Efnisorð: Roadrunner United

Roadrunner United - The All-Star Sessions

Roadrunner United – The All-Star Sessions (2005)

Roadrunner Records –  2005

Þegar ég heyrði af þessu projekti hjá RoadRunner varð ég strax frekar spenntur því listinn af listamönnum sem átti að taka þátt í þessu var vægast sagt impressive. Þar ber hæst reynsluboltar eins og Steve DiGorgio,Mikael Åkerfeldt, Jeff Waters, James Murphy, Glen Benton, Sean Malone, Mike Smith og Andreas Kisser og svo slatti af ferskum guttum af nýja skólanum. Í allt 56 tónlistarmenn úr 44 mismunandi hljómsveitum…ekki amalegt.

Roadrunner fengu 4 tónlistarmenn sem allir eiga það sameiginlegt að vera á samning hjá Roadrunner. Þetta eru þeir Rob Flynn (Machine Head), Dino Cazares (ex-Fear Factory), Joey Jordison (Slipknot) og Matt Heafy (Trivium). Markmiðið var síðan að allir áttu að semja grunn að lögum, raða saman mismunandi all star böndum fyrir hvert lag ásamt því að hjálpa til við að spila í þeim og taka þau upp. Útkoman er svo The All-Star Sessions Roadrunner útgáfunnar.

Diskurinn byrjar vel og fyrstu 4 lögin eru alveg eiturgóð öll. Flottur nútímametall í fyrstu 2 (Jeff Waters tekur gríðarhresst sóló í The Dagger), frábært death metal lag með glen Benton í fararbroddi númer 3 (James Murphy gjörsamlega böörrrnar hérna!!) og King Diamond mætir eiturhress til leiks í númer 4 þar sem Heafy sýnir hvers hann er megnugur sem gítarleikari. Í lagi númer 5, The End eftir Dino Cazares, fatast flugið allhrapalega og við tekur einhver messta drulla sem ég hef heyrt lengi. Gríðarmikil vonbrigði að fá svona eftir þennan klassametal sem á undan hafði komið. Jæja – til þess er nú next hnappurinn gerður ekki satt? Næsta lag finnst mér ekki heldur skemmtilegt og hleyp yfir á lag númer 7, Independent (Voice Of The Voiceless). Sungið af Max has-been Cavalera og hann stendur sig bara vel og lagið er þrusufínt metallag. Ekki skemmir sóló hjá Waters fyrir.

Næsta lag er svona melódískt blackmetal og er bara nokkuð gott. Ég hef reyndar aldrei verið sérlega hrifinn af BM þannig að ég er pottþétt ekki dómbær á hvort þetta sé trú-blakk og kVlt…efast samt einhvern veginn um það. En mér finnst lagið allavegana ágætt. Næsta lag er sungið af slipknot söngspírunni og finnst mér það ekki skemmtilegt. Lagið eftir það er drulla. Næsta takk!

Jæja loksins kemur eitthvað gúd stöff aftur. Lag númer 11 – Baptized In The Redemption heitir stykkið. Fínasta þungarokkskeyrsla bara – hef lítið annað um það að segja. Eftir þetta lag kveður svolítið við annan tón því lagið er rólegt lag með meistara Mikael Åkerfeldt úr Opeth og Josh Silver úr Type O Negative sem sér um hljómborð en Mikael syngur. Ég hef mikið dálæti á röddinni hans Mikael og hann veldur mér aldrei vonbrigðum. Enda gerir hann það ekki hér – fallegt lag sem brýtur þetta ágætlega upp.

Ég var spenntur fyrir að heyra næsta lag því ég vissi að Jesse Leech, fyrrverandi söngvari Killswitch Engage og núverandi söngvari rock’n’roll bandsins Seemless, syngi þar. Lagið er fínasta rokklag og mér finnst Jesse alltaf jafn frábær söngvari. Hann beitir sömu rödd og í Seemless og hlutar af laginu gætu alveg eins verið úr lagi með þeim. Heafy, sem semur lagið, gólar reyndar eitthvað smá í því líka og setur sinn svip á það með gítarspili. Gúd stöff.

Næsta lag er gott metallag með svaðalegt lineup. James Murphy, Rob Barrett og Andy La Roche sólóast hérna í góðum fíling og er það ekkert nema hressandi. Djöfull er Murphy alltaf magnaður! Næst tekur við Misfits Pop-Punk lag. Grípandi já. Skemmtilegt já. Stuð já. Yay! Fínasta lag. Næsta alltílæ – næst síðastalagið er svo ekki gott. Alltof týpískt roadrunner með söngvarann úr Ill Nino….sem er…tja…leiðinleg sveit – vægast sagt.

Lokalagið er svo á rólegu nótunum. Hef aldrei hlustað á Type O Negative en þar sem 2 bandmeðlimir taka þátt í þessu lagi býst ég við að þetta sé svolítið í þeim stílnum. Fínasta lag bara og ágætis endir.

Á heildina litið finnst mér þetta bara nokkuð skemmtileg plata. Á auðvitað sín öpps-end-dávnss en það er bara eðlilegt miðað við fjölda listamanna sem taka þátt í þessu verkefni. Mörg lög mjög góð, sum mjög vond og svo allt þar á milli. Mæli alveg sterklega með því að fólk tékki á þessari plötu því hér ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi – svo mikil er fjölbreytnin.

8/10

Hjölli aka Crusher Destroyer

Roadrunner United

Roadrunner útgáfan skellti nýverið sýnishornum af tónleikum “Roadrunner United”, sem gefnir verða út á mynddisk fyrir árslok (í december). Meðlimir hljómsveitanna Slipknot, Fyrrum-Fear Factory, Biohazard og Sepultura sjást hér á þessu myndbroti taka klassískt lag hljómsveitarinnar Biohazard “Punishment”:

Roadrunner United

Árið 2005 fékk Roadrunner United útgáfan listamenn sem hafa í gegnum tíðina gefið út efni á útgáfunni til að koma saman til að taka upp efni saman, það heppnaðist vonum framar og varu í kjölfarið haldnir tónleikar í desember mánuði sama ár. Nú er loksins komið að útgáfu tónleikanna, en þar komu fram meðal annars meðlimir hljómsveitanna Slipknot, Machine Head, Killswitch Engage, Trivium, Chimaira, Fear Factory, Biohazard, Vision Of Disorder í viðbót við heilan helling af öðrum listamönnum. Útgáfan mun bera nafnið “Roadrunner United The Concert” og verður gefin út 9. desember næstkomandi.

Roadrunner united

Til að halda upp á 25 ára afmæli Roadrunner útgáfunnar ætla einhverjir þeirra sem tóku þátt í plötunni Roadrunner united að spila og syngja á tónleikum í New York þann 15. desember. Meðlimir SLIPKNOT, MACHINE HEAD, KILLSWITCH ENGAGE, BIOHAZARD, LIFE OF AGONY, FEAR FACTORY, SEPULTURA & TRIVIUM verða þar á meðal. Von er á öðrum gestum.

Roadrunner United

Heljarinnar samstarf listamanna á Roadrunner útgáfunni verður gefið út 11. október næstkomandi. Á plötunni verða meðlimir eftirfarandi hljómsveita: 3 Inches Of Blood , 36 Crazyfists, Annihilator, Brujeria, Carnivore, Chimaira, Coal Chamber, Cradle Of Filth, Cynic, Deicide, DevilDriver, Disincarnate, Exhorder, Fear Factory, Floodgate, Front Line Assembly, Glassjaw, Gruntruck, Ill Nino, Junkie XL, Keith Caputo (solo artist), Killswitch Engage, King Diamond, Life Of Agony, Machine Head, Malevolent Creation, Mercyful Fate, Misfits, Murderdolls, Nailbomb, Obituary, Opeth, Sadus, Sepultura, Slipknot, Soulfly, Spineshank, Still Remains, Stone Sour, Suffocation, Theory Of A Deadman, Thorn, Trivium, Type O Negative og Vision Of Disorder.

Þessu gríðarlega verkefni er stjórnað af þeim . Joey Jordison (Slipknot), Dino Cazares (ex-Fear Factory/Brujeria), Robert Flynn (Machine Head) og Matthew Heafy (Trivium), en þeir pródúsera plötuna og velja þá listamenn til að vinna með sér. Það verður því afar áhugavert að sjá hvort að þessi skemmtilega tilraun takist (það er verður þetta flott eða flopp?) Nánari upplýsingar hér: http://www.roadrun.com/news/story.aspx?newsitemID=9123