Efnisorð: Seabear Munnfylli af Galli

Seabear á Sódóma á Menningarnótt

Seabear
Munnfylli af Galli

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-08-21
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Sódóma kynnir:

Miðnæturtónleikar SEABEAR á Menningarnótt

laugardaginn 21. ágúst kl 23:00
ásamt Munnfylli af Galli
18 ára aldurstakmark / 1000 kr

Hljómsveitin Seabear hefur svo sannarlega verið að gera það gott undanfarin misseri, eftir óteljandi tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin.
Nýjasta plata sjömenningana, We Built a Fire, kom út hjá Morr Music í mars á þessu ári og allar götur síðan hefur sveitin vakið mikla athygli fyrir töfrandi tónleika víða um lönd.
Lög Seabear hafa hljómað í mörgum þekktustu og vinsælustu sjónvarpsþáttum vestanhafs, eins og Gossip Girl og Gray’s Anatomy auk þess sem hljómsveitin hefur verið eftirsótt á tónlistarhátíðir. Mun sveitin leggja aftur í hann í lok ágúst, þegar stefnan er sett á tónleikaför með kimono um Þýskaland, Austurríki og Sviss. Í október verður svo farið í aðra ferð um gjörvöll Bandaríkin þannig að ekki sitja þau Sindri, Dóri, Kjartan, Örn Ingi, Sóley, Guggí og Inga auðum höndum.

Tækifæri til tónleikahalds hér á landi hafa verið fá, ef frá eru taldir útgáfutónleikar í Iðnó og Inspired By Iceland tónleikar í Hljómskálagarðinum
Seabear vilja gera bragarbót á þessu, og því verður blásið til tónleika á Sódóma Reykjavík á Menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst. Mun sveitin stíga á svið á miðnætti, þegar formlegri dagskrá í miðbænum er lokið. 18 ára aldurstakmark er á tónleikana og kostar litlar 1000 kr inn.

Hlekkir:
www.seabearia.com
www.myspace.com/seabear

Seabear play Sódóma on Culture Night,
Saturday August 21st at 11pm

Sódóma is located on Tryggvagata 22
101 Reykjavík

Event:  
Miðasala: