Efnisorð: Ringworm

Ringworm og Brain Tentacles

Hljómsveitirnar Ringworm og Brain Tentacles sendu frá sér saman split plötu í vikunni með hjálp A389 útgáfunnar. Á laginu má meðal annars heyra Ringworm spila lag eftir Venom og Brain Tentacles spila lag eftir Celtic Frost, en þess má til gamans geta að þessi fína afurð kostar sitt eða: $6.66
Hér að neðan má sjá laga lista skífunnar:

Ringworm – “Destroy Or Create”
Ringworm – “Poison” (Venom cover)
Brain Tentacles – “Innocence And Wrath” (Celtic Frost cover)
Brain Tentacles – “Kingda Ka”
Brain Tentacles – “The Spoiler”

Ringworm í snáka kirkju.

Hljómsveitin Ringworm sendir frá sér sína áttundu breiðskífu að nafni Snake Church í lok júlí mánaðar. Platan var tekin upp en Ben Schigel (Chimaira, Zao) í Spider hljóðverinu og hljóðblönduð af Brad Boatright frá Audiosiege (Nails, Xibalba, Black Breath). Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög, en skífa þessi er gefin út af Relapse Records útgáfunni.
Lagalisti plötunnar:

01. Snake Church
02. Brotherhood of the Midnight Sun
03. Fear the Silence
04. The Black Light of a Living Ghost
05. Destroy or Create
06. Shades of Blue
07. Innocent Blood
08. The Apparition
09. Believer
10. The Razor and The Knife
11. Angel of War
12. Temple of the Wolves

Hægt er að sjá nýtt myndband við titillag plötunnar:

Nýtt lag með Strife

Hljómsveitin Strife sendir frá sér 4 laga þröngskífu (EP) í byrjun september mánaðar, en plata þessi hefur fengið nafnið Incision. Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar á WAR útgáfunni, en það er útgáfa sem er í eigu Andrew Kline gítarleikara sveitarinnar.

Platan verður gefin út á vínil, geisladisk, kasettu og stafrænu, og fyrir fólk sem ekki getur beðið er hægt að hlusta eitt af þessum fjórum lögum hér að neðan, titil lagið sjálft Incision, en í laginu koma fram meðlimir Integrity og Ringworm!

Ringworm - The Promise

Ringworm – The Promise (2003)

Deathwish inc –  2003
Endurútgefinn diskur frá 1993
www.ringworm13.com & www.deathwishinc.com

Árið 1993 sendi hljómsveitin Ringworm frá sér tímamótaplötu í sögu Cleveland hardcoresenunnar. Platan var gefin út af Incision útgáfunni (sem nú er hætt). Nú 10 árum seinna er svo komið að endurútgáfu þessarrar plötu, ekki nóg með það að allt efni plötunnar er masteruð alveg upp á nýtt, heldur er búið að pakka efninu inn glæsilega að hætti J. bannon (sem einnig hefur unnið plötu umslög fyrir Cave in, Converge, Poison the well og margt margt fleira). Á disknum er einnig finna sjaldgjæft og áður óútgefið efni með sveitinni.

Að disknum sjálfum, þessi diskur kom mér frekar á óvart, því að ég vissi í rauninni ekkert um bandið nema hvað að nýja efni þeirra kemur út á victory records. Þessi diskur er nokkuð góður, og verður í rauninni betri við hverja hlustun. Ég held að þessi diskur eigi einkar vel hjá fólki sem fílar svona old school hardcore með smá metal áhrifum, þetta er langt frá því að vera happy posi hardcore og er ferkar algjör andstæða við það. Textarnir á þessum disk eru að sumu leiti ádeila en að öðru leiti fjalla þeir um dauðann og fólk sem pissar í sig (GG Alin aðdáendur). Á disknum er einnig að finna upptökurnar sem voru á fyrsta demoi sveitarinnar. Coverlagið í lok diskins sem tekið er upp á tónleikum er einstaklega skemmtilegt.

valli

Ringworm - Hammer of the Witch

Ringworm – Hammer of the Witch (2014)

Relapse –  2014
http://ringworm.bandcamp.com

Bandaríska málmblandaða harðkjarnasveitin Ringworm var stofnuð árið 1991 og hefur alla tíð verið kraumandi undir yfirborðinu án þess að ná að brjótast í gegn. Hljómsveitin hefur farið víða og er nú loksins búin að finna sér heimili á relapse útgáfunni, en fyrsta útgáfa sveitarinna á útgáfunni var þröngskífa með laginu Bleed (auk tveggja annarra laga). Eftir að ég skrifaði dóm um endurútgáfu plötunnar The Promise frá árinu 1993 (Þá endurútgefin af Deathwish útgáfunni 2003) fór ég að fylgjast með sveitinni með öðru eyranu.

Nýjasta afurð sveitarinnar; Hammer of the witch er stórt skref fyrir sveitina og þeirra áberandi besta útgáfa til þessa. Sveitin er bæði þéttari og grófari en nær samt að viðhalda gamla hljóminum sem fékk fólk til að taka eftir sveitinni í upphafi. Ljótleikinn er enn til staðar og heyrist hann hvað best í heift söngvara sveitarinnar. Tónlistin er öfgafull, hörð og hröð.. sagði ég ekki örugglega hröð? Það er enn mikið málblandað harðkjarna grúv í bland við öfgarnar. Á plötunni er ekki mikið um tilraunastarfsemi eða einhverskonar útúrdúr, hér ræður einfaldleikinn. Fyrir fólk sem fílar illa lyktandi harðkjarna eins og heyra má frá hljómsveitum á borð við Kickback, Integrity, Pulling Teeth og jafnvel Trapped Under Ice, þá ættuð þið að tékka á þessu.

Valli