Efnisorð: Slayer

Slayer á Secret Solstice!

Hljómsveitin Slayer hefur verið bætt við á tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem haldin verður í Laugardalnum 21 til 24 júní næstkomandi, en aðrar rokksveitir sem spila á hátíðinni eru Agent Fresco, Jet Black Joe, Pink Street Boys, Une Misére og We Made God.  Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin spila hér á landi, en sveitin hefur gefið út 11 breiðskífur, en mun ekki gefa út fleirri plötur og ætlar að ljúka ferlinum eftir nokkra hringi í kringum heiminn.

Í tilkynningu frá Secret Solstice er Slayer kölluð „guðfaðir trash metalsins“, en sveitin hefur verið starfandi tæpa fjóra áratugi og sent frá sér tólf hljóðversplötur sem selst hafa í milljónum eintaka. Reykjavík verður fyrsti viðkomustaður Slayer í Evrópu á tónleikaferðalagi sem sveitin hefur gefið út að verði sú síðasta.”

Slayer - God hates us all

Slayer – God hates us all (2001)

American –  2001

All men are not created equal, only the strong conquer, only in the darkness of christ have I realized …God hates us all!!
grípur Tom Araya inní að undangengnum biblíulestri yfirgnæfðum af thrash-metali(þ.e. intróið á plötunni).
Ljóst er í hinu fyrsta lagi ,,Disciple” að Slayer hafa ekkert mildast komnir á sinn þriðja áratug, þvílíkur er ofsinn ennþá!
Kerry King sem semur megnið af textunum sem eru oft gífurlega hatursfullir eins og í Threshhold, Payback” (u.þ.b.30 sinnum sagt fuck) & Exile
Warzone er einskært brutality.
Andtrúarlegir textar koma margoft fyrir líkt og í New faith
I reject all biblical views of the truth….I keep the bible in a pool of blood so that none of its lies can affect me!
Frábær viðlög eru t.d. í God send Death og Bloodline
Í Seven faces reynir Araya að endurvekja sitt gamla sírenuöskur og tekst nokkuð vel upp 🙂 þó hann sé rámari nú til dags. Bæði dæmigerð og nýstárleg, kaótísk King/Hanneman sóló verða ekki útundan, að ógleymdum lýtalausum drumbuslætti Paul Bostaphs.
Auk þess gera þétt riff og góð raddleg frammistaða hjá Araya langflestar lagasmíðarnar mjög góðar
no f***ing ballads! svona á þetta að vera :). Slayer hafa enn einu sinni gert grimmilega vart við sig.
Glen Benton sem sagði að þeir hefðu svikið satanísku ímynd sína yrði stoltur?

Hate heals, you should try it sometime….

Bessi

Slayer - Christ illusion

Slayer – Christ illusion (2006)

American recordings –  2006
www.slayer.net

Jájá, enn ein Slayer platan, reyndar eftir 5 ára bið. Spurningin er fær maður einhvern tímann leið á þeim? Eru þeir að gera eitthvað nýtt? Svar við fyrstu spurningu: Nei. Við hinni seinni: Nei. Þessi plata átti að heita blanda af Seasons in the abyss og God hates us all að sögn Kerry King. Það smávegis til í þessu hjá honum. Platan er eiginlega blanda af því sem Slayer hefur verið að gera um öll ár. Stundum smá hlé þegar Araya syngur með melódískum söng en alls ekki lengi því platan er nokkurn veginn on full steam allan tímann og enn brjálaðri en síðasta plata sem var þó snar.
Þetta er fyrsta plata Dave Lombardo trommara síðan Seasons en hann hóf að spila aftur með bandinu live 2002. Þemur plötunnar eru ádeila og ergelsi á trúarbrögð( kristni og íslam) sem rót styrjalda og togstreitu. Stjórnvöld, stríðsrekstur og hræðsluáróður þeirra fá að kenna á því líka.
Flesh storm
Gott byrjunarlag og texti.
It’s all just psychotic devotion…
The cameras are whores
For the daily bloodshed
Like a junkie
Hungry for a fix of anything
The media devours
And feasts upon the inhumane
…men killing men
For someone else’s cause!

Catalyst
Þegar brjálæðið verður enn brjálaðra og bassatrommur og ofurhröð riff koma með þessum texta er eins og maður fái adrenalínkikk:
Bring on the competition!
Your pessimism only makes me stronger!

Merkilegt að þarna er gítarsóló sem er vel minnisstætt en ekki endalaust whahahaharirurururu sem þeim King/Hanneman er tamt. Laglínan í endann er alveg eðall líka.
Skeleton christ
Eitt besta lagið á plötunni. Vélbyssutaktur í versunum og ég syng með þessum kafla í hvert skipti
You’ll never touch God’s hand
You’ll never taste God’s breath
Because you’ll never see the second coming. Life’s too short to be focused on insanity…
I’ve seen the ways of God
I’ll take the devil any day
Hail Satan!

Svo kemur hægriffaður kafli undir hröðum takti og lagið fjarar út með því. Úff!
Eyes of the insane
Fjallar um PTSD(post traumatic stress disorder) hjá hermanni sem endurupplifar hryllinginn sem hann sá í stríði. Frekar stirt lag til að byrja með með ógrípandi melódíu. Samt ekkert slæmt.
Jihad
Araya setur sig í hug hryðjuverkamanna hér. Rosalegt riff og söngur í mestu látunum. Ótrúlegt hvað hann getur sungið hratt án þess að maður missi af nokkru hvað hann segir. Mest töff kaflinn… gítarlína ein og sér og svo kemur árás:
War of Holy principles
I’m seeking God’s help in your destruction.
Slit the throat of heathen man
And let his blood dilute the water… This is Gods war!

Araya talar í endann um hugrekki og að brosa fram í dauðann með ódæðisverki.
Consfearacy
Lag sem stendur alveg í sama gæðaflokki og flest hin. Fyrirsjáanlegir Slayer en góðir Slayer. Ég syng alltaf með þessari setningu:
I hate the shit economy
It might as well be sodomy

Catatonic byrjar frekar treglega en riffið í seinni helmingi lagsins lyftir því upp og trommukúnstir Lomabardo og útkoman verður ásættanleg. Sama má segja um Black serenade. Viðlagið þar er alveg magnað! Og þegar Araya segir I hate your endless stare watching as I fuck your corpse! hehe
Cult
Fyrsti teaserinn af plötunni. Eftirminnilegt stykki. Þarna eru þeir stóryrtir um trúarbrögð og fúkyrða Jesú. Kerry king semur texta eins og unglingur sem vill hneyksla. I’ve made my choice Six!Six!Six!
Supremist
Eitt af þessum pirruðu láttu mig í friði Slayer lögum. I hate the fact we breathe the same air!.
Endar á Must maintain control of the weak! Must contain the minds of the free en það er það sem King finnst um trúarbrögð en hann semur flesta textana og það hefur verið þróunin á síðustu plötum. Slayer eru reiðir og ná að búa til góða útrás úr skipulögðum skarkala. Kunna þetta sannarlega ennþá.

9,5/10

berserkur

Slayer - Diabolus In Musica

Slayer – Diabolus In Musica (1998)

American –  1998
Produced af Rick Rubin, 12 lög

Það er ekkert sem jafnast á við það að sletta Slayer í spilarann. Diabolus In Musica er önnur platan sem að Paul Bostaph trummböllar á en hann er alveg með þetta á þessari sko. Platan opnar á Bitter Peace sem er mjög cool, níðþungt gítarriff, sem að leiðir mann svo inn í hörkukeyrslu. Sándið á þessu er algjörlega til fyrirmyndar. Death’s Head er svona pönkfílingur, mjög cool. Við tekur Stain Of Mind sem grúvar einsog möðer. Ég veit ekki alveg hvort ég fíla þessa plötu betur en Divine Intervention sem kom á undan en það er alveg heví erfitt að gera upp á milli Slayer plattna. Jæja, nokkur lög sem að eru þess virði að minnast á. In The Name Of God er stakasta snilld, Scrum er Slayerlag í klassískum stíl, gítarsóló, hraðir kaflar, raddaðir gítar osfrv. Wicked er eiginlega besta lag plötunnar, viiiiðbjóðslega þungt með trommurnar alveg í óhugnarlegi kantinum. Diabolus In Musica er að mínu mati besta platan sem kom út á árið 1998 og hvet menn eindregið til að tékka á honum.

Tarfur

Slayer

Hljómsveitin Slayer hefur nú skellt sýnishorni af 20 mínútna mynd að nafni “Playing With Dolls” á netið. Í viðbót við að vera lag á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar (það er að segja lagið “Playing With Dolls”) verður 20 mínútna myndband á sérstakri útgáfu plötunnar (DVD). Tónlistin við mynd þess er samansuða af allri nýrri plötu sveitarinnar sett saman af Mark Brooks sem unnið hefur með Metalocalypse. Í viðbót við þetta verður í myndinbandinu lagið “Atrocity Vendor” sem er var tekið upp á sama tíma og nýja platan. Hér að neðan mðá lesa lýsingu útgáfu sveitarinnar (eða sveitarinnar sjálfarar) á þessarri mynd:

“No mere music video, Playing with Dolls is a stark, 12-part nightmare that breathes corrupt life into Slayer’s latest syllabus of stalkers, psychopaths and serial killers, merging their aberrant psyches into the supremely focused desire of a single, merciless malcontent. A methodical distillation of one man’s lethal frenzy, the film follows the gruesome outbursts of a nameless protagonist. He is not an indiscriminate murder junkie, but rather a highly creative snuff-artist with a deeply personal sense of purpose – a man for whom murder is the only conceivable way forward. With a black heart hardened by tragedy, he chooses his victims carefully. His methods are as grisly and varied as they are poetic.”

Nýja breiðskífa sveitarinnar, “World Painted Blood”, verður gefin út 3. nóvember næstkomandi.

Slayer!

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Slayer hefur fengið nafnið World Painted Blood og verður gefin út á seinni hluta ársins. World Painted Blood er tíunda breiðskífa sveitarinnar og var Greg Fidelman henni til aðstoðar við upptökurnar. Greg hefur áður unnið með sveitum á borð við Slipknot, Metallica, U2, Neil Diamond, Supergrass, Bush og fleiri böndum en oftast sem tæknilegur upptökustjóri (Engineer) eða hljóðblandari (Mixer).

Slayer

Ónefnd plata Slayer kemur út seint í sumar samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Slayer. Fjörkálfarnir leggja lokahönd á upptökur plötunnar í næstu viku. Psychopathy Red, eina lagið af plötunni sem hefur litið dagsins ljós, kom út í vínýlútgáfu í aðeins 5000 eintökum um daginn í allsérstæðum pakkningum sem draga dám af rússneskum fjöldamorðingja(sem lagið fjallar um).

Slayer túrar í júní með Megadeth( í fyrsta skipti í 15 ár), Machine head og Suicidal silence í Kanada, undir heitinu ,,Canadian carnage”, síðan með Marilyn Manson í júlí í BNA.

SLAYER

Konungar þungarokksins, SLAYER!!!!!, hafa skellt sýnishorni af tilvonandi efni á netið og nú heilu lagi. Lagið ber nafnið “Psychopathy Red” og verður að finna á tilvonadi plötu sveitarinnar. Lagið fjallar um rússneska fjöldamorðingjann Andrei Chikatilo og er eitt af þreumur lögum sem sveitin tók upp nýverið. Von er á því að sveitin haldi fljótlega aftur á netið til að taka upp restina af plötunni, sem væntanlega verður næsta sumar. www.youtube.com/watch?v=ub2RGIWw5cM