Tag: Occupational Hazard

Unsane - Occupational Hazard

Unsane – Occupational Hazard (2004)

Relapse –  2004
www.relapse.com

Relapse fá prik í kladdann fyrir að endurútgefa plötur költ hljómsveitarinnar Unsane. Ég er nýbúinn að fjalla um Lambhouse plötuna sem var einskonar best off Unsane, þannig að endilega skoðið þau skrif til að fá nánari mynd af kuldarokksbandinu Unsane. Eins og áður segir er um þunga og skítuga tóna að ræða. Mid tempó valtara sudda sem er samt í föstum skörðum en grúvar mikið. Occupational Hazard er þeirra þektasta verk, dáð af stónerrokkurum, post hardcore hausum, fólki sem fýlar fráhrindandi tónlist o.s.frv. Fín plata en rís ekki eins hátt og t.d. Total Destruction sem er alger bomba og ef út í samanburð er farið þá átti Scattered, Smothered & Covered einnig fleirri toppa en hér heyrast. En það er ekkert grín að verða fyrir barðinu á lögum eins og “This Plan”, “Lead”, “Humidifier” og “Understand”. Umtalið lifir með þessum endurútgáfum. –Birkir

birkir