Efnisorð: Reign Supreme

Hljómsveitin END (Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted) kynna nýja EP plötu

Nýverandi og fyrrum meðlimir hljómsveitanna Counterparts, Fit For An Autopsy, Reign Supreme, Blacklisted, Misery Signals og Shai Hulud hafa stofnað saman hljómsveitina END.  Hljómsveitin gefur út plötuna “From The Unforgiving Arms Of God” í september og er það Good Fight Music sem gefur út efni sveitarinnar.  Í hljómsveitinni eru þeir Brendan Murphy (Counterparts), Will Putney (Fit For An Autopsy), Jay Pepito (Reign Supreme, ex-Blacklisted), Greg Thomas (ex-Misery Signals, ex-Shai Hulud) og Andrew McEnaney (Structures, Trade Wind).

Lagalisti plötunnar:
1. Chewing Glass
2. Usurper
3. Love Let Me Die
4. From The Unforgiving Arms of God
5. Necessary Death
6. Survived By Nothing

Hægt er að hlusta á lagið Usurper hér að neðan:

Reign Supreme - American Violence

Reign Supreme – American Violence (2008)

Malfunction Records –  2008
Reign Supreme á MySpace
Reign Supreme á Deathwish

Reign Supreme er tiltölulega nýstofnað band frá Bandaríkjunum og spila metalcore af gamla skólanum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru reyndir spaðar úr hljómsveitum úr Philadelphia senunni og þar ber kannski helst að nefna Jay Pepito sem sér um söngskyldur fyrir Reign Supreme en hann var áður í Blacklisted. Reign Supreme er svo sannarlega eitthvað fyrir aðdáendur Blacklisted!

American Violence er 6 laga ep sem gefið er út af Deathwish/Malfunction Records sem rekið er af Jacob Bannon söngvara Converge en þetta er fyrsta útgáfa Reign Supreme hjá þeim. Skífan byrjar á nettu introi sem rennur svo inn í lagið I Stand Defiant en það heyrist klárlega hvað diskurinn mun bjóða uppá næstu 10 mínútur eða svo. Kremjandi gítarar, svakaleg öskur Pepito, dobbúlkikk…þetta er allt til staðar, maður heyrir klárlega Throwdown og Integrity áhrifin. Ekki skemmir svo fyrir alvöru gamaldags shoutbacks og gang vocals sem sleppur alveg við að vera tilgerðarlegt eða hallærislegt.
Keyrslan heldur áfram í laginu Iscariot, sem mér finnst besta lagið á plötunni, en þar halda þeir áfram með kremjandi riff og svakaleg öskur og læti en sönglínan er einmitt mjög grípandi og ábyggilega alls ekki leiðinlegt að verða vitni að tónleikum hjá þessum gaurum og fá að syngja með.
Þeir halda svo áfram við sama heygarðshornið í næstu tveimur lögum, To a Dead God og Still Unbroken, einfaldir en áhrifaríkir textar sem auðvelt er að syngja með og algjörlega geðsjúk breakdown. Það vantar svo sannarlega ekki kraftinn í þessa gaura og þetta ep gefur vonandi tóninn um það sem koma skal. Það helsta sem háir plötunni er að textarnir eru helst til innihaldslausir og hversu stutt lögin hjá þeim eru annars var það ekkert mikið meira sem fer í taugarnar á mér.

Ég myndi mæla með American Violence fyrir alla hardcore lúðana en einnig líka fyrir osta metalcore gaurana þarna úti sem þurfa smá kennslu í hvernig á að gera kickass metalcore. Einnig er platan alveg tilvalin fyrir alla sem hafa opinn hug gagnvart hardcore. Þessi plata verður allavega á árslistanum mínum!

Dagur/viðbjóður

Reign Supreme

Hljómsveitin Reign Supreme er þessa dagana í hljóðveri að taka upp nýtt efni fyrir sína næstu breiðskífu. Breiðskífa þessi hefur fengið nafnið “Testing The Limits of the Infinite” og verður hún gefin út af Deathwish úotgáfunni á næsta ári. Sveitin hefur skellt myndbandsupptökum úr hljóðverinu á netið og er hægt að skoða það á mæspeis síðu sveitarinnar: Myspace.