Efnisorð: Shai Hulud

Hljómsveitin END (Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted) kynna nýja EP plötu

Nýverandi og fyrrum meðlimir hljómsveitanna Counterparts, Fit For An Autopsy, Reign Supreme, Blacklisted, Misery Signals og Shai Hulud hafa stofnað saman hljómsveitina END.  Hljómsveitin gefur út plötuna “From The Unforgiving Arms Of God” í september og er það Good Fight Music sem gefur út efni sveitarinnar.  Í hljómsveitinni eru þeir Brendan Murphy (Counterparts), Will Putney (Fit For An Autopsy), Jay Pepito (Reign Supreme, ex-Blacklisted), Greg Thomas (ex-Misery Signals, ex-Shai Hulud) og Andrew McEnaney (Structures, Trade Wind).

Lagalisti plötunnar:
1. Chewing Glass
2. Usurper
3. Love Let Me Die
4. From The Unforgiving Arms of God
5. Necessary Death
6. Survived By Nothing

Hægt er að hlusta á lagið Usurper hér að neðan:

Shai Hulud - Hearts Once Nourished With Hope And Compassion

Shai Hulud – Hearts Once Nourished With Hope And Compassion (1997)

Crisis/Revelation Rec –  1997
Produced af Shai Hulud, 9 lög

Þetta er fyrsta breiðskífa þeirra Shai Hulud félaga og er hún vægast sagt geðveik. Þetta eru ungir snillingar og hafa þeir áður gefið út litlan geisladisk með fáeinum lögum sem fáeinir útvaldir hafa heyrt í. En þessi plata er það fyrsta (en ekki síðasta) frá þessu brútal hardcore-melódísku-metal bandi og þetta er bara snilld ekkert annað. Lögin eru öll flókin og mar er ekki alveg að fara að slamma í TAKT við þessa gaura!!!! Taktbreytingarnar hjá þeim eru svo flottar og svo vel planneraðar að það er bara ekki hægt en…. jú það er víst hægt !!!! Lögin eru þung-melódísk og söngvarinn er klikkaður 16 ára gutti (ekki lengur…-Birkir) sem öskrar verri en ég veit ekki hvað (mar fær svolitla minnimáttarkennd). Diskurinn var tekinn upp í Morrissound studios í Florida og eins og allir gömlu dauðarokkarar og old-school metalhausar eiga að vita þá koma einmitt bestu böndin útúr því stúdíóí! Hljómgæðin er algerlega þeirra eiginstíll og allir eru þeir þéttir en ég er samt ekki nógu ánægður með einn gítaristan sem er bara ekki nógu nákvæmur, en samt sem áður er þetta þvílík snilld sem fær gersamlega two thumbs up hjá mér!

Toppar: This wake I myself have stirred
For the world (af fyrsta stutta disknum þeirra, bara endurbætt og AÐEINS kraftmeiri)

Kópur

Shai Hulud - That Within Blood Ill-Tempered

Shai Hulud – That Within Blood Ill-Tempered (2003)

Revelation Records –  2003
www.hulud.com

Það er svo mikill tími búin að líða frá því að síðasta breiðskífa Shai Hulud kom út. Ef ég man rétt þá eru það 6 helvítis ár! Á þeim tíma hafa þeir gegnið í gegn um rosalegar mannabreytingar þannig að ég var mjög kvíðinn því að hlusta á þessa plötu því að síðasta breiðskífa þeirra Hearts Ones Nourished by Hope And Compassion, var svo sannarlega framúrskarandi verk sem gerði það að verkum að hundruði banda fóru að apa eftir Shai Hulud og gera það enn í dag. Má segja að Matt Fox (eini upphaflegi meðlimurinn) og félagar hafi skapað glænýjann stíl sem hafði svo mikil áhrif á hardcore landslagið öll árin og til dagsins í dag, eftir útgáfu áðurnefndrar plötu.
Margt er búið að gerast á þessum árum í hardkorinu… Við höfum séð alls kyns tilbrigði við hardcore/punk/metal koma og fara, staldra við, nýjir stílar skotið upp höfðinu og fullt af ungum böndum sem virðast vera að sprengja allt utan af sér hvað varðar ferskleika og vinsældir.
That Within Blood Ill-Tempered er án efa sú plata sem hefur verið beðið með hvað mestri eftirvæntingu síðustu árin. Ég sjálfur hef allan þennan tíma verið skíthræddur um hvernig mál hefðu þróast. Hvort að Shai Hulud færu að eltast við einhver leiðindar trend, aðlaga sig andlausu metalkori eða gefa eftir í þeim yfirþyrmandi tónlistarlega metnaði sem þeir hafa sýnt frá upphafi. Það gleður mig óhemju mikið að tilkynna ykkur að ekkert af þessu á við Shai Hulud! Þeir eru enn hardcore og það leikur um þá einhver ósnertanleg ára heillinda. Þeir eru heilir og þeir fara sína leiðir. Tónlistin er ennþá óhugnalega tignarleg, torfmelt, mikilfengleg og falleg á sama tíma.
Hér er svo mikið um ótrúlegar kaflaskiptingar, frjósemi og mikilfengleglegar uppbyggingar. Endalaust flæði grípandi og margslunginna kafla sem einir og sér hefðu geta haldið uppi heilu lagi. En í stað þess fáum við gusur af snilld sem eru búnar áður en við áttum okkur á því. Stundum vildi ég að þeir stöldruðu við suma þessara kafla og spiluðu þá lengur út því þeir eru svo dásamlegir. En það gera þeir ekki. Fyrst gat þetta pirrað mig svolítið, en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta er sá eiginleiki sem fær mig til að spila plötuna aftur og aftur í heild sinni, hvað eftir annað, oft mörgum sinnum á dag og ég er búinn að eiga þennan disk í rúman mánuð. Spila hann á hverjum degi. Það segir meira en mörg orð um galdrana sem eiga sér stað á þessu plasti.
Tónlistin er jafnvel flóknari en á fyrri verkum Shai Hulud. Sem og áður, þá heldur þetta hljómsveitinni í sérflokki sem fáar hljómsveitir, þó góðar séu, komast nálægt. Þegar ég segji “flókið” ekki halda að þetta séu einhverjar Dillinger Escape Plan metal-stærðfræðiæfingar. Hér fæ ég meiri tilfinningu fyrir ástríðunni og tilfinningunum sem sett er í lögin. Intensití mælistikan er sprengd hérna hvað eftir annað. Þetta er ekki metall. Þetta eru hardcore hundarnir í Shai Hulud að gera það sem þeir gera best og í leiðinni án þess að gera sér kannski grein fyrir því, jarða hvert metalcorebandið á fætur öðru, mélinu smærra.
Svo eru það textarnir. Mamma mía! Þeir eru mun betri en áður. Það verður bara að segjast. Frábærir textar með meiningar. Hér er farið yfir víðann v-ll tilfinninga, skoðanna og málefna. Þeir hafa eitthvað að segja, eru reiðir, glaðir, vonlausir, vonmiklir, hvetjandi og hreyfandi. Þeir eru settir fram á ljóðrænan hátt og eru ekki augljósir strax við fyrsta lestur en svo sér maður innihaldið í réttu samhengi og þá fer rússíbaninn almennilega af stað. Að lesa textana á meðan tignarleg tónlistin hamast á manni. Ég gæti ekki beðið meira!
Án efa besta verk Shai Hulud til þessa. Þá erum við að tala um rosalega tónlist.

Birkir

Shai Hulud

Ný breiðskífa íslandsvinanna í hljómsveitinni Shai Hulud “Reach Beyond The Sun” er væntanleg í næstu viku. Platan er gefin út metalblade útgáfunni, og er hægt að nálgast hana í forpöntun hér:

Hægt er að hlusta á lagið “Monumental Graves” af umræddri plötu á heimasíðu Metalsucks eða hér að neðan:

Shai Hulud

Hinir stór góðu Íslandsvinirnir í Shai Hulud stefna á útgáfu nýrrar breiðskífu í lok maí mánaðar á þessu ári. Í þetta skiptið er efni sveitarinnar geifð út af Metal Blade útgáfunni og mun innihalda eftirfarandi efni:
01 – “Venomspreader”
02 – “The Creation Ruin”
03 – “Misanthropy Pure”
04 – “We Who Finish Last”
05 – “Chorus Of The Dissimilar”
06 – “In The Mind And Marrow”
07 – “To Bear The Brunt Of Many Blades”
08 – “Four Earths”
09 – “Set You Body Ablaze”
10 – “Be Winged”
11 – “Cold Lord Quietus”
“I. They Congregate To Mourn”
“II. The Persecution Of Every Next Breath”
“III. Go Forth To Life”

Shai Hulud

Svo virðist vera að söngvari hljómsveitarinnar Shai Hulud. Geert Van der Velde, hafi ákveðið að yfirgefa bandið og er því möguleiki að um endalok sveitarinnar séu nærri. Nýlega á tónleikum í New York tilkynnti sveitin að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar á þessum stað og því má búast við að hljómsveitin hafi ákveðið að hætta fyrir fullt og allt. Möguleiki er samt á því að upprunalegi söngvari sveitarinnar Chad Gilbert syngi með sveitinni á loka tónleikum sveitarinnar, en það eru víst bara sögusagnir.

Shai Hulud

Nýja Shai Hulud platan “That Within Blood Ill-Tempered” verður gefin út 20. maí næstkomandi af Revelation útgáfunni. Platan mun innihalda eftirfarandi slagara:
01 – “Scornful Of The Motives And Virtue Of Others”
02 – “Let Us At Last Praise The Colonizers Of Dreams”
03 – “The Consummate Dragon”
04 – “Willing Oneself To Forget What Cannot Otherwise Be Forgiven”
05 – “Two And Twenty Misfortunes”
06 – “Being Exemplary”
07 – “Given Flight By Demon’s Wings”
08 – “Whether To Cry Or Destroy”
09 – “This Song: For The True And Passionate Lovers Of Music”
10 – “Ending The Perpetual Tragedy”

Shai Hulud

Hljómsveitin Shai Hulud ætlar sér að gefa út plötuna “That Within Blood Ill-Tempered” í lok maí mánaðar á þessu ári. í Dreifingu núþegar er að finna kynnnigarplötu (sampler) með tveimur lögum af þessarri tilvonandi plötu. Lögin heita “This Song: For The True And Passionate Lovers Of Music” og “Two And Twenty Misfortunes”.

Shai Hulud

Hljómsveitin Shai Hulud mun gefa út nýja plötu 20. maí næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “That Within Blood Ill-Tempered” og verður hún gefin út af Revelation Records. Daginn eftir útgáfuna ætlar sveitin ásamt Most Precious Blood og Bleeding Through að halda í tónleikaferðalag sem líkur 6. júlí.