Efnisorð: Primus

Primus með nýtt lag og nýja plötu.

Bandaríska rokksveitin Primus sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “The Desaturating Seven” 29. september næstkomandi, en þetta er fyrsta frumsamda efnið með klassíska liðskipan sveitarinnar sendir frá sér síðan Tales From The Punchbowl (1995), en þessi liðskipan gaf út Primus and the Chocolate Factory with Fungi Ensamble árið 2014, þar sem sveitin spilaði tónlist úr kvikmyndinni Willy Wonka & the Chocolate Factory frá árinu 1971. Þar á milli komu plöturnar Brown Album (1997), Antipop (1999) og Green Naugahyde (2011). Á plötunni eru þeir Les Claypool, Larry LaLonde og Tim Alexander, eða með öðrum orðum “klassíska” liðskipan sveitarinnar.
Hér að neðan má heyra nýtt lag “The Seven,” af umræddri skífu:

Primus

Von er á nýrri breiðskífu að nafnið “Green Naugahyde” frá hljómsveitinni Primus 13. september næstkomandi, en platan verður geifn út af Prawn Songs/ATO útgáfunum. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í meira en 11 ár (Antipop kom út árið 1999). Upptaka plötunnar var í höndum Les Claypool og var hún tekin upp í hans eigin hljóðveri, Rancho Relaxo, í norðurhluta kaliforníu fylkis. Með Claypool á plötunni þetta árið eru þeir Jay Lane og Larry “Ler” LaLonde.

Primus

Seinna á þessu ári er von á DVD disk með hljómsveitinni Primus. Á disknum verður að finna ÖLL myndbönd sveitarinnar, í viðbót við margt annað efni tengt sveitinni. Þar á meðal má nefna tónleika upptökur frá ýmsum tímabilum sveitarinnar.