Efnisorð: Septicflesh

Hlustaðu á nýju SEPTICFLESH plötuna núna – Gefin út á morgun!

Harðkjarni hefur fengið það hlutverk að frumflytja nýju SEPTICFLESH plötuna í heild sinni í dag, fimmtudaginn 31. ágúst, en platan sjálf er væntanleg í búðir á morgun föstudaginn 1. september. Þessi nýja skífa sveitarinnar hefur fengið nafnið “Codex Omega” og mun innihalda eftirfarandi lög:

1. Dante’s Inferno
2. 3rd Testament (Codex Omega)
3. Portrait of a Headless Man
4. Martyr
5. Enemy of Truth
6. Dark Art
7. Our Church, Below the Sea
8. Faceless Queen
9. The Gospels of Fear
10. Trinity

Auka diskur verður í boði í viðhafnarútgáfum, en á honum verður að finna eftirfarandi efni:

1. Martyr of Truth
2. Dark Testament
3. Portrait of a Headless Man (Orchestral Version)

Hljómsveitin hafði eftifarandi um plötuna að segja:

“The beginning of autumn marks the release of our tenth opus ‘Codex Omega’. You are all welcome to enter Inferno in search for the last Testament. Here only the Headless prevail, as there is no godhead above. Here Martyrs died for the sake of reason and knowledge. And our Art is our Church. Our Queen is no ‘virgin’ Mary. Our Gospels are bringing fear. And at the end, the true identity of Trinity is revealed. Behold Codex Omega!”

Kynnist sveitinni nánar:
www.facebook.com/septicfleshband
http://smarturl.it/SepticfleshCodex
www.facebook.com/seasonofmistofficial

Septicflesh – Communion (2008)

Season Of Mist –  2008
Lovecraft´s Death

Stundum þarf maður renna oftar enn einu sinni í gegnum plötur til að þær ná að grípa mann alminlega. Oftast dugar tvisvar til þrisvar sinnum svo maður getur sagt með vissu að viss plata er nokkuð góð eða algjört drasl. En það hentir stundum að plata grípur mann eftir eina hlustun. Sömuleiðis hentir það mann eftir eina hlustun til að álíta gripinn sem óforbetranlegur kúkur sem átti ekki skilið það starf sem það fékk sem felst í þá pródúseringu, ljósmyndun, grafíska hönnun, prentun á bæklingi og allt það sjitt einfaldlega útaf því að hljómsveitin er verra en dýr.

En stöku sinnum hentir sá fáheyrði atburður að maður þarf varla að hlusta á gripinn til að vita hvað maður má búast við. Fyrsta lagið á Communion var ekki búið þegar það laust í mig að hér væri á ferðinni tónlistarperla árþúsúndsins. Þessi plata er ómengaður unaður á að hlusta. Communion er svo sannarlega stórvirki í sinn tandurtærustu mynd. Hún er epísk, brútal og, hreint út sagt, stórfenglegt meistarastykki.

Maður getur heyrt vísi af þessum tónlistarlegu pælingum á eldri plötum Septic Flesh, t.d. á Ophidian Wheel (´97) og A Fallen Temple (´98). Þessar pælingar ná nýjum og ótrúlegum hæðum með meistarastykkinu Sumerian Daemons frá 2003. Eftir þá plötu fór bandið Septic Flesh í rúmlega fjögra ára frí, komu svo saman á ný árið 2007, með nýjan trommara, einbeittan fókus og ögn öðruvísi nafn. En Septic Flesh heita nú Septicflesh.

Spiros Antoniou sér um söng og bassa, Christos Antoniou er á gítar og samplara, Sotiris Vayenas á gítar og nýji trommarinn heitir Fotis Benardo, en með þeim í för er rúmlega 80 manna stórsveit og 32 manna kór með í spilinu sem gefur tónlistinni á plötunni alveg gífurlega dýpt. Ef það ætti að bæta við enn eitt metal-sprekið við hina gríðarlega hávöxnu og þykku metalösp væri klárlega hægt að kalla þessa stefnu, þó það hljómi kjánalega, “Epískt óperudeþmetall”. Efniviðurinn er nefnilega af afar epískum skala, sem er egypsk og grísk goðafræði.

Ég skal segja ykkur það að þetta er blanda sem virkar einsog hvíthákarl er hefur verið genasplæstur við fjallagórillu með leiserbyssu ólaða við höfuðið. Í einu orði sagt FOKKINGOVSÖM!

Að hlusta á þennan grip lætur manni líða einsog maður sé ósigrandi ofurhetja. Að maður getur vaðið yfir eldhraun, nakinn, án þess að verða meint af. Að maður gæti snúið naut niður með litla fingri og rotað það með augnráðinu. Að maður gæti stöðvað og velt lest með því að prumpa á það. Þetta er án efa með betri metalplötum sem hefur verið gefið út nokkurntímann, og pottþétt ein besta plata ársins 2008.

Er Spiros hefur upp sína djúpu og sargandi raust í fyrsta laginu, Lovecraft´s Death, fékk ég gæsahúð og þó svo að röddin sé effektuð töluvert, kemur það einfaldlega snilldarlega vel út og fyrsta lagið gefur tóninn fyrir því sem koma skal – epískt, brútal og verulega töff stöff! Og hin afar ánægjulega gæsahúð kom í öldum alveg þar til lokalagið kláraðist, Narcissus, og mér fannst ekki ein einasta feilnóta tekinn, ekki ein. Þetta er plata sem mun vera reglulega spiluð á mínu heimili. Er ég eignast börn verður Lovecraft´s Death spilað við fæðingu. Þegar ég dey, verður Lovecraft´s Death spilað við jarðaförðina.

Þau lög sem standa uppúr (fyrir utan Lovecraft´s Death) að mínu hógværa mati eru Annubis, Communion, Sunlight/Moonlight og Persepolis. Leiðrétting: Öll helvítis platan.

Persepolis

Þórður Ingvarsson

Septicflesh

Grísku harðnaglarnir í Septicflesh (sem áttu plötu ársins 2008 á Harðkjarna) hafa tilkynnt að þeir séu að vinna að nýrri plötu sem búist er við að komi út haustið 2010.
Á nýjan leik vinna þeir með Fredrik Nordström í studio Fredman í Svíþjóð og einnig fá til liðs við sig fílharmoníu- sinfóníuhljómsveit og kór frá Prag en það batterí tók þátt í síðustu plötu þeirra; Communion.