Efnisorð: Shelter

Quicksand með nýja plötu á þessu ári.- Uppfært

Bandaríska rokksveitin Quicksand sendir frá sér plötuna Interiors á þessu ári, en þetta er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan 1995, en hin stórkostlega “Manic Compression” var gefin út í febrúar það árið. Í hljómsveitinni eru engir viðvaningar, en í henni má finna þá Walter Schreifels (Gorilla Biscuits, Rival Schools ofl.), Tom Capone (Gorilla Biscuits, Handsome, Beyond, Bold, Shelter,Crippled Youth, ofl.) Alan Cage (Burn, Beyond) og Sergio Vega (bassaleikari Deftones). Á facebook síðu sveitarinnar má finna smá örlítið sýnishorn af því sem við má búast.

Uppfært: 15:00
Nýtt lag með sveitinni er nú komið í spilun á Spotify:

Shelter - Mantra

Shelter – Mantra (1995)

Roadrunner Records –  1995
11 lög

Til þess að fá góða mynd af áhrifamætti þessa disks þá skulum við fá smá sviðsetningu.

Þetta er búinn að vera erfiður dagur, langur og strembinn. Skólinn erfiður og niðurdrepandi; Þýska, Efnafræði og Stærðfræði, skólaleiði og allsherjar viðbjóður. Ungur maðurinn kemur heim og hlammar sér í rúmið, grúfir andlitið niður í koddann og öskrar, ekki langt frá því að springa og fara að skæla. Vonar að hann geti grátið í burtu skólann og debet-reikninginn í bankanum. Teygir sig í geisladiskaskápinn og vonast eftir upplífgandi efni, einhverju til þess að dreifa og deifa hugann. Dregur út disk af handahófi.

Bóas: Shelter, Mantra. Ég hef ekki hlustað á þennan síðan ég keypti hann… þá fannst mér hann ekkert sérstakur.

Bóas svíkur þó ekki lit, hann ætlaði að hlusta af disk af handahófi og nú skal það gert. Möntrunni er skellt undir geislann, með hálfum huga. Ekki byrjar það nú vel….eða…jú.

Textabókin er dregin út og kafað inn í ókunnan heim Shelter.

Tónlistin er flott, hröð og vottar fyrir miklum harðkjarna, enda skildi engan furða með bakgrunn þessara pilta. Meðlimir Shelter koma nefninlega úr heimi harðkjarnans, úr hljómsveitum á borð við Youth of Today og Gorilla Biscuits. Ekki amalegur bakgrunnur það!

Söngurinn er eilítið tormeltur, kannski ekki fyrir hvern sem er að “fíla” en hann höfðar fyllilega til unga mannsins, sem hefur fyrr en varir gleymt áhyggjum sínum og situr sem fastast með textana í höndunum. Hann hristir búkinn í takt við tónlistina og raular með…. eins og allar áhyggjur heimsins séu á bak og burt. Sýgur upp í nefið og sekkur í sífellu dýpra inn í heim Shelter.

Tónlistin á disknum flakkar á milli götu hardcore´s af gamla skólanum og rólegra rokklaga sem gætu höfðað til allra sem hlusta á Foo Fighters. Af nógu er að taka í grípandi lögum, dansvænum köflum, fjörugum og spennadni köflum sem fá líkamann til þess að hreyast og iða. Allir skankar sveiflast til og frá raddböndin fá sig ekki stillt um að spreyta sig og syngja með.

Textagerðin er mjög góð, hún er mjög hardcore (að mínu mati). Fjalla textarnir um allt frá vináttunni, vanþakklæti mannana í garð heimsins, óhóflegri kjötneyslu neyslusamfélagsins og til einmannaleika.

Það má glögglega greina það að Ray Coppola, söngvari, er mjög

andlega-sinnaður. Hann skrifar meðal annars inngang í textabókinni þar sem hann talar um það að engin geti neitað því að vera andlega-sinnaður. Öll séum við það innst inni, við trúum öll á eitthvað okkur æðra og að það haldi í okkur lífinu.

Tónlistarlega komast Shelter mjög vel frá sínu, gítarleikur er þéttur og vandaður, bassaleikur er það sömuleiðis og trommurnar líka. Söngurinn, eins og áður sagði, gæti farið í taugarnar á einhverjum, en ekki mér.

Gaman er að lesa textana, bæði þá sem fylgja tónlistinni og þá sem eru tileinkaðir lesandanum, eins og inngangurinn og ýmis fróðleikur, þar á meðal er heimilisfang hjá fyrirtæki sem framleiðir skófatnað sem á engan hátt er unnin úr dýrum, fatnað sem framleiddur er algerlega án þess að níðast á dýrum eða náttúrunni.

Toppar:

Letter To a Friend
Appreciation
Here We Go
Not The Flesh

Ég gæti haldið áfram í allan dag!

Bóas

Shelter - When 20 summer pass

Shelter – When 20 summer pass (2000)

Victory Records –  2000

Ég var svo heppinn að sjá Shelter í sumar í þýskalandi og verð ég að segja að ég á aldrei eftir að
glayma því momenti, anrúmsloftið voru svo æðislegt að ég var næstum því farinn að gráta. En nóg með, When 20 summer pass er
síðasta platan sem Shelter ætla að gefa frá sér og verður hún að teljast ein sú allra besta sem þeir hafa gert. Þvílík snild sem þessi plata er. Hún er svoooo skemtileg í hlustun að maður á erfitt með að setja kyrr. Það er allt
sem maður elskar við Shelter þarna ógleymanleg viðlög með æðislegu singalongi, catchy riff og frábærir textar. Það eina sem ég er ekki nógu sáttur við er sándið það hefði mátt vera aðeins betra en þegar lögin eru þetta góð þá er manni bara allveg sama. Þetta er án efa partý plata ársins. Ef að þú ert í fílgúd skapi þá mæli ég eindregið með að þú skellir þér á eintak

toppar
when 20 summer pass
in the van again
song of brahmma
Crushing Some One You Love

Frábær diskur.

Egill