Efnisorð: Old Wounds

Old Wounds – Glow (2018)

Old Wounds – Glow
Good Fight Music 2018

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og því spurning hvort að sveitin geti fylgt eftir eins góðri breiðskífu og The Sufferin Spirit var án þess að mistakast, en the Sufferin Spirit var að mínu mati ein af bestu útgáfum ársins 2015 og náði að fullkomna fortíðar þrá mína í metalcore tónlist sem var upp á sitt besta um miðjan tíunda áratug 20. aldar.

Platan byrjar afar sterkt á laginu “Your God v. Their God” sem viðheldur goth útgáfu af málm blandaða harðkjarnanum sem ég hef afar mikið dálæti á frá seinustu plötu. Harðneskjan heldur svo áfram með laginu stripes, en þar finnur maður að söngur Kevin Iavaroni er farinn að þróast úr hreinni öfgafullri reiði yfir eitthvað svo miklu meira, eitthvað sem minnir meira á blöndu af söngstíl sveita á borð glassjaw og vision of disorder, með smá AFI blöndu þar inn á milli, afar heillandi. Textar sveitarinnar fjalla meðal annars um andleg málefni, andlega erfiðleika, ástand heimsins og dekkri hliðar neikvæðrar sjálfsmyndar.

Þegar á heildina er litið er þetta þræl skemmtileg plata, ekki jafn góð og sú seinasta, en alls ekki mikið verri. Platan er einnig mun fjölbreyttari en ég gerði ráð fyrir án þess að fara í of mikla tilraunastarfsemi.

Old Wounds kynna nýtt lag af tilvonandi plötu

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds sendir frá sér nýja plötu að nafni Glow núna 6. nóvember, en það er Good Fight Music útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Nýverið sendi sveitin frá sér lagið Give A Name To Your Pain við góðar undirtektir og í nú er komið að laginu “To Kill For” (sem sjá má hér að neðan í formi myndbands). Hægt er að panta forpanta plötuna hér:  Merchnow.com/catalogs/old-wounds

Old Wounds kynna nýtt lag og breytingar

Hljómsveitin Old Wounds sendi frá sér nýtt lag að nafni Only Your Enemies Leave Roses í dag um leið og þeir tilkynntu að söngvari sveitarinnar, Kevin Iavaroni, er á ný genginn til liðs við sveitina, en hann hætt í sveitinni á sínum tíma til að setja fókusinn á nám og líf utan hljómsveitarinnar.

Þetta eru víst ekki einu breytingar sveitarinnar, því að gítarleikari sveitarinnar, Zak Kessler, sagði skilið við sveitina nýverið vegna þess að sveitin var á leiðinn í tónleikaferðalag með Eighteen Visions, en með í för er einnig hljómsveitin Tourniquet, og þar liggur vandinn. Meðlimur Tourniquet er samkvæmt fréttum er þekktur ofbeldi gagnvart konum og það sætti drengurinn sig ekki við. Meðlimir sveitarinnar ætla þó að halda áfram á tónleikunum en þess í stað gefa allan fjárhagslegan ávinning til kvennaatkvarfa í þeim borgum sem sveitin spilar í.