Efnisorð: Rokkjötnar 2012

Rokkjötnar 2012

Rokkjötnar 2012

HAM
Skálmöld
Sólstafir
Brain Police
Bootlegs
The Vintage Caravan
Endless Dark
Momentum

Hvar? Annað
Hvenær? 2012-09-08
Klukkan? 16:00:00
Kostar? 4990 kr
Aldurstakmark? 18

 

Þann 8. september verða haldnir risatónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika þar sem áherslan verður lögð á rokk í þyngri kantinum. Á tónleikunum, sem hlotið hafa nafnið Rokkjötnar 2012, koma alls fram átta af stærstu rokksveitum landsins fyrr og síðar. Þær rótgrónustu eiga rætur sínar að rekja allt til níunda áratugarins á meðan aðrar eru nýrri af nálinni, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að spila ósvikna rokktónlist af sveittari gerðinni.

Tónleikamenning Íslendinga hefur vaxið mjög síðustu ár og þar eru rokktónleikar engin undantekning. Þó hefur hingað til verið fáheyrt að slíkum fjölda af fremstu rokksveitum þjóðarinnar sé att saman við aðstæður sem þessar. Þannig verður ekkert til sparað, hljóð- og ljósakerfi verður af stærðargráðu sem fátítt er að prýði slíkar samkomur og umgjörðin öll hin glæsilegasta.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru HAM, Skálmöld, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Þrátt fyrir að öllu verði til tjaldað verður allt kapp lagt á að halda kostnaði niðri og miðaverð því aðeins 4.990 krónur.

Biggest Rock concert in Iceland, just be there!!

Event:  http://www.facebook.com/Rokkjotnar
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7071