Efnisorð: Skálmöld

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu Íslenskar útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega gott tónlistarár, ekki bara í erlendri útgáfu heldur líka hér á íslandi, upphaflega áætlunin var að gera top 5 lista, en það var bara of mikið af góðri tónlist í boði þetta árið. Hér að neðan má sjá árslista dordinguls/harðkjarna yfir bestu 20. útgáfur ársins 2017:

1. GodChilla – Hypnopolis
– Hvað gerist ef maður blandar hressandi brimbrettarokki við niðurdrepandi dómdagstóna þungarokksins? Bara ein besta rokk útgáfa sem Íslensk hljómsveit hefur sent frá sér í áraraðir. Frábær sveit með frábæra breiðskífu, þetta er ein af þeim hjómsveitum sem allir landsmenn verða að kynnast og það helst strax.

2. Grit Teeth – Let it be
– Það var mikið! Ég var búinn að bíða eftir þessarri plötu í langan tíma, en gleðifréttirnar eru þær að biðin val vel þess virði. Hrár harðkjarni frá sveitinni sem nær að sameina alla rokkaðdáendur landsins.

3. LEGEND – Midnight Champion
– Enn og aftur kemur Krummi á óvart, ekki er þetta bara ein af betri plötum á hans ferli sem tónlistarmanns, heldur er hún í þokkabót virkilega vel útsett og einhvernveginn hálf rómantísk raftónlsitarplata blönduð með kröftugu rokki.

4-5. Sólstafir – Berdreyminn
– Tímamótapata frá Sólstöfum, með snilldar lög á borð við Silfur Refur, Ísafold og Bláfjall. Plata sem gengur lengra í fjölbreytileika en fyrri plötur, en nær samt að vera rokkaðri en margur grunaði.

4-5. Katla – Móðurástin
– Fyrsta plata Gumma og Einars sem hljómsveitin Katla, þvílík byrjun á sveit. Hljómsveit sem fangar Íslenska póst blackmetal senuna á heilli breiðskífu.

6. Ham – Söngvar um Helvíti Mannana
– Það er ekkert grín að fylgja á eftir verki eins og Svik Harmur og Dauði, en þetta tókst þeim. Alltaf þegar gaman þegar hljómsveit nær að toppa seinustu breiðkskífu með enn betri lagasmíði.

7. Auðn – Farvegir Fyrndar
– Frábær framhald fyrsti plötu sveitarinnar. Það er ástæða fyrir því heimurinn hefur tekið eftir þessarri sveit og mun þessi plata gera ekkert nema gott fyrir framtíð sveitarinnar.

8. Beneath – Ephemeris
– Þriðja breiðskífa þessa mögnuðu dauðarokksveitar og örugglega þeirra besta. Með lög eins og Eyecatcher, Ephemeris og Cities of the Outer Reaches sannast snilldin á bakvið sveitina í heild sinni.

9. xGADDAVÍRx – Lífið er refsing
– xGADDAVÍRx er ein af þeim hljómsveitum ísland hefur alltaf vantað. Hver einasta útgáfa sveitarinnar er betri en sú síðasta, reiði, hraði og harðneskja í fallegum og góðum pakka.

10. Une Misère – 010717
– Það er bara einn galli við þessa útgáfu, ég vill meira! Lögin 3 eru frábær og það er það eina sem skiptir mái við þessa útgáfu.

11. Dauðyflin – Ofbeldi
12. Skurk – Blóðbragð
13. World Narcosis – Lyruljóra
14. Skálmöld – Höndin sem veggina Klórar
15. Dimma – Eldraunir
16. Mammút – Kinder Versions
17. Dynfari – The Four Doors of the Mind
18. CXVIII – Monks of Eris
19. Glerakur – The Mountains Are Beautiful Now
20. Röskun – Á brúnni

 

Eistnaflug 2017

Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005. Þetta er innihátíð í Neskaupstað, vinalegum litlum bæ á Austfjörðum, sirka jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Aðra helgina í júlí tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistaraðdáendur hópast til Norðfjarðar að njóta lifandi tónlistar við bestu hugsanlegu aðstæður.

Þegar hafa eftirfarandi hljómsvetiri verið bókaðar: The Dillinger Escape Plan [USA] Neurosis [USA] Bloodbath [SWE] Sólstafir [ICE] Skálmöld [ICE] Dimma [ICE] Zatokrev [SWI] Sinistro [POR] Naga [ITA] Misþyrming [ICE] Innvortis [ICE] Morðingjarnir [ICE] Auðn [ICE] Churchhouse Creepers [ICE] Kronika [ICE] Kælan Mikla [ICE] Hubris [ICE] Cult of Lilith [ICE] Grave Superior [ICE] og Oni [ICE]

www.eistnaflug.is // www.facebook.com/EistnaflugFestival // @Eistnaflug

ÞAÐ ER 18 ÁRA ALDURSTAKMARK Á EISTNAFLUG OG MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER AFMÆLISDAGURINN ÞINN SEM GILDIR

Munum svo að það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!!!!

Skálmöld á Gauknum

Skálmöld
Konika

Þann 30. september lítur fjórða hljóðversplata Skálmaldar dagsins ljós og í framhaldinu halda þeir sexmenningar í víking útfyrir landsteina til kynningarstarfa. Með harðfylgi tókst að berja eina tónleikahelgi á Íslandi inn í dagskrána fyrir brottför og þótt ekki sé um eiginlega útgáfutónleika að ræða fær mikið af nýja efninu að hljóma í bland við hið gamla.

14. október kl. 22:00 – Græni hatturinn (sjá hér: www.facebook.com/events/1779465562328897)

15. október kl. 17:00 – Gaukurinn (allur aldur)
15. október kl. 22:00 – Gaukurinn

Með í för verður nýstofnuð hljómsveit að nafni KroniKa sem telur meðlimi úr Skálmöld, Dimmu, Sunnyside Road og Reykjavíkurdætrum.

Miðaverð í forsölu er 3.900.- en 2.000.- á dagtónleika Gauksins. Miðasala hefst 1. september.

Skálmöld á Akureyri

Skálmöld
Kronika

Þann 30. september lítur fjórða hljóðversplata Skálmaldar dagsins ljós og í framhaldinu halda þeir sexmenningar í víking út fyrir landsteina til kynningarstarfa. Með harðfylgi tókst að berja eina tónleikahelgi á Íslandi inn í dagskrána fyrir brottför og þótt ekki sé um eiginlega útgáfutónleika að ræða fær mikið af nýja efninu að hljóma í bland við hið gamla.

Með í för verður nýstofnuð hljómsveit að nafni Kronika sem telur meðlimi úr Skálmöld, Dimmu, Sunnyside Road og Reykjavíkurdætrum.

Miðaverð í forsölu er 3.900.-

Skálmöld á NASA!

SKÁLMÖLD Á NASA – LOKSINS!
– Miðasala hefst klukkan 10:00 fimmtudaginn 11. ágúst

Skálmöld
Auðn
Skálmöld plays NASA CLUB, Reykjavík Iceland on the 27th of August.

Það gleður okkur ósegjanlega að tilkynna að Skálmöld heldur tónleika á NASA þann 27. ágúst nk. Eðli málsins samkvæmt hefur sveitin ekki spilað í þessu glæsilega húsi nú um árabil og eftirvæntingin vitanlega mikil því NASA er í öllum sannleika sínum eitt skemmtilegasta tónleikahús veraldar. Hvort þetta verður í síðasta skipti sem Skálmöld hljómar í húsinu skal ósagt látið en óhætt er að lofa afskaplega góðri og júník stemningu.

Óvíst er hvort Skálmöld spilar meira á Íslandi á þessu ári, en framundan eru tónleikaferðir erlendis til þess að fylgja eftir nýrri plötu, Vögguvísum Yggdrasils, sem kemur út þann 30. september. Með þá vitneskju upp á vasann er ekki ótrúlegt að nýtt og áður óspilað efni eigi eftir að hljóma í fyrsta skipti. Spennandi fréttir það.

Um upphitun sér Auðn en sú stórkostlega sveit gerði sér lítið fyrir og hrifsaði til sín þriðju verðlaun í hinu margrómaða Wacken Metal Battle, firnasterkri hljómsveitarkeppni á stærstu þungarokkshátíð heims.

Verið velkomin og gleðjist með okkur því nú er svo sannarlega kominn dómsdagur!

miðasala: https://www.tix.is/is/event/3065/skalmold/

SKÁLMÖLD – NÝTT LAG, MYNDBAND, VÆNTANLEG PLATA OG TÓNLEIKAR Á NASA

SKÁLMÖLD sendir nú frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri breiðskífu. Lagið ber titilinn NIÐAVELLIR og er ein af 9 vögguvísum sem platan inniheldur. Samhliða laginu gerðu drengirnir ansi sérstakt textavídeó sem tekið var upp í Bjargarkrók við Skjálfandaflóa.

VÖGGUVÍSUR YGGDRASILS er fjórða útgáfa Skálmaldar í fullri lengd og lítur dagsins ljós þann 30. september. Sem fyrr eru yrkisefni sveitarinnar þjóðleg og forn og að þessu sinni eru hinir 9 heimar goðafræðinnar í forgrunni. Enda þótt tónlistin sé af sama meiði og áður eru lögin þó öll vögguvísur, ein úr hverjum heimi. Lagalistinn er því sem hér segir:

1. Múspell
2. Niflheimur
3. Niðavellir
4. Miðgarður
5. Útgarður
6. Álfheimur
7. Ásgarður
8. Helheimur
9. Vanaheimur

Framundan hjá Skálmöld er útlandaflakk til þess að fylgja útgáfunni eftir og því alls óvíst um frekara tónleikahald hér á landi það sem eftir lifir árs. Þó er ljóst að sveitin stígur á hið goðsagnakennda svið skemmtistaðarins NASA þann 27. ágúst og lofa þeir sexmenningar frumflutningi á einhverju af nýja efninu.

Miðasala á NASA: www.tix.is/is/event/3065/skalmold
Event fyrir NASA: www.facebook.com/events/1660682100918400

Hægt er að forpanta plötuna á eftirfarandi heimasíðu:
http://smarturl.it/VogguvisurYggdrasils

Skálmöld spilar á Nasa 27. ágúst

Hljómsveitin Skálmöld heldur tónleika á hinum merka tónleikastað NASA í lok mánaðarins, en staðurinn var við það að vera rifinn þegar honum var bjargað. Það eru frábærar fréttir að staðurinn sé kominn aftur á kort íslenskra tónleikastaða og því við hæfi að ein vinsælasta þungarokksveit landsins upphefji rokkið með tónleikum þar!

Fréttatilkynning frá Skálmöld:

Það gleður okkur ósegjanlega að tilkynna að Skálmöld heldur tónleika á NASA þann 27. ágúst nk. Eðli málsins samkvæmt hefur sveitin ekki spilað í þessu glæsilega húsi nú um árabil og eftirvæntingin vitanlega mikil því NASA er í öllum sannleika sínum eitt skemmtilegasta tónleikahús veraldar. Hvort þetta verður í síðasta skipti sem Skálmöld hljómar í húsinu skal ósagt látið en óhætt er að lofa afskaplega góðri og júník stemningu.

Óvíst er hvort Skálmöld spilar meira á Íslandi á þessu ári, en framundan eru tónleikaferðir erlendis til þess að fylgja eftir nýrri plötu, Vögguvísum Yggdrasils, sem kemur út þann 30. september. Með þá vitneskju upp á vasann er ekki ótrúlegt að nýtt og áður óspilað efni eigi eftir að hljóma í fyrsta skipti. Spennandi fréttir það.

Um upphitun sér Auðn en sú stórkostlega sveit gerði sér lítið fyrir og hrifsaði til sín þriðju verðlaun í hinu margrómaða Wacken Metal Battle, firnasterkri hljómsveitarkeppni á stærstu þungarokkshátíð heims.

Verið velkomin og gleðjist með okkur því nú er svo sannarlega kominn dómsdagur!

Skálmöld – Baldur (2010)

Tutl –  2010

Það var þessi „loksins“-tilfinning sem greip mig þegar ég stóð frosinn í sporunum á gólfi Egilsbúðar fyrir framan opnunarsveit Eistnaflugs 2010. Það voru ekki margar hræður í salnum en einhvern veginn fann maður að flestar þeirra vissu að það sem væri að gerast þarna uppi á sviðinu væri upphafið að einhverju svo miklu meira.

Það var rétt. Á því rúma ári sem þessi hljómsveit hefur starfað hefur hún tekið upp breiðskífu, gert plötuútgáfusamning, farið í tónleikaferð til útlanda, verið staðfest á Wacken, sópað heilum skara af nýjum áheyrendum á íslenska þungarokkstónleika og skipað sér meðal fremstu íslensku sveita. Eftir standa bílskúrsrokkarar sem klóra sér í hausnum og spyrja sig að því hvernig í andskotanum þeir hafi farið að þessu.

Það er ekkert nýtt að gerast í tónlistinni á plötunni Baldur. Nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur, ég hef heyrt þetta allt saman áður. Samt, á einhvern gjörsamlega fáránlegan hátt, svínvirkar þetta og fáar plötur hafa tekið jafnmarga snúninga hjá mér þetta árið. Baldur er samsuða af klisjum héðan og þaðan sem mynda þennan afskaplega góða graut. Þetta rímar allt svo vel saman að klisjurnar ná ekki að pirra mig heldur fíla ég þær í þessum búningi. Þessir drengir taka sig heldur ekki alvarlega og gleðin sem skín af þeim á sviði nær einhvern veginn að berast gegnum hátalarana í stofunni líka. Platan er ofboðslega góð, það er ekki dauðan punkt að finna á henni – algjör völundartónsmíð!

Nýútkomin útgáfa þeirra á fáa sína líka hér á landi. Engu er til sparað og pakkinn er, leyfi ég mér að fullyrða, sá glæsilegasti sem ég hef séð þegar íslenskt þungarokk er annars vegar. Það er eins og meðlimir Skálmaldar hafi áttað sig á því að maður þarf að hafa eitthvað í höndunum til að selja það. Bílskúrsrokkarinn, sem er enn að klóra sér í hausnum, á hins vegar í óttalegu basli með að skilja þetta leyndardómsfulla markaðslögmál og gremst að það sé enginn búinn að uppgötva hljómsveitina hans þar sem hún spilar nú á börum Reykjavíkur aðra hvora helgi – reyndar alltaf sömu fimm lögin. Síðan heldur hann að sjálfsögðu áfram að semja textana sína á lélegri ensku og rembist við að semja sjötta lag hljómsveitarinnar svo hún geti gefið út DIY-demo númer tvö.

Fyrst og fremst held ég að Skálmöld hafi sýnt senunni hvernig á að gera þetta og hvað sinnuleysi og samdauna hugsunarháttur innan hennar steingeldir hana. Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi og að eins ævintýralega hallærisleg hljómsveit og Skálmöld skuli skilja „alvöru“ metalhausana eftir með krosslagðar hendur og fýlusvip er bráðfyndið.

Drifkraftur og metnaður út í gegn, í hverjum einasta þætti sköpunarinnar, er það sem skilaði Skálmöld skjótum frama og því sem bíður þeirra á næstu misserum. Það er sama hvar drepið er niður fæti, allt er unnið eftir hæsta staðli. Ég enda þessa umfjöllun ekki án þess að minnast á texta plötunnar, sem eru listaverk út af fyrir sig. Ég vissi til að mynda ekki hvert ég ætlaði þegar ég fattaði að samin hefðu verið sléttubönd fyrir þungarokkshljómsveit – hvað er það eiginlega töff? Hér hafa verið sett ný viðmið í íslenskri textagerð, og gys gert að þeim sem semja á ensku til að auka líkurnar á frama í útlöndum.

Það verður gaman að fylgjast með Skálmöld í framtíðinni og það ætla ég ekki að gera með krosslagðar hendur og fýlusvip.

Kurdor

Eistnaflug 2014 – 10 ára!

At The Gates, The Monolith Deathcult, Zatokrev, Havok, Bölzer

Agent Fresco, AMFJ, Angist, Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan

Hvar? Egilsbúð, Neskaupstað
Hvenær? 2014-07-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvað er Eistnaflug?
Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Neskaupstað aðra helgina í júlí, sem í ár er 10. – 12. júlí. 42 bönd deila sviði allt frá indí til black metals. Keyrðu hringinn og kíktu við á Eistnaflug!

Það er fyrirtækið Millifótakonfekt ehf. sem heldur Eistnaflug.
Framkvæmdastjóri er Stefán Magnússon, stebbi (at) eistnaflug.is

Hvernig kemst ég á Eistnaflug?
Hægt er að fljúga til Egilsstaða með Flugfélagi Íslands og taka þaðan rútuna til Neskaupstaðar.
Ef farið er á bíl frá höfuðborgarsvæðinu er um rétt rúma 700 kílómetra að ræða. Akið varlega!

Gisting
Það eru tvö tjaldstæði á Neskaupstað, annað er partý tjaldstæðið og hitt er fjölskyldutjaldstæðið. Ef að þig langar að djamma allan sólahringinn þá er partý tjaldstæðið sniðið að þínum þörfum, ef að þú vilt sofa og hvíla þig vel þá er fjölskyldusvæðið þitt svæði.

Þessa helgi er partýtjaldstæðið einungis fyrir gesti Eistnaflugs.

Á Neskaupstað eru einnig 3 hótel en það eru Hótel Edda, Hótel Capitano og Hótel Egilsbúð.

Miðasala
Miðaverð í forsölu: 12.900 kr
Miðaverð við hurð: 13.900 kr
Dagspassi: 6.500 kr

Ath. 18 ára aldurstakmark
http://www.eistnaflug.is

http://www.eistnaflug.is

Event:  https://www.facebook.com/events/249309758568730/?ref_dashboard_filter=upcoming
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7938/

Skálmöld

SKÁLMÖLD

Hvar? Oher
Hvenær? 2011-02-24
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2900 kr
Aldurstakmark? 18

 

Hljómsveitin Skálmöld var stofnuð á haustmánuðum árið 2009. Sveitin spilar melódískt þungarokk í víkingastíl, og sækir innblástur í sagnaarfinn og goðafræðina, hefðbundinni bragfræði er gert hátt undir höfði og vandað er til verka.

Fyrsta plata Skálmaldar hefur hlotið nafnið „Baldur“ og rekur sögu víkings, allt frá því áður en hann missir allt sitt í árás, fjölskyldu, bú og land, til dauða og reyndar enn lengra. Eftir þessar raunir hefur hann aðeins eitt arkmið, að hefna fyrir vígin og voðaverkin og fylgjum við honum eftir í þeim aðgerðum. Hvert lag plötunnar er því ómissandi hluti sögunnar og textarnir mjög svo mikilvægir. Enda þótt sagan um Baldur sé í raun ný káldsaga eru í henni margar tilvísanir og minni í ætt við fornsögurnar og hina fornu goðafræði.

Event:  
Miðasala: