Efnisorð: Plastic Gods

Norðanpaunk 2017

BÖLZER / WORMLUST / PLASTIC GODS / DYS / KÆLAN MIKLA, GODCHILLA / FORGARÐUR HELVÍTIS / GRIT TEETH / NICOLAZ KUNYSZ / GJÖLL / SUN WORSHIP (DE) / ANDAVALD / BAG OF ANTRHAX / BALAGAN (DE) / DULVITUND / GOLDEN CORE (NO) / GUSTAVE TIGER (H) / KULDABOLI / MALNEIROPHRENIA / MORPHOLITH / WORLD NARCOSIS / SLOR / more tba..

3 Days – 40+ Bands

Árlegt ættarmót paunkara á Laugarbakka v-Hún
Annual gathering of the Icelandic Punk Community and related artists. BYOB.

No tickets at the door! Limited tickets online only via http://www.nordanpaunk.org/tickets.html

Liberty through art.

Plastic Gods - Quadriplegiac

Plastic Gods – Quadriplegiac (2008)

Molestin Records –  2008
MySpace
Genre: Doom/Stoner

Hands down þyngsta plata Íslands frá upphafi! Plastic Gods gjörsamlega sprengja senuna með fyrstu Þriggja laga plötuna sína Quadriplegiac.

Andrúmsloftið í kringum þessa plötu er alveg himnesk. Tempó, melódía, feedback, growl, bassi bassi bassi! Þegar allir eru komnir á ról er spennan milli meðlima svo mikil að maður liggur í sjokki og getur ekki annað gert en að dáðst að þessu sambandi.
Öll lögin eru mjög vönduð og sérstaklega vel saminn, ekki bara riffin heldur líka textarnir. Plastic Gods hafa byrjað ferilinn sinn á betri hátt en flest önnur doom bönd sem ég veit um.

Platan byrjar á instrumental lagi “Part I: Birth” sem byrjar á léttu gítar intro og hægt og rólega (mjög hægt og mjög rólega) bætast inn bassi og trommur sem endar svo í stoner riff sprengingu sem leiðir mann svo í næsta lag. Þetta er aðeins undirbúningur fyrir því sem á eftir að koma.
“Part II: Body & Spirit”, fyrstu 14 mínúturnar byrja með mjög flott doom riff og ekki nóg með það heldur er líka vocal orgía þar sem Addi(Celestine, Gavin Portland) með sína flottu sludge rödd(ef það má kalla hana það) syngur með Ingó og Dag þar sem allir öskra úr sér lungun. Seinustu 2 mínúturnar enda svo í svakalegum groove kafla.
“Part III: Only The Mind”. Líklega þyngsta lagið á disknum og algjört DOOOOOOOOOOOOOM!
Þvílíkt þungur kafli og fullkominn endir á frábærri plötu.

“Roaming And Rampaging
We Spread Destruction,
In Order To Create
These High And Lows
Ever Transcending
Into Different States”

Er búinn að spila þessa plötu um það bil 8 sinnum síðan ég keypti hana fyrir tveim dögum og sem mikill aðdáandi doom og stoner senuna þá verð ég að segja að þetta er ein besta stoner/doom plata sem ég hef heyrt í langan tíma og þetta er aðeins fyrsta platan þeirra, þessvegna hef ég ákveðið að gefa þessari plötu hæstu einkunn.

So just kick back, close those red eyes and embrace these tunes. And don’t be afraid if you’re feeling a bit quadriplegic.

Daníel C. Kavanagh

Plastic Gods - s/t

Plastic Gods – s/t (2011)

Eigin útgáfa –  2011

Mér hefur alltaf fundist það aðdáunarvert og spennandi þegar hljómsveitir eru færar um að víkja lauslega milli tónlistarstefna á tónleikum, eða að “að taka sitthvort settið.” Ég varð til dæmis gersamlega heillaður á Roadburn hátíðinni eitt sinn þegar ég rambaði á tónleika Króatísku sveitarinnar “Seven That Spells.” Hún var fengin til að spila þrjú ólík sett í einum rykk. Það var mögnuð upplifun.

Plastic Gods er ein önnur hljómsveit sem getur sveiflað sér milli tónlistarstefna eftir því hvað meðlimum finnst viðeigandi að taka “hraða settið sitt” eða skella sér í deepdoom metal pælingarnar.

Þessi breiðskífa þeirra félaga einkennist nokkuð af þessu. Hún byrjar á grípandi ofbeldisrokki í “80 pounds of shit”, rétt eins og járnapinn sé upprisinn. Síðan hægist á í Doom metal pælingunni “Zero Tolerance” og hægist enn frekar á í “Plastic God”, alveg unaðslega angurværu þunglyndisrokki. Angurværðin er einnig til staðar í minningarsöng þeirra um félagann Heiðar meðan ofbeldið tekur aftur við í “Bad Trip Generator” sem fer jafnframt út í heillandi psychadelískan tilraunastoner í millikafla.
Rödd Ingó fer víða með tónlistinni. Eins og brjáluð bytta í Iron Monkey tribute til þess að hljóma eins og grimmur úlfur í Doom pælingunum.

Það verður að segjast eins og er að undirritaður hefur ekkert vit á tónlist. Ég nýt hennar eða ekki. Ég get ekkert skrifað gáfulegt um hljómgæði plötunnar en verð þó að segja að mér finnst að hún hefði alveg getað verið þyngri og breiðvirkari, meira distortuð og ljót. Miðað við afar ánægjulega upplifun mína af ofur þungum og tuddalegum tónleikum Plastig Gods allt frá upphafi, finnst mér aðeins vanta upp á klofsparkið á þessum upptökum. En það kemur ekki í veg fyrir að ég sé búinn að hlusta oft á hana og muni gera oft svo lengi sem ég lifi.

Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri staðreynd að Plastic Gods gefa plötuna út og dreifa henni að öllu leyti sjálfir. Mjög sjálfbærir og sjálfbjarga tónlistarmenn sem neita að sitja heima og bíða eftir að verða uppgötvaðir.

Siggi Pönk

Eistnaflug 2008

Ashton Cut, Ask the slave, Atrum, Bastard, Blood Feud, Brain Police, Celestine, Concrete, Contradiction, Darkness Grows, Diabolus, Disintegrate, Discotheque, Disturbing Boner, Dormah, Dust Cap, Finngálkn, Gone Postal, Gordon Riots, Grýttir á sviði, HAM, Helshare, Hostile, Innvortis, In Siren, Judico Jeff, Mammút, Momentum, Muck, Plastic Gods, Retrön, Saktmodigur, Severed Crotch, Skítur, Slugs, Sólstafir, Swords of Chaos, Universal Tragedy, Æla & Without the balls

Hvar? 
Hvenær? 2008-07-10
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Rokkfestival í Egilsbúð – Neskaupsstað 10. – 13. júlí 2008

Allar nánari upplýsingar er að finna hér: http://www.eistnaflug.is/

Event:  
Miðasala: