Efnisorð: Roadrunner Records

Code Orange í hljóðver með Kurt Ballou

Hinn stórgóða hljómsveit Code Orange er stödd í hljóðveri þessa dagna að taka upp sína næstu plötu. Sveitin tekur plötuna upp í GodCity hljóðverinu ásamt Kurt Ballou, en hann er ekki bara þekktur sem gítarleikari hljómsveitarinnar Converge, heldur þykir hann afar góður upptökumaður og hefur tekið upp efni með hjómsveitum á borð við Every Time I Die, High On Fire, Old Man Gloom, Iron Regan, Trap Them, Modern Life Is War, Nails. Today is the Day, 108, Cave In og að sjálfsögðu Converge. Tvær fyrri plötur Code Orange voru einnig teknar upp af Curt Ballou, en þeirra næsta breiðskífa verður þeirra fyrsta sem sveitin gefur út áf Roadrunner útgáfunni.

Hér má sjá lag af seinustu breiðskífu sveitarinnar, I am, king, sem gefin var út þarið 2014: