Efnisorð: Season of Mist

Merrimack kynna streyma nýrri plötu

Franska hljómsveitin Merrimack gefur út nýja breiðskífu að nafni “Omegaphilia” í lok vikunnar, en plata þessi verður gefin út af Season of Mist útgáfunni. Hljómsveitin hafði eftirfarandi um plötuna að segja:

“The time has come to reveal ‘Omegaphilia’ in its entirety. To give credit, where it is due, our opening track features Frater Stephane from NKRT during its ritualistic introduction, while an amateur choral can be heard on the closing song, which was open-minded enough to participate on such an infamous project. We hope that you’ll like this album as much as we do!”

Lagalisti plötunnar:
1. Cauterizing Cosmos
2. The Falsified Son
3. Apophatic Weaponry
4. Gutters of Pain
5. Sights in the Abysmal Lure
6. Cesspool Coronation
7. At the Vanguard of Deception

Nánari upplýsingar:
www.facebook.com/merrimackofficial
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/MerrimackShop

Kontinuum í hljóðveri!

Íslenska rokksveitin Kontinuum er í hljóðveri þessadagana að taka upp nýtt efni fyrir tilvonandi breiðskífu. Þetta mun vera þriðja breiðskífa sveitarinnar, en sú fyrsta sem verður gefin út af Season Of Mist útgáfunni. Samkvæmt facebooksíðu sveitarinnar hófust upptökurnar laugardaginn 27. maí. Áðurfyrr hefur sveitin gefið út plöturnar Earth Blood Magic (2012) og Kyrr (2015). Von er á því að ný plata sveitarinnar verði gefin út fyrir lok ársins.

Zhrine & Auðn með tónleika á fimmtudaginn

Hljómsveitirnar Zhrine og Auðn hefja Evróputúr sinn á Hard Rock Café fimmtudagskvöldið 27. Apríl og mun þar nýtt efni óma í bland við eldra, en hljómsveitin Auðn mun meðal annars spila tvö ný lög á þessum tónleikum, en tónleikarnir hefjast 21:00

Þeim til halds og trausts verða unglömbinn í Óværu en hafa meðlimir marga fjöruna sopið í sveitum allt frá Klink og Betrefa til Q4U og Dr. Mister and Mister Handsome.

Zhrine og Auðn eru báðar á mála hjá franska þungarokksrisanum Season of Mist en þær hafa nýverið lokið við tónleikaferðalag sem dró þær meðal annars til Svíþjóðar, Noregs, Hollands og England, báðar sveitir eru bókaðar á ýmsar tónlistarhátíðir erlendis td Hróaskeldu, Brutal Assult svo eitthvað sé nefnt.

Facebook viðburður tónleikanna: facebook.com/events/194237901056632/

Allar nánari upplýsingar er að finna hér: tix.is/is/event/3665/zhrine-au-n/

Nýtt lag með HARK af tilvonandi plötu

Breska hljómsveitin HARK sendir frá sér nýja plötu 24. febrúar næstkomandi, en það er Season Of Mist útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Til þess að kynna tilvonandi efni er hægt að hlusta á nýtt lag með sveitinni “Son of Pythagoras” hér að neðan, en harðkjarni er ein af útvöldum síðum sem fá þann heiður að frumflytja efni sveitairnnar.
Hér að neðan má sjá umrætt lag:

Nýja platan hefur fengið nafnið Machinations og mun innihalda eftirfarandi lög:

1. Fortune Favours the Insane
2. Disintegrate
3. Nine Fates
4. Speak in Tongues
5. Transmutation
6. Son of Pythagoras
7. Premonitions
8. Comnixant 3.0
9. The Purge

 

Söngvari og gítarleikari sveitarinnar hafði þetta um efni að segja: “Seeing riffs and rhythms in dreams, and drawing geometric impossibilities could stem from old Mr. Pythagoras’ teachings. His dab hand at angles also covered musical formulas for spiritual healing, and while dealing with some super duper psychic predators and energy-butchers during the writing of ‘Machinations’, Mr. P and his wisdom provided quite the tonic.”

Harðkjarni Kynnir: Nýtt lag með REPLACIRE af plötunni Do Not Deviate

Bandaríska þungarokksveitin REPLACIRE sendir frá sér nýja breiðskífu að ‘Do Not Deviate’ 17. mars næstkomandi og er hægt að hlusta á frumflutning á titillagi plötunnar hér að neðan, en umslag plötunnar má sjá hér að ofan í í myndbandinu hér að neðan.

Hljómsveitin er ættuð frá Boston, í Massachusetts fylki og var stofnuð af gítarleikaranum Eric Alper, en með honum í sveit eru í dag Zach Baskin (bassi), Evan Berry (söngur), Poh Hock – (Gítar – á tónleikum) og Kendal “Pariah” Divoll – (Trommur – á tónleikum)

Lagalisti nýju plötunnar er sem hér stendur:

01. Horsestance
02. Act, Reenact
03. Built Upon the Grave of He Who Bends
04. Any Promise
05. Cold Repeater
06. Reprise
07. Moonbred Chains
08. Do Not Deviate
09. Spider Song
10. Traveling Through Abyss
11. Enough for One

 

Nánari upplýsingar um bandið:
www.facebook.com/Replacire
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/ReplacireShop

Harðkjarni frumflytur nýtt lag með frönsku hljómsveitinni BENIGHTED!

Franska hljómsveitin BENIGHTED sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Necrobreed 17. febrúar næstkomandi, en það er Season of Mist útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hér að neðan má heyra í laginu “Forgive Me Father”, en í því má heyra í Trevor Strnad söngvara hljómsveitarinnar The Black Dahlia Murder, en þetta lag verður að finn aá umræddri breiðskífu..

Söngvari sveitarinnar, Julien Truchan, sagði eftirfarandi:

“Hey fellows! Born from the depths of Kohlekeller Studio in Germany, we now present ‘Forgive Me Father’, the second fragment of insanity ripped from our forthcoming album ‘Necrobreed’. The track featuresthe mighty Trevor Strnad from The Black Dahlia Murder! Sick!”

 

Á Necrobreed verður að finna eftirfarandi lög:

 1. Hush Little Baby
 2. Reptilian
 3. Psychosilencer
 4. Forgive Me Father
 5. Leatherface
 6. Der Doppelgaenger
 7. Necrobreed
 8. Monsters Make Monsters
 9. Cum With Disgust
 10. Versipellis
 11. Reeks Of Darkened Zoopsia
 12. Mass Grave

Hægt er að kynna sér bandið nánar hér:
www.facebook.com/brutalbenighted
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/BenightedNecrobreed

Harðkjarni frumflytur lagið “HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil” með DODECAHEDRON

Hollenska hljómsveitin Dodecahedron sendir frá sér nýja breiðskífu 17. mars næstkomandi að nafni kwintessens. Fyrir þá sem ekki þekkja gefur sveitin út á Season Of Mist útgáfunni, og gaf út sína fyrstu breiðskífu (sem bar nafn sveitarinnar) út árið árið 2012. (áður fyrr var sveitin virk undir nafniu “Order of the Source Below”).

Harðkjarni í viðbót við nokkra vel valda miðla um allan heim hafa fengið forsmekkinn af þessu nýja efni og getum við því frumflutt lagið “HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil” hér á síðunni, en lagið verður formlega gefið út á plötunni kwintessens sem eins og áður hefur komið fram verður gefin út á næsta ári.

Á þessarri nýju plötu verður að finna eftirfarandi lög:
1. Prelude
2. TETRAHEDRON – The Culling of the Unwanted from the Earth
3. HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil
4. Interlude
5. OCTAHEDRON – Harbinger
6. DODECAHEDRON – An Ill-Defined Air of Otherness
7. Finale
8. ICOSAHEDRON – The Death of Your Body

Búast má við að hægt verði að nálgast þessa skífu á geisladisk, vínil og á stafrænum miðlum
www.facebook.com/seasonofmistofficial

http://smarturl.it/DodecahedronShop

You will find cover art and other press-material here:
https://presskit.season-of-mist.com/Dodecahedron/

Harðkjarni frumsýnir myndband CRIPPLED BLACK PHOENIX við lagið Scared and Alone !

Breska rokksveitin Crippled Black Phoenix sem sendi frá sér plötuna Bronze í byrjun nóvember mánaðar, er tilbúin með myndband við lagið Scared and Alone sem finna má á umræddri skífu, en fyrir áhugasama er hægt að kynnast bandinu nánar á facebook síðu sveitarinnar https://www.facebook.com/CBP444

Fyrir áhugsama þá er frumkvöðull bandsins enginn annar en Justin Greaves, sem áður hefur trommað verið í hljómsveitum á borð við Earthtone9, Electic Wizard, Iron Monkey ofl.

Myndbandið er teiknað af rúmenska listamanninum Costin Chioreanu og fjallar um þunglyndi túlkað með svörtum hundi, en “black dog” er slanguryrði um þunglyndi.

Harðkjarni ásamt nokkrum vel völdum miðlum um allan heim frumsýnir umrætt myndband hér að neðan:

Án þess að fara í lélaga þýðingu á góðum texta, er hægt að lesa hér það sem Justin Greaves hafði um lagið og myndbandið að segja:

“Costin Chioreanu has created an amazing clip. His animation fits so very well that this can only come from someone, who truly understands the feeling behind this song. It is not an easy thing to connect with so I have nothing but respect and praise for Costin. ‘Scared and Alone’ speaks volumes about being cut off from the outside world and other people when the “Black Dog” bites. Depression, anxiety and mental health are becoming bigger issues and when someone speaks up, it opens a door for other people to get things off their mind. Belinda wrote the lyrics as well as doing the vocals for ‘Scared and Alone’ and she did not need to be given any direction. As always, she took the title and the music and shaped the most real and heartfelt words into a very poetic form. I am deeply satisfied with the way everything turned out, both sonically and visually.”

Costin Chioreanu, listamaður myndbandins,  hafði eftifarandi um myndbandið að segja:

“No human being can ever get completely free of depression, simply because we can never be completely happy. The root of this sick behaviour pattern is our need to always increase the intensity of our life’s pleasures – regardless of the issue. We need more and more or we fall into a hole. In this state, we pretty much resemble drug addicts. This greed is amplified by society, which imposes desires on us and once our minds have been trained to function in accordance with such parameters, it becomes increasingly difficult to get back to something simple that we have either forgotten or never known to exist. The story of ‘Scared and Alone’ gives the complete picture of this gaping hole, the inner view of an entire life from the perspective of a person with no escape.”

cbp2016_31-small-by_zsolt_reti

Hljómsveitin heldur Cripple Black Phoenix heldur í tónleikaferðalag í vikunni um Evrópu ásamt hljómsveitunum Publicist UK Og The Devils Trade og hér að neðan má sjá lista yfir umrætt ferðalag:

08 Des 16 Manchester (UK) Sound Control
09 Des 16 London (UK) Dome
10 Des 16 Nijmegen (NL) Doornroosje
11 Des 16 Wiesbaden (DE) Schlachthof
12 Des 16 Nürnberg (DE) Z-Bau
13 Des 16 Zürich (CH) Werk 21
14 Des 16 München (DE) Feierwerk, Kranhalle
15 Des 16 Budapest (HU) Dürer Kert
16 Des 16 Wien (AT) Arena
17 Des 16 Tübingen (DE) Sudhaus
18 Des 16 Dresden (DE) Scheune
19 Des 16 Warszawa (PL) Progresja
20 Des 16 Berlin (DE) Lido
21 Des 16 Köln (DE) Underground

Nánari upplýsingar um hljómsveitina er að finna hér:
facebook.com/CBP444
facebook.com/seasonofmistofficial
smarturl.it/CrippledBlackBronze

Auðn - Photo by Hafsteinn Viðar Ársælsson

Auðn á samning hjá Season of Mist útgáfunni – Örviðtal!

Ris íslensk þungarokks náði nýjum hæðum nýverið er Season of Mist útgáfan tilkynnti hljómsveitina Auðn sem hluta af útgáfunni og er því von á að Season of Mist gefi út næstu útgáfu sveitarinnar. Meðal þeirra sveita sem útgáfan gefur út er íslensku sveitirnar Kontinuum, Zhrine og Sólstafir að viðbættum Abbath, 1349, Endstille, Gorguts, Mayhem, Misery Index, Rotting Christ og heilum helling til viðbótar. Hér að neðan má sjá örviðtal við Aðalstein Magnússon gítarleikara sveitarinnar….

Sælir og til hamingju með útgáfusamningin við Season of mist, en byrjum á byrjun. Hvað er langt síðan að þið gáfuð út ykkar fyrstu breiðskífu?

Sæll, okkar fyrsta breiðskífa kom út í lok árs 2014, gáfum hana út í samstarfi við Black Plague Records. það var mjög gott samstarf sem var í rauninni framleiðslu samningur þar sem Black Plague Records framleiddu plötuna og við fengum eintök af henni sem borgun, ss engin kostnaður fyrir okkur.

Hvernig var að taka þátt í Wacken Open Air – Metal Battle hátíðinni núna í sumar?

Wacken er algjör steypa, þvílikt festival… Það var frábært að spila fyrir svona margt fólk og að fá tækifæri til að taka þátt í svona keppni, mynduðum haug af nýjum tengingum og styrktum aðrar sem við höfðum myndað áður, overall bara algjört success.

Hvað er langt þangað til við fáum að heyra nýtt efni frá sveitinni, og eruð þið núþegar farin að vinna eitthvað í því efni?

Það styttist í það, við höfum þegar spilað ný lög hér og þar á tónleikum en lítið auglýst það en það gengur vel að semja ný lög og við stefnum á útgáfu snemma á næsta ári.

Hvað hefur það í för með sér að fá stuðning á borð við Season of Mist fyrir ykkur?

Það breytir öllu fyrir okkur, mikill heiður fyrir okkur að fá að gefa út á svona flottu labeli en það er ekki sjálfgefið að sveitinni gangi vel eftir að skrifa undir svona samning, núna heldur bara áfram sú vinna sem við erum búnir að vera strita við en það er viðurkenning í sjálfum sér og góður stimpill að vera með Season of Mist á bakvið sig.

Hvað tekur nú við hjá sveitinni?

Fyrst og fremst lagasmíðar og vinna við að halda þessu áfram. Við erum hvergi nærri hættir og stefnum á að halda áfram að vera virkir live á næsta ári, nú þegar höfum við verið tilkynntir á Roadburn í Tilburg Hollandi og Blastfest í noregi og fleiri live tilkynningar ættu að verða opinberar á næstu vikum/mánuðum.