Efnisorð: Seasons Beatings, Umfjöllin, Tónleikaumfjöllun,valli, Tónleikar,

Seasons Beatings

The Dome – Tuffnel Park 16.desember

Length of Time, Special Move, Underule, Knucledust, BDF, Decimate, Ignoramus, Cry for Silence, Incoherence, Last hours of Torment, 50 Caliber, Downtrodden.

Vááááá…pælið í lineupi: Length of Time, Special Move, Underule, Knucledust, BDF, Decimate, Ignoramus, Cry for Silence, Incoherence, Last hours of Torment, 50 Caliber og Downtrodden. Ég þekkti að vísu ekki nærri því öll böndin þegar ég mætti á þessa tónleika… En það er alltaf gaman að kynnast einhverju nýju.

Hvað er betra en að vakna um hádegisleitið á sunnudegi og skella sér á tónleika? Það voru nokkrir gaurar sem ákvaðu að halda saman tónleika og fengu alla vini sína í senunni til að spila og skemmta sér. Þetta voru fyrstu tónleikarnir mínir á the Dome og segja má að tónleikasalurinn hafi komið mér á óvart. Orðið Bingósalur kemur upp í huga þegar maður hugsar um salinn. Það var fullt af jólaskrauti út um allt og allt frekar happy. Tónleikarnir áttu að hefjast hálf eitt en eins og gengur og gerist seinkaði fyrsta bandinu um klukkutíma… engar áhyggjur.. því tíminn var nægur. Aftast í salnum var verið að selja vegan mat og þar við hliðina var áróðursborðið, þar sem maður gat lesið allan andskotann um hræðilegt ástand heimsins í dag. Í miðjum salnum var þykk svört lína og við endan á henni var miði sem á stóð “Violence beyond this line”.. þeir sem eru viðkvæmir og þola ekki gróft mosh, hafa þá fengið góða aðvörun. En að hljómsveitum dagsins.

Downtrodden
Fyrsta band dagsins var bandið Downtrodden. Greinilega ungt band í þróun, sveitin átti ágæta kafla, en að mínu mati vantaði eitthvað á til að gera þetta að góðu bandi. Helsti galli bandins var að það vantaði samhæfingu í spil sveitarmeðlima, en söngvararnir (2 stk) stóðu sig vel og öskruðu að miklum krafti. Það var ekki mikið af liði mætt á tónleikana og ekki mikil hreyfing, en thratt fyrir thad var skemmtileg stemming í salnum.

50 Caliber
Næsta band var mun betra, enda eitthvað sem fólkið í salnum þekkti. Það sem mér persónulega fannst áberandi við bandið var lélegt bassasound, (hvort sem það hafi verið bassaleikaranum sjálfum að kenna, eða bara hljóðgaurnum hef ég ekki hugmynd um). Sveitin var samt helvíti fín og spilaði metalblandað hardcore með helvíti góðum söngvara. Eitthvað af því liði sem var mætt á tónleika fór að sýna hvað það hefur upp á að bjóða með allskonar karatespörkum og þyrluspöðum.

Last hours of Torment
Þriðja bandið. Last hours of Torment inniheldur einnig tvo söngvara eins og fysta bandið. Segja má að sveitin sé multi racial, enda aðeins einn hvítur gutti í bandinu. Öskur söngvaranna voru helvíti skemmtileg, enda söngvararnir með mjög ólíkar raddir. Annar dimmraddaður, en hinn aðeins í skrækari kanntinum. Enn og aftur er það harður metall í blandi við hardcore takta. Söngvararnir sjálfir sjáum slammið í þetta skiptið enda ekki mikið pláss á sviðinu fyrir þá.

Incoherence
Ég var búinn að sjá Incoherence einusinni áður á tónleikum með American Nightmare, og þá náðu þeir að heilla mig það mikið að ég keypti mér demoið þeirra. Enn og aftur stóðu þeir sig djöfulli vel enda vægast sagt frábært band. Lögin þeirra eru blönduð af eðal hardcore með smá emo fíling, sem er samt ekki mikið áberandi. Þegar þessi sveit gefur út disk má alveg 100% reikna með því að ég kaupi mér eintak af honum. Sviðsframkoma sveitarinnar er alveg frábær og eru flest allir á svæðinu að syngja með þar sem sveitin er greinilega vinsæl hérna í dag.

Cry for Silence
Enn og aftur er það sveit sem allir á svæðinu virðast elska. Cry for Silence eru helvíti góðir, það er bara svo einfalt, þeir eru helvíti góðir. Pile-on og Singalong. Hljómsveitin spilar skemmtilega blöndu af metal og hardcore sem virðist heppnast alveg einstaklega vel, mér hlakkar til að sjá meira með þessu bandi. Ég held að bæði Cry for Silence og Incoherence yrðu einstaklega velkomnir á íslandi og ég er alveg viss um að allir sannir hardocore aðdáendur fíli þessi bönd í tætlur. Ég er ekki viss en ég held að söngvari sveitarinnar sé nýr, þar sem hann er ekki sá sami og er á heimasíðu sveitarinnar.

Ignoramus
Gaurinn með Elvis-greiðsluna er mættur á sviðið. Án efa pönkaðasta sveit kvöldsins, hljómsveitin er að ég held ekki með neina einustu metal takta og einbeita sér að stuttum og Agnostic Front legum lögum. Sveitin er góð, en fáir tryllast í pittinum.

Decimate
Eftir stutt hlé var haldið áfram og nú er komið aftur að metalcore-i. “Are you ready for some metal”. Pitturinn er orðinn harðari og lyktin og svitinn orðin verri og meiri. Sveitin stendur sig mjög vel enn bætist við singalong..

BDF
Einn af þeim gaurum sem sá um þessa tónleika er næstur á svið með sveitinni sinni BDF. Hljómsveitin er enn og aftur alveg helvíti góð. Ég er ekkert að vera svona súper positive eða eitthvað álíka, böndin í dag hafa bara verið helvíti góð. Enn og aftur eru 2 söngvarar í sveitinni sem bæði öskra og hálf gelta. Þess má geta að annar söngvari bandins er einnig söngvari hljómsveitarinnar Knuckledust.

Knucledust
Knucledust byrja á því að gera allt vitlaust á svæðinu, pitturinn harðari en hann hefur verið og hendur og fætur fljúgandi út um allt. Hvernig í anskotanum fer fólk að því að vera í gangi í svona langan tíma. Hvað um það, hljómsveitin er geðveik, söngvari sveitarinnar er vel upphitaður eftir að hafa sungið með BDF og er nú kominn úr á ofan. Gítarleikari sveitarinnar hvetur alla til að koma nærri sviðinu, en fáir þora, þar sem ekki margir vilija fá kjaftshögg eða karatespark. Eftir nokkrar tilraunir fjölmennir kvennfólkið nær sviðinu og pitturinn minnkar. Loka lag sveitarinnar er “Shades of gray” með Biohazard og segja má að næstum allir í salnum hafi sungið með. Pitturinn þyngist og þvílíkt singalong. Þetta bætti fyrir þær fréttir að Freebase gætu ekki mætt og spilad þar sem þeir lentu í árekstri á leiðinni á tónleikana.

Underule
Underule voru fínir, en minna mig of mikið á restina af öllum þeim böndum sem hafa spilað hingað til. Sveitin spilar metalcore eins og flest öll böndin hérna í kvöld. Sviðsframkoma sveitarinnar er ekki af verri endanum, en ég sá samt ekki eitt einasta band sem ekki var skemmtilegt að horfa á (sem er ekki slæmt af 12 hljómsveitum).

Special Move
Ég held að Special Move hafi verið ein af fyndnari sveitum kvöldins, pitturinn orðinn þreyttur og fólk aðeins að hvíla sig fyrir næsta band. Hljósmsveitin spilar hardcore, enda ekki við öðru að búast. Það er smá metal fílíngur í þeim en það sem gerði þá sérstaklega fyndna var óperustælar söngvarans og gítarleikarans á milli laga.

Length of Time
Hvað er annað hægt að segja en snilld. Þetta var í 5. skipti sem sveitin spilar í London og eitt er víst… LONDON elskar LENGTH OF TIME. Liðið var alveg brjálað. Length of time spila fullt sett, og taka alla sínu helstu slagara. Þeir eru þyngri en ég hef heyrt þá áður, og ef eitthvað er að marka nýjasta lagið þeirra, þá verður næsti diskur sveitarinnar algjört meistarastykki. Í fyrsta skipti í langan tíma tók ég þátt í pittinum enda er ég með marblettina til að sanna það. Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel og þegar Length of time voru að spila. Þeir voru frábærir.

Ég vona að myndirnar sem við Lísabet tókum á tónleikunum takist, þar sem þetta er dagur sem ég mun lengi muna eftir. Það er möguleiki að ég skelli þessum myndum á netið ef þær eru þess virði. Allt í allt var þetta skemmtulegur dagur, en aðeins í lengri kanntinum, það hefði kannski verið betra að þekkja eitthvað af þessu fólki sem var á tónleikunum, en kannski gerist það bara með tímanum.

http://bdf.port5.com/
http://www.underule.co.uk/
http://www.50caliber.co.uk/
http://homepage.ntlworld.com/xsimon.sx/
http://members.tripod.co.uk/SpecialMove/
http://www.cryforsilence.co.uk/
http://www.lengthoftime.com

valli