Efnisorð: R6013

R6013: Ironhawk (AUS), Dead Herring, Grafir, D7Y

IRONHAWK (AUS) hcrironhawk.bandcamp.com
D-beat, black metal og Motörhead blanda frá Tasmaníu

DEAD HERRING deadherring.bandcamp.com
Power violence

GRAFIR grafir.bandcamp.com
Black metal

D7Y d7ypunk.bandcamp.com
D-beat. Þeirra fyrstu tónleikar.

Opnar kl. 18:00
Fyrsta band byrjar kl. 19:00
Búið fyrir 22:00

Opið öllum aldurshópum.
1000 kr. inn en engum vísað frá sökum fjárskorts.
Dýraafurðalaus matur í boði! (Býður einhver fram aðstoð við matseld?)

Eyrnatappar og hlífar í barna- og fullorðinsstærðum í boði fyrir þá sem vilja passa upp á heyrnina (mælt með!)

R6013 er DIY tónleikarými í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur.

—————————–

IRONHAWK (AUS) hcrironhawk.bandcamp.com
A mix of d-beat, black metal, and Motörhead from Tasmania

DEAD HERRING deadherring.bandcamp.com
Power violence

GRAFIR grafir.bandcamp.com
Black metal

D7Y d7ypunk.bandcamp.com
D-beat. First show.

Opens 18:00
First band 19:00
Finished before 22:00

All ages! Door is 1000 kr. but no one will be turned away for lack of funds.
Cruelty free food!
Hearing protection in child and adult sizes available and recommended.

R6013 is a DIY venue in the center of Reykjavík.

IronHawk tónleikar 9 október í R6013

Ástralska rokksveitin IronHawk spilar hér á landi á næstunni, en tónleikar sveitarinnar verða haldnir á R6013 9. október næstkomandi. Fyrir þá sem ekki þekkja til er R6013 lítill tónleikastaður í hjarta þingholtsins og þykir einn skemmtilegasti tónleikastaður landsins ( fyrir þá sem vilja einstaka tónleikaupplifun).

Hljómsveitin IronHawk spilar tónlist fyrir þá sem fíla Bathory, Inepsy, Motorhead, og/eða Amebix, en hægt er að hlusta á tóndæmi hér að neðan:

Ásamt IronHawk spila hljómsveitirnar Dead herring, Grafir og D7Y.
Allar nánari upplýsingar um tónleikana er að finna á tónleikasíðu harðkjarna:
http://www.hardkjarni.com/tonleikar/r6013-ironhawk-aus-dead-herring-grafir-d7y/

Grit Teeth með útgáfutónleika 12 og 13 Janúar – Örviðtal!

Hin magnaða íslenska harðkjarnasveit GRIT TEETH sendi frá sér eina af plötum ársins fyrr á þessu ári, en platan “Let it be” var formlega gefin út 29. september síðastliðin, sveitarmeðlimir hafa verið ansi uppteknir síðastliðna mánuði, en loksins er komin tími á útgáfutónleika. Í byrjun október skellti ég í örviðtal við sveitina, en ég tel að það sé kominn tími á annað viðtal og því sendi ég nokkrar spurningar á sveitina…

Sælir! Nú er loksins komið að útgáfutónleikum, en þið ætlið að halda tvenna tónleika, segðu okkur aðeins frá þeim, hvenær verða tónleikarnir og hverjir spila með ykkur?

Jón: Blessaður! Heyrðu já, tónleikarnir verða tvennir. Fyrri verða á Húrra þann 12. janúar en þar koma fram með okkur Snowed In, drengirnir í Núll og svo ætla Hark líka að spila. Þar verða 1000 kr. inn – Húrra Tónleikar

Seinni tónleikarnir eru í R6013 (Bílskúrinn hjá Ægi Narcosis) en þangað er frítt inn. Þar munu spila með okkur XGADDAVÍRX, ROHT og Dead Herring. – R6013 tónleikar

Það má með miklu öryggi segja að það er mikill spenningur fyrir báðum tónleikum. Allavega frá mér.

Nú hafið þið verið allt annað en upptekir við að spila saman, hvernig verður það fyrir ykkur að spila eftir svona nokkra mánaða hlé?

Jón: Ég held að þetta verði ekkert annað en ótrúlega gaman. Við höfum ekki spilað á tónleikum síðan 28. maí og í raun ekkert æft síðan þá heldur vegna þess að þá tóku við upptökur og platan öll í heild sinni og svo eins og hendi væri veifað fór Dagur til Glasgow. Ég, Höddi og Birkir hittumst reyndar um daginn og prófuðum að spila aðeins. Við vorum rétt svo búnir að setja allt upp þegar við vorum brosandi eins og smábörn á aðfangadag þannig að ég held að þetta verði bara gaman. 

Hvað hafið þið verið að gera síðan að ég spjallaði við ykkur síðast (seinasta örviðtal)

Jón: Ég hef verið á fullu með Une Misère, hinu bandinu mínu en við hituðum upp fyrir Rise Against í október og spiluðum svo tvö gigg á Airwaves. Svo er stefnan sett á útgáfu á nýju efni núna bráðlega.

Eins og ég sagði áður þá er Dagur búinn að vera í Glasgow í námi, hjóla rosa mikið og vera nettur.

Höddi er búinn að vera að höddast rosalega mikið en það er hann að gera mestmegnis í Vodafone og hér og þar.

Birkir er búinn að vera af og á sjó með bilum.

Er von á öðru eins hléi, eða fer sveitin á fullt á ný?

Jón: Það veit enginn fyrr en á skellur.

Hvernig hefur jólahátíðin farið í meðlimi sveitarinnar?

Jón: Desember mánuður í heild sinni hefur farið afar vel í mig en ég var í Bandaríkjunum fyrir ekki löngu. Sá þar tónleika með Nails, Municipal Waste og Macabre. Væri til í að fara aftur. Ótrúlegir tónleikar. Sá reyndar líka tónleika með Old Wounds, Knocked Loose og Eighteen Visions. Góðir tónleikar en stemningin var önnur. Crowdkill menningin sökkar og ég hata allt við hana. Annars eru jólin bara að jólast. 

Við hverju má búast við á tónleikunum frá sveitinni, verður platan tekin í heild sinni?

Jón: Við erum ennþá að púsla því saman. Ákvörðunin um að hafa tvenna tónleika gefur okkur meiri möguleika á fjölbreytileika, þ.e. hafa stóru tónleikana stærri og bílskúrstónleikana hrárri o.sv.frv.

Hvernig lýst ykkur á að platan lenti í öðru sæti árslista dordinguls og harðkjarna fyrir íslenskar útgáfur árið 2017?

Jón: Það er sannur heiður og við erum afar ánægðir með þetta. Fyrstu tvö sætin fóru til Why Not? útgáfunnar sem að gerir okkur ennþá ánægðari. Takk kærlega.

Má eiga von á nýrri útgáfu frá sveitinni árið 2018?

Jón: Það má alveg eiga von á ótrúlegustu hlutum frá okkur árið 2018. Kannski gefum við út kaffihylki eða naglaspýtur. Það veit í raun enginn.

Markmið fyrir komandi ár?

Jón: Þau eru afar lágstemmd. Helstu markmið sveitarinnar eru þau að halda útgáfutónleika í byrjun janúar.