til þegar það líður yfir (get ekki ímyndað mér að það gangi lengi). Diskurinn er bara drullugóður metal diskur, með dansmetal snerpu. Þetta er bara virkilega flott og á skilið að vera spilað. Mér er drullusama þótt að fullt af fólki fíli þetta ekki útaf því að þetta er í tísku, ég er ekki að pæla í því þegar þetta í spilaranum, það sem skiptir máli er að þetta fær mig til að headbanga á fullu. Þetta er eitt af því betra sem Ross Robinson hefur komið með. Helvíti flott. Þetta er ekki fyrsti diskur bandsins því að þeir hafa víst gefið nokkra diska áður (veit ekki hvort það er “alvöru” diskar, Ep eða smáskífur) og ég vona að þeir diskar fari að seljast eitthvað (gerir gott fyrir underground útgáfufyrirtækin).

En að lögunum. Besta lagið á disknum finnst mér vera Eyeless, en það er örugglega af því að ég er búinn að hlusta það svo lengi, og löngu áður en ég fékk diskinn sjálfan (Lagið var á einhverjum Kerrang disk). Í heild sinni er gott að hlusta á hann, helst þegar maður er að fara eitthvað, þetta er tildæmis tilvalinn diskur til að hlusta á þegar maður er að fara á tónleika eða eitthvað þvíumlíkt. Næsta lag sem náði að heilla mig er (Sic) og byrjar það á brjáluðum trommum í blandi við slayer gítartakta sem eru þooookkalega flottir. Í lagin Wait and Bleed er hægt að heyra að söngvarinn (aðalsöngvarinn) getur sungið og það vel. Tattered & Torn er nú meira experimental lag sem byggist á hljóðum ferkar en venjulegri laga uppbyggingu. Liberate er helvíti flott og fær mann til að hrista hausinn all verulega, og síðan má segja að diskurinn endi á flottum hávaða.

Toppar:
Eyeless
(Sic)
Surfacing

Valli

Slipknot - Iowa

Slipknot – Iowa (2001)

Roadrunner –  2001

Iowa er ekki góð plata. Það er sorglegt en engu að síður staðreynd. Ég er ekki að segja að þetta sé
heimsins versta plata, en Slipknot eiga að geta gert betur. Eða hvað?
Platan byrjar á hinu leiðinlega “lagi” (515) sem á að vera svona voða sick eitthvað “The whole thing I think is sick”-dótarí en er bara frekar glatað. Svo keyra þeir beint inn í “People=Shit” sem er sennilega sterkasta lag plötunnar. Skemmtilegt gítarriff og keyrslutrommur og frekar skemmtilegt lag og lofar góðu um það sem koma skal. “Disasterpiece” fylgir í kjölfarið og minnir óneitanlega soldið á bæði “Surfacing” og “Eyeless” af seinustu plötu og er því ekki alveg að virka. Svo kemur einhver haugur af leiðinlegum lögum og þar vil ég sérstaklega nefna hið hundleiðinlega og tilgerðarlega “Everything Ends” og leiðinlegasta lag Slipknot “Left Behind”. Lagið “Gently er lag af fyrstu plötunni þeirra “Mate, Feed, Kill, Repeat” sem þeir endurvinna hér en það missir marks en þeir ná aftur dampi með lagi nr. 9, “The Shape” sem mér finnst mjög kúl lag. Svo fjarar platan út með frekar andlausum lögum og endar á hinu langa og leiðinlega titillagi “Iowa”.
Ef þú ert gallharður Slipknot aðdáandi þá er þetta eflaust eitthvað fyrir þig en persónulega kýs ég að skella bara “Slipknot” á fóninn aftur.

Einkunn: 4

Toppar:

People=Shit
The Heretic Anthem
The Shape

skinkuorgel

Slipknot

Komið hefur í ljós að Paul Gray, bassaleikari hins sívinsæla bands Slipknots, lést af völdum of stórs skammtar morfíns. Samkvæmt Demoinesregister netblaðinu var dauðsfallið slys. Gray var einnig hjartveikur fyrir.

Slipknot

Það kemur væntalega engum að óvart að von er á sérstakri útgáfu af fyrsta disk hljómsveitarinnar Slipknot á Roadrunner útgáfunni, en sveitin gaf úr sinn fyrsta disk fyrir 10 árum síðan. Vænta má að í þessarri útgáfu verið sjaldgæfar útgáfur af einhverju efni í viðbót við mynddisk af fyrstu árum sveitarinnar. Nánari upplýsingar um útgáfuna er að finna hér.

Slipknot

Gítarleikari grímubandsins slipknot braut nýverið á sér úlnliðinn og getur því ekki tekið þátt í tilvonandi tónleikaferðalagi félaga sinna ásamt hljómsveitunum Unearth og As I Lay Dying. Ekki er víst hvenær hann spilar aftur með bandinu, en þetta ætti kannski að kenna honum að vera ekki að leika sér á fjallahjólum stuttu fyrir tónleikaferðalag eins og þetta.

Slipknot

Grímuklæddu mennirnir gefa út plötuna Vol 3: The Subliminal Verses í sumar með eftirfarandi lög:

1. Prelude 3.0
2. The Blister Exists
3. Three Nil
4. Duality
5. The Opium Of The People
6. Vermillion
7. Pulse Of The Maggots
8. Welcome
9. Circle
10. Before I Forget
11. The Nameless
12. Vermillion Part 2
13. The Virus Of Life
14. Danger, Keep Away

Slipknot

Hljómsveitin Slipknot hefur skellt laginu Pulse Of The Maggots á heimasiðuna. Lagið verður að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “Vol. 3: (The Subliminal Verses)” sem gefin verður í lok maí mánaðar. Platan er gefin út af Roadrunner/Island/Def Jam útgáfunni.

Slipknot

Hljómsveitin Slipknot er loksins byrjuð að taka upp nýja plötu, en í þetta skiptið hafa þeir fengið Rick Rubin til að pródúsera plötuna, búast má við þessu nýja efni þeirra einhverntíman árið 2004.

Slipknot

Hljómsveitin Slipknot er þessa dagana að vinna að nýrri plötu, en sveitin hefur samið um 13 lög núþegar. Gítarleikari sveitarinnar segir lögin mjög þung og hröð, sem hann segir svipað og fyrsta platan. Aftur á móti bætti hann við að sveitin ætli að taka upp 10 lög til viðbótar við þetta þannig að ekki sé möguleiki fyrir bandið að sjá fyrir um hvernig platan muni hljóma.