Efnisorð: Plötudómar

Plötudómar

Rétt í þessu var ég að bæta við 12 nýjum plötudómum við harðkjarnavefinn. 11 af þessum dómum tengjast hljómsveitunum HELMET og FAR, en þar sem það vantaði algjörlega upplýsingar um þessar sveitir á síðuna hjá mér ákvað ég að skrifa plötudóm um allar helstu útgáfur sveitanna í heild sinni. Að auki má finna nýjan plötudóm eftir Sigga Pönk um nýjustu breiðskífu hljómsveitarinnar Momentum.

Plötudómar

Eitthvað smá skrið virðist komið á plötudóma á harðkjarna en Viktor(Snoolli) og Bessi(Berserkur) hafa skrifað nokkra. Endilega, þið á harðkjarna/töflunni, smellið einum og einum inn endrum og sinnum. Plötudómar þurfa ekki að vera langlokur.