Efnisorð: Opeth

Opeth - Orchid

Opeth – Orchid (1995)

Candlelight reccords –  1995

Opeth hafa lengi verið þekktir fyrir frábæra tónlist, virkilega vönduð, vel samin, og falleg lög. Ljúfar gítarmelódíur sem sveima um undir þungum undirleik. Það mætti bera tónverk Opeth saman við tónskáld í gamla daga, sem lögðu allt í, að gera tónlistina
fullkomna, tjáningarmikla og eftirminnilega.

Þessi fyrsti diskur Opeth er engu síðri en aðrir diskar þeirra félaga. Pælingarnar í lögunum eru ótrúlegar. Hver einasti tónn er úthugsaður og tær. Lög Opeth eru hver frábrugðin öðru, og gera þar með diskinn endingarbetri. Sum lög Opeth eru ólýsanleg.

Og með þannig lagi byrjar þessi diskur, “In Mist she was standing”. Þetta er eitt af þeim lögum sem eru tónfræðilega
snilld. Allt frá hröðum svörtum köflum í ljúfa kassagítarmelódíu, drungi og fegurð, Þetta lag er frábært, 14 mínútna lag sem þú getur hlustað á aftur og aftur, og aldrei þurft að spólað að áhveðnum kafla því allir kaflarnir eru á sinn hátt snilld og ómissandi partur heildarinnar. Þetta er lýsandi dæmi um lög Opeth. Þessa hljómsveit mætti lýsa sem Pink Floyd þunga rokksins. Nær til flestra geira tónlistarinnar, svartmálmur, dauðarokk, doom metal, progmetal, ofl. og blandar þessu í stórkostlega veislu.

Ég mæli með þessum disk til allra. Þetta er fyrsti diskur Opeth og er meistaraverk með meiru. Stórkostlega melódíur, frekar
róleg tónlist, með sinn einkennandi drunga. Sem er í fyrstu erfitt að melta en þegar þú ert búnað kyngja þessu meistarastykki ofaní þig. Þá muntu ekki sjá eftir því.

Lagalisti,

1. In the mist she was standing
2. Under the weeping moon
3. Silhoutte
4. Forest of october
5. The twilight is my robe
6. Requiem
7. The apostle in triumph

Bónus lag

8. Into the frost of winter

Ég ætla ekki að gefa ykkur fleiri upplýsingar um þennan disk. Þessi orð mín eru aðein smjörþefur af snilldini sem mér fynnst
þessi diskur vera.

Hjalti

Opeth

Lagalisti nýju Opeth plötunnar, Heritage, hefur verið birtur og er hægt að sjá hann hér að neðann:
01 – “Heritage”
02 – “The Devil’s Orchard”
03 – “I Feel The Dark”
04 – “Slither”
05 – “Nepenthe”
06 – “Haxprocess”
07 – “Famine”
08 – “The Lines iIn My Hand”
09 – “Folklore”
10 – “Marrow Of The Earth”
Búast má við nokkrum útgáfum af plötunni, allt frá tvöfaldri vínil útgáfu yfir aðrar sérstakar útgáfur sem aðdáendur sveitarinnar gætu misst vatn yfir. Nánari upplýsingar um hvaða útgáfur verða í boði verður að fá á næstu vikum.

Opeth

Hljómsveitin Opeth mun senda frá sér nýja breiðskífu í september mánuði. Sveitin hefur gefið skífunni nafnið “Heritage” og er það Roadrunner útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Opeth

Þann 22. október kemur út The Roundhouse Tapes lifandi hljóðplata og mynddiskur (DVD) Opeths sem á rætur að rekja til tónleika í London síðla árs 2006. Útgáfan kemur á Peaceville fyrra labeli bandsins. Peter Lindgren stofnmeðlimur bandsins og gítarleikari ákvað að fara frá því nú í sumar og í staðinn er kominn Frederik Åkeson(Arch enemy, Krux).

Lagalisti:

CD1:
01. When
02. Ghost Of Perdition
03. Under The Weeping Moon
04. Bleak
05. Face Of Melinda
06. The Night And The Silent Water

CD2:
01. Windowpane
02. Blackwater Park
03. Demon of the Fall

Opeth

Trommari bandsins Martin Lopez hefur ákveðið að yfirgefa bandið. Veikindi höfðu hrjáð hann í nokkurn tíma og Martin Axenrot úr Bloodbath kom í stað hans á tónleikaferðalögum vegna þessa. Axenrot er nú orðinn opinber trommari Opeth. Lopez einbeitir sér að sínu eigin projekti.