Efnisorð: RestingMind Concerts kynnir tónleika….

RestingMind Concerts kynnir tónleika….

RestingMind Concerts kynnir með stolti:

Quiritatio (No)

Eina af efnilegustu þungarokkssveitum Noregs um þessar mundir!

Sveitin heimsótti Ísland um svipað leyti í fyrra og spilaði á tvennum tónleikum í Reykjavík og einnig á Road Rage hátíðinni á Egilsstöðum. Til að gera langa sögu stutta fór bandið á kostum á þessum tónleikum og var boðið til að spila á hátíðinni á Egilsstöðum aftur ásamt því að RestingMind Concerts er það mikill heiður að rétta sveitinni hjálparhönd í Reykjavík, en sveitin hefur að mestu sjálf séð um að bóka tónleika sína hér á landi í sönnum DIY anda.

Sveitin mun spila á tvennum tónleikum í Reykjavík, einum í Hafnarfirði og svo á tvennum tónleikum á Egilsstöðum, en með í för þeirra drengjanna er norski einyrkinn Peer Nic. Gundersen, sem spilar lágstemmda tónlist ala Bob Dylan og Tom Mcrae, með pönk skotnum pólitískum textum. Tónleikaplanið er sem hér segir:

Föstudagur, 1. júní – Hellirinn, TÞM, 500 kr inn, Ekkert aldurstakmark:
Uppröðun:
Quiritatio
Myra
Ask the Slave
Peer

Laugardagur 2. júní – Road Rage, Egilsstaðir
Hef ekki frekari upplýsingar um þennan atburð

Sunnudagur 3. júní – Sláturhúsið, Egilsstaðir
Hef ekki frekari upplýsingar um þennan atburð

Mánudagur 4. júní – Dillon, Reykjavík – Frítt inn! 20 ára aldurstakmark
Quiritatio
Atómstöðin
Peer

Þriðjudagur 5. júní – Gamla Bókasafnið, Hafnarfirði.
Quiritatio
Foreign Monkeys
Vicky Pollard
Peer

Er það í Hellinum 1. júní, sem RestingMind kemur að þessari heimsókn.

Bandið spilar einhvers konar postcore/metal/hardcore samsuðu og lista þeir eftirfarandi sveitir sem áhrifavalda: Cult Of Luna, Converge and Enslaved, en þó kannski einna mest undir áhrifum frá Meisturum Mastodon um þessar mundir. Síðan sveitin kom hingað síðast hefur sveitin gefið út sjötommuna Yana á tékkneska labelinu Trapped Inside Records og norska labelinu Bullet Records, ásamt því að hafa gefið áður út plötuna Forgive and Forget. Sveitin, sem hefur verið að spila saman í 4 ár, fékk svo liðsauka í fyrra þegar nýr gítarleikari gekk til liðs við þá, og telur sveitin því 5 manns í dag. Ásamt því að spila á Íslandi er sveitin á leiðinni í tónleikaferðalag um Evrópu í sumar.

Verða drengirnir með fullt af varningi til sölu á ferð sinni hérna, þ.á.m. báðar útgáfurnar sínar, boli, límmiða og hnappa.

Tónlist Peer Nic. Gundersen á sínar rætur í hefðbundinni þjóðlagatónlist frá 7. og 8. áratugnum og einnig pönk tónlist. Hann er mjög ungur og á oftast auðvelt með að ná vel til áhorfenda. Á næstunni mun EP plata koma út með honum, og mun hann spila lög af henni, efni sem mun hafa mikil áhrif á áhorfendur.

Tóndæmi með Quiritation má finna á http://www.myspace.com/quiritatio og á heimasíðu hljómsveitarinnar http://www.quiritatio.net/